Morgunblaðið - 27.05.2017, Blaðsíða 16
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2017
„Það væri gaman að sjá sem flesta af
þeim sem ég hef þjónað þessi rúm-
legu 16 ár hér við Dómkirkjuna,“
segir sr. Hjálmar Jónsson dóm-
kirkjuprestur en kveðjumessa hans
fer fram í Dómkirkjunni á morgun,
sunnudag, kl. 11.
Þó að Hjálmar sé að ljúka störfum
vegna aldurs þá mun hann verða til
þjónustu áfram í Dómkirkjunni á
meðan verið er að ganga frá skipan
nýs prests.
Að því loknu útilokar Hjálmar
ekki að gerast afleysingaprestur ef
kirkjan kallar eftir kröftum hans.
Við kveðjumessuna á morgun
mun Dómkórinn syngja og organisti
verður Kári Þormar.
Karlakór Reykjavíkur undir
stjórn Friðriks S. Kristinssonar
syngur og einsöngvari með kórnum
verður Árni Geir Sigurbjörnsson. Þá
munu Ragnhildur Gísladóttir og
Margrét Hannesdóttir einnig syngja
einsöng.
Að messu lokinni verða veitingar í
boði í Safnaðarheimilis Dómkirkj-
unnar. bjb@mbl.is
Kveðjumessa í Dómkirkjunni
Morgunblaðið/Golli
Dómkirkjuprestur Séra Hjálmar
Jónsson er að láta af störfum.
., '*-�-��,�rKu�,
KIEL/ - OG FRYSTITJEKI
Funahöfða 7 | 110 Reykjavík | Sími 577 6666
Loftkæling
& varmadælur
Iðnaðareiningar
mikið úrval
Kæli- & frystibúnaður
í allar gerðir sendi-
og flutningabíla
Sala, uppsetning
og þjónusta á
kæli og frystibúnaði
Kæli- & frystiklefar
í öllum stærðum
ÚR BÆJARLÍFINU
Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn
Ferðafiðringur er kominn í bæj-
arbúa með hækkandi sól og fyrsti
hópurinn lagði af stað til Barcelona
fyrir nokkrum dögum. Það voru
morgunhress ungmenni í 9. og 10.
bekk grunnskólans sem mættu
klukkan fimm að morgni við skólann
sinn, á leið í skólaferðalag til Barce-
lona. Ferðin er búin að hafa nokkuð
langan aðdraganda og hafa nem-
endur safnað í ferðasjóð í allmörg ár
og verið dugleg við fjáröflun en síð-
asta stóra verkefnið þeirra var að
standa fyrir myndarlegu kaffihúsi á
mæðradaginn, sem var vel sótt.
Nemendurnir hafa því safnað sjálfir
fyrir nánast öllum kostnaði sem til
fellur. Bæði þeir og fararstjórarnir
segja að stuðningur og góð þátttaka
alls samfélagsins í fjáröflunarverk-
efnum í gegnum tíðina hafi verið
frábær og eru allir þakklátir fyrir
það. Ekki þarf að efa að þessi menn-
ingarreisa unglinganna verður góð
en á dagskránni eru m.a. ferðir í
merk söfn í borginni Barcelona sem
hefur margt upp á að bjóða.
Næsti hópur leggur leið sína til
heitari landa í júníbyrjun og er það
starfsfólk Ísfélags Vestmannaeyja á
Þórshöfn, sem farið hefur í skipu-
lagðar ferðir á vegum starfsmanna-
félagsins annað hvert ár. Við það
ferðalag fækkar umtalsvert í bæn-
um því Ísfélagið er stærsti vinnu-
staðurinn og makar og börn fara oft
með í þessar ferðir. Starfsfólkið
kemur síðan úthvílt og endurnært til
baka, tilbúið í vinnutörn komandi
sumarvertíðar.
Grásleppuvertíð er nálega lok-
ið en einn bátur er enn á veiðum.
Vertíðin var í sæmilegu meðallagi
en aflahæstu bátar voru með um 30
tonn af grásleppu upp úr sjó. Átta
bátar eru á strandveiðum og hafa
þeir flesta daga náð að mestu leyfi-
legum dagsafla sem er rúm 700 kg
en nokkuð langt er að sækja, út að
Fonti eru um 30 sjómílur. Aflann
selja sjómenn svo á Fiskmarkað
Þórshafnar.
Svartfuglsegg eru víða á borð-
um landsmanna þessa dagana og
þykja mörgum þau hnossgæti, full
af fjörefnum og orku. Það þarf bæði
kjark og dug til að bjarga þessum
eftirsóttu eggjum úr björgunum og
er aldrei hættulaust, eins og kom í
ljós þegar maður slasaðist við eggja-
töku í Læknesstaðabjörgum fyrir
skömmu. Svartfuglinn settist nokk-
uð snemma upp þetta vor og var vel
verpt í fyrstu eggjatökuferð. Æti
virðist því vera nóg enn sem komið
er en nauðsynlegt er að unginn nái
mikilli næringu áður en hann verður
fleygur. Fyrir ca. fimm árum var
ætisskortur og var þá fuglinn, eink-
um skeglan, sem sumir kalla ritu,
illa á sig kominn. Egg skeglunnar
eru ekki síður eftirsótt en svartfugl-
seggin, þau eru minni og líkari
kríueggjum á bragðið. Skeglan
verpir nokkru seinna en svartfugl-
inn og er varpið nýlega hafið en fáir
stunda þá eggjatöku hér. Fjórir
hópar hafa verið við eggjatöku frá
svartfugli í Langanesbjörgunum,
þ.e. Skoruvíkur-, Læknesstaða- og
Skálabjörgum.
Sauðburður hefur gengið vel og
segja má að lömbin renni úr ánum í
blíðunni.
Farið er að síga á seinni hluta
sauðburðar og geldfé sums staðar
farið á fjall. Vorið hefur verið ljúft
þó að hvassa austanáttin hafi annað
veifið nætt um byggðir og sérstaða
vorsins þetta árið er sú að gróður er
svo vel á veg kominn að hægt er að
setja féð nánast beint út á græn
grös og gróin tún, sem er þægilegt
bæði fyrir fólk og fé.
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Í ferðahug Morgunsólin skein glatt á nývaknaða ferðalangana við grunnskólann eldsnemma að morgni.
Ferðafiðringur á Þórshöfn
„Þegar ráðherra gerir tillögu um
skipun í embætti dómara við Lands-
rétt í fyrsta sinn skal hann leggja
tillögu sína um hverja skipun fyrir
Alþingi til samþykktar.“
Þetta segir í ákvæði til bráða-
birgða í dómstólalögum.
Samkvæmt upplýsingum frá
dómsmálaráðuneytinu mun Sigríð-
ur Á. Andersen dómsmálaráðherra
leggja tillögur sínar um skipun í
embætti dómara við Landsrétt fyrir
Alþingi til samþykktar næstkom-
andi mánudag, 29. maí.
Sérstök dómnefnd hafði mælt
með því að 15 einstaklingar skuli
hljóta skipan sem landsréttardóm-
arar og skilað tillögu til ráðherra.
Samþykki Alþingi tillögur ráð-
herra skal hann senda þær forseta
Íslands sem skipar í embættin. Sam-
þykki Alþingi ekki tillögu ráðherra
um tiltekna skipun skal ráðherra
leggja nýja tillögu fyrir Alþingi til
samþykktar.
Þegar ráðherra hefur lagt tillögu
sína fyrir Alþingi á mánudaginn
mun stjórnskipunar- og eftirlits-
nefnd fjalla um þær. Að því loknu
verður ein umræða um tillögurnar í
þingsal og svo atkvæðagreiðsla um
hverja tillögu fyrir sig, þ.e. þá 15
einstaklinga sem tillaga er gerð um.
Þá kemur fram í dómstólalögum
að þeir sem hlotið hafa skipun sem
dómarar við Landsrétt skulu eigi
síðar en 20. júlí 2017 kjósa sér for-
seta til fimm ára og varaforseta til
sama tíma. Ráðherra tilkynnir í
fyrsta sinn um kjör forseta og vara-
forseta Landsréttar með auglýsingu
í Lögbirtingablaði.
Forseti skal skipaður dómari við
Landsrétt frá 1. ágúst 2017. For-
seta er frá þeim tíma heimilt að
taka nauðsynlegar ákvarðanir til
undirbúnings starfsemi Lands-
réttar, þ.m.t. ráða starfsfólk til
réttarins. sisi@mbl.is
Tillögur um dómaraefni fyrir Alþingi eftir helgi
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Alþingi Fjallað verður um tillögur dóms-
málaráðherra í næstu viku.