Morgunblaðið - 27.05.2017, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.05.2017, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2017 Selhella 13 | 221 Hafnarfjörður | Sími 564 1400 | kerfi@kerfi.is | kerfi.is Fagleg & persónuleg þjónusta Drykkjarlausnir fyrir þitt fyrirtæki Hagkvæmara en þú heldur! Dæmi: AULIKA TOP Frábær kaffivél fyrir meðalstór fyrirtæki Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Erlent vinnuafl sem áður kom til einhvers konar sjálfboðastarfa hér á landi kemur nú gjarnan sem starfsnemar, að sögn Halldórs Grönvold, aðstoðarframkvæmda- stjóra ASÍ. Þetta breyttist eftir að verkalýðshreyfingin náði samkomu- lagi við Samtök atvinnulífsins (SA) í haust um sjálfboðastörfin. Sam- bærilegt samkomulag var gert við starfsgreinasamtök og Bændasam- tökin í framhaldi af samkomulaginu við SA. Halldór sagði ASÍ hafa átt í sam- skiptum við menntamálayfirvöld og Rannís sem er fulltrúi stjórnvalda gagnvart mörgum erlendum samn- ingum um menntasamskipti. Hann sagði að ASÍ hafi lagt til að settar verði skýrar reglur um starfsnám erlendra starfsnema. Þær byggi á þeim reglum sem gilda um starfs- þjálfun iðnnema í löggiltum iðn- greinum hér á landi. Með reglunum verði útskýrt hvaða réttindi og skyldur aðilar hafi og eins að það sé gerður kjarasamningur fyrir er- lenda starfsnema sem sé sambæri- legur við iðnnemasamningana. Halldór sagði að starfsnemarnir komi hingað aðallega eftir þremur leiðum. Í fyrsta lagi á grundvelli Erasmus+ áætlunarinnar sem Ís- land á aðild að. Í öðru lagi í gegnum EES-styrkjaáætlunina (EEA Grants). Það eru verkefni sem studd eru af Íslandi, Noregi og Lichtenstein, m.a. í Eystrasalts- löndunum, Austur-Evrópu, Grikk- landi, á Spáni og í Portúgal. Í þriðja lagi koma starfsnemarnir á eigin vegum. „Langflestir koma á grundvelli einhvers konar styrkja eða stuðn- ings en í raun og veru er enginn hér sem fylgist með þeim af hálfu opin- berra aðila,“ sagði Halldór. Hann sagði að erlendir skólar sendi nema hingað til starfsnáms án þess að hafa samband við neinn hér á landi. ASÍ hefur einkum gert athuga- semdir við stöðu starfsnema hjá hótelum, veitingahúsum og í ferða- þjónustu. Erlendir nemar í hótel- stjórnun á háskólastigi hafa t.d. verið settir hér til almennra verka sem ella hefði þurft að ráða al- mennt starfsfólk til að gegna. „Í raun og veru eru þessi fyrirtæki bara að spara sér launakostnað,“ sagði Halldór. Hann sagði aðeins vera farið að bera á því að íslensk- um nemum, aðallega á háskólastigi, sé boðið að afla sér starfsreynslu í launalausum störfum. „Það sem gerir þessum erlendu krökkum erfitt að gera eitthvað í sínum málum er að þeir eru komnir langt að og þurfa fæði og húsnæði. Þau eru líka háð því að fá uppá- skrift vinnuveitandans um starfs- reynsluna til að geta lokið sínu námi,“ sagði Halldór. Bóndi þurfti að bregða búi Vilhelm Adolfsson, eftirlitsfulltrúi stéttarfélaganna á Norðurlandi, tel- ur að starfsnemarnir séu komnir til að vera. Íslendingar fáist ekki í þessi störf. Auk ferðaþjónustu, hót- ela og veitingahúsa nota sumir bændur starfsnema til að vinna bú- störf, jafnvel í 10-12 tíma á dag, að sögn Vilhelms. Hann sagði að reynt sé að benda fólkinu á að þessi vinna sé í efnahagslegum ávinningi, en ekki störf hjá góðgerðarsamtökum. „Ungmennin eru ekki tryggð nema þau séu með sitt evrópska sjúkraskírteini. Það er dæmi hér á Íslandi um einstakling sem var í svona vinnu og slasaðist. Bóndinn þurfti að bregða búi því hann gat ekki staðið undir skaðabótakröf- unni,“ sagði Vilhelm. Hann kvaðst hafa talað við bændur og hestaleig- ur um að tryggja þetta ólaunaða vinnuafl og koma því á launaskrá. Ólaunaðir í ýmsum störfum  Verkalýðshreyfingin vill að fólkið sé tryggt og á launaskrá  Sérlega áberandi í ferðaþjónustunni Morgunblaðið/Kristinn Ólaunaðir Erlendir starfsnemar starfa við ferðaþjónustu, á hótelum og veitingahúsum en einnig í landbúnaði og vinna oft langan vinnudag. Drengurinn sem lést í umferðar- slysi á Eyja- braut, skammt sunnan við Hrafnagil, síð- astliðinn þriðju- dag, hét Óliver Einarsson. Hann var öku- maður lítils bifhjóls sem lenti í árekstri við jeppabifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Slysið átti sér stað rétt fyrir klukkan fjögur síðdegis, og var strax ljóst að um alvarlegt slys var að ræða. Ekki er vitað nánar um tildrög slyssins að svo stöddu en rannsókn stendur yfir. Eyja- fjarðarbraut vestari var um tíma lokuð við gatnamótin við Mið- braut og var umferð beint um hana yfir á Eyjafjarðarbraut eystri. Lögreglan á Akureyri fer með rannsókn málsins. Óliver var á þrettánda aldursári þegar hann lést. Hann verður jarð- sunginn frá Akureyrarkirkju næstkomandi miðvikudag og hefst athöfnin klukkan 10:30. Lést af slysförum í Eyjafirði Yngvi Pétursson mun láta af störfum sem rektor Menntaskólans í Reykjavík innan skamms en hann hélt sína síðustu útskriftarræðu við skólann í gær. Yngvi tók við stöðu rektors árið 2001 en hafði þar áður gegnt stöðu konrektors og starfað sem kennari við MR allt frá árinu 1972. Þrátt fyrir að Yngvi láti af embætti rektors hyggst hann halda áfram kennslu við sinn gamla skóla. Að sögn Yngva stendur helst upp úr þeir frábæru nemendur sem lagt hafa stund á nám við skólann þau ár sem hann hefur sinnt þar kennslu og stjórnun. Síðasta útskriftarræða Yngva Péturssonar Morgunblaðið/Eggert Hyggst halda áfram kennslu „Mér sýnist samkomulagið mjög ásættanlegt. Ekki má gleyma því að þetta er í fyrsta skipti sem þeir eru viðurkenndir af ríkinu sem sjúkra- flutningamenn,“ segir Stefán Pét- ursson, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna, um samkomulag sem náðist við ríkið í gær um laun og starfskjör hlutastarfandi sjúkraflutninga- manna í þjónustu heilbrigðisstofn- ana ríkisins. Lengi hefur verið óánægja hjá þessum hópi með að hafa ekki kjara- samning þar sem tekið er á launum þeirra og réttindamálum. Víða um land er þessari þjónustu sinnt af mönnum í aukastarfi. Þannig stefndi í vandræði á Blönduósi og nágrenni því sex af sjö sjúkraflutningamönn- um höfðu sagt upp störfum og voru ákveðnir í að leggja niður störf á miðnætti sl. nótt. Uppsagnirnar eru ekki á vegum samtakanna en Stefán taldi í gærkvöldi ljóst að þeir myndu halda áfram störfum. Réttindi og skyldur Samkomulagið verður kynnt fyrir félagsmönnum næstu daga. Í því er kveðið á um skyldu sjúkraflutninga- manna í hlutastarfi til að vera til taks með vaktaskrá og sinna útköllum og um greiðslur fyrir vaktirnar. Greiðslurnar eru mismunandi eftir því hvenær sólarhrings bakvaktirn- ar eru, allt frá 23% af dagvinnukaupi og upp í 45% um helgar og 90% á stórhátíðardögum. Þá eru í samkomulaginu ákvæði um orlof, rétt til veikinda og slysa og um uppsagnarfrest sem er sá sami og annarra sjúkraflutningamanna eftir að reynslutíma er lokið. helgi@mbl.is Loksins viðurkenndir sem sjúkraflutningamenn  Samið um starfskjör hlutastarfandi sjúkraflutningamanna Umsækjendum á biðlistum sveitar- félaga eftir félagslegu húsnæði fækkaði heldur á milli áranna 2015 og 2016, samkvæmt könnun Vara- sjóðs húsnæðismála sem starfar á vegum velferðarráðuneytisins. Þeir voru 1.613 á síðasta ári en 1.688 ár- ið á undan. Flestir umsækjendurnir eru einstaklingar eða einstæðir for- eldrar. Biðtími er mismunandi. Lengstur er hann hjá Hafnarfjarðarkaup- stað, 48 mánuðir, en 36 mánuðir hjá Reykjavíkurborg og Hvera- gerðisbæ og 30 mánuðir hjá Ak- ureyrarkaupstað. Ellefu sveitar- félög eru með áform um að fjölga leiguíbúðum sínum, samtals um 85 íbúðir. Þar er Reykjavík stórtækust með 46 íbúðir. Vandkvæði vegna auðra íbúða í leiguíbúðakerfinu eru að mestu úr sögunni en fyrir áratug voru 150 íbúðir auðar. Þó glíma 27 sveit- arfélög enn við rekstrarvanda vegna leiguíbúðakerfisins. Þurfa að bíða í 48 mánuði eftir félagslegri leiguíbúð hjá Hafnarfjarðarkaupstað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.