Morgunblaðið - 27.05.2017, Blaðsíða 47
MENNING 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2017
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
„Cannes kvikmyndahátíðin er mér
mjög kær og mikilvæg þar sem hún
er ekki eingöngu sú virtasta í heim-
inum heldur einnig fyrsta erlenda
kvikmyndahátíðin sem ég fór á. Það
var einstök reynsla er ég fór þangað
fyrst 2013 ásamt vini mínum og leik-
stjóra Guðmundi Arnari. Við fórum
þá með stuttmynd okkar Hval-
fjörður í aðalkeppnina og unnum
sérstök dómnefndarverðlaun en sá
árangur kom okkur almennilega á
kortið og opnaði margar dyr. Síðan
þá heimsæki ég hátíðina á hverju
ári,“ segir kvikmyndaframleiðand-
inn Anton Máni Svansson en hann
var einn þeirra Íslendinga sem sóttu
í vikunni alþjóðlegu kvikmyndahá-
tíðina í Cannes í Frakklandi.
Lánsamur
Anton Máni segist þetta árið hafa
verið svo lánsamur að hljóta þann
heiður að vera valinn í sérstakt verk-
efni hátíðarinnar sem kallast
„Producers on the move“. Framleið-
endur frá Evrópulöndum geta sótt
um að taka þátt í því og er mark-
miðið að tengja saman framleið-
endur á uppleið í faginu og styrkja
þannig tengslanet hvers og vekja at-
hygli á þeim um leið.
Einungis tveir norrænir framleið-
endur voru valdir þetta árið, frá Ís-
landi og Danmörku, en í heildina
voru framleiðendurnir 20 frá Evr-
ópulöndum. „Þetta prógramm er
skipulagt af European Film Promo-
tion og eru þau mjög öflug í að aug-
lýsa okkur, hina völdu framleið-
endur, t.d. í stærstu kvikmynda-
tímaritunum. Þetta er mjög fínn
fagmennskustimpill, ef svo má segja
og líka frábært viðskiptatækifæri
þar sem maður nær að kynnast vel
framleiðendum frá 19 öðrum Evr-
ópulöndum sem og ýmsum stærri
aðilum úr bransanum. Þetta snýst
mest um tengslamyndun þar sem
það er einn aðallykillinn að vel-
gengni í þessum bransa. Ennfremur
fáum við svo áhugaverða fræðslu
sem gefur manni oft nýja sýn og
opnar huga manna fyrir ýmsum nýj-
um aðferðum og möguleikum í fram-
leiðslu,“ segir Anton Máni.
Hjartasteinn seldur
til yfir 50 landa
„Ég er hér mest að nýta tækifærið
til að kynna nýjustu verk mín og
finna bestu mögulegu samstarfsaðil-
ana, meðframleiðendur og sölu-
fyrirtæki. Það hefur gengið alveg
einstaklega vel og ég finn að mikil
spenna er fyrir næstu verkum okkar
hjá Join Motion Pictures.
Við erum enn að fylgja eftir kvik-
mynd okkar Hjartasteini en hún hef-
ur verið seld núna til yfir 50 landa og
hefur hlotið 30 alþjóðleg verðlaun.
Hún er að byrja í kvikmyndahúsum
núna á næstu vikum í Danmörku og
Svíþjóð en hún verður sýnd áfram á
Íslandi í sumar í Bíó Paradís,“ segir
Anton Máni.
Vetrarbræður og spennutryllir
Anton Máni segir næst á dagskrá
hjá Join Motion Pictures að frum-
sýna í haust fyrstu mynd Hlyns
Pálmasonar, leikna kvikmynd í fullri
lengd sem nefnist Vinterbrødre, þ.e.
Vetrarbræður, sem fyrirtækið fram-
leiði með danska framleiðslu-
fyrirtækinu Masterplan Pictures.
„Sú mynd var tekin upp í Danmörku
með dönskum leikurum. „Vetrar-
bræður gerist í einangraðri verka-
mannabyggð á köldum vetri. Við
fylgjumst með bræðrunum Emil og
Johan og verðum vitni að því er of-
beldisfullar deilur brjótast út milli
þeirra og annarrar fjölskyldu á
vinnustaðnum. Þetta er saga um
skort á ást sem fókusar á yngri bróð-
urinn, Emil, og þörf hans fyrir að
vera elskaður og þráður,“ segir Ant-
on Máni.
Hlynur er kominn langt á leið með
næstu kvikmynd sína og segist Ant-
on Máni hafa nýtt dvölina í Cannes í
að stilla upp fjármögnun þeirrar
myndar sem vonir standi til að tekin
verði upp á næsta ári. Kvikmyndin
verði íslenskur spennutryllir og ólík-
ur öðrum slíkum sem gerðir hafi
verið á Íslandi.
„Mjög fínn fag-
mennskustimpill“
Anton Máni Svansson valinn í hóp 20 framleiðenda á upp-
leið í Cannes „Frábært viðskiptatækifæri,“ segir hann
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Á uppleið Anton Máni Svansson í strandbænum Cannes. Kvikmyndahátíðinni þar í bæ lýkur nú um helgina.
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
„Ég yngist náttúrlega mjög hægt,“
segir Sigrún Einarsdóttir, glerblás-
ari hjá Gleri í Bergvík sem ætlar að
hafa verkstæði sitt á Kjalarnesi opið
almenningi þann 5. júní næstkom-
andi. Vera má að þetta verði í síðasta
sinn sem hægt verður að fylgjast
með Sigrúnu vinna gler á verkstæð-
inu. „Það eru menn sem sýna áhuga
á því að kaupa eða leigja verkstæðið.
Það yrði í rauninni óskastaða að fá
fjöruga glerblásara til að taka við.“
Síðustu ár hefur Sigrún venjulega
haft opið hús á glerverkstæðinu um
jólaleytið á ári hverju. Sú breyting
hefur verið gerð í ár að opið hús
verði að sumri til. „Ég hef venjulega
kveikt á tækjunum einu sinni á ári
og hef það þannig í nokkra mánuði,“
segir Sigrún. „Yfirleitt er það í
kringum jólin. Ég ákvað að breyta
þessu núna, hafa þetta að sumri. Ég
ræð til mín fólk frá útlöndum og það
getur verið alveg rosalegt að koma
frá miðbæ einhverrar stórborgar og
koma svo til Kjalarness í rok og
óveður. Ég dáist að því fólki sem
hefur nennt að vinna fyrir mig undir
þessum kringumstæðum.“
Sigrún segist örlítið vonsvikin yfir
því að ekki hafi verið komið á fót
fleiri glerlistaverkstæðum á þeim
þrjátíu og fimm árum sem hún hefur
rekið Gler í Bergvík. „Hins vegar
veit ég hvað það er mikið mál að
stofna og reka glerverk. Maður er
alltaf með hundrað kílóa ofn í hönd-
unum, fjörutíu lítra af gleri og sextíu
kílóvött af rafmagni. Þegar ég er að
hita þetta getur potturinn sprungið.
Þá fuðra í hvert skipti upp þrjú til
fjögur hundruð þúsund krónur. Það
er alltaf svo mikið í húfi þegar mað-
ur kveikir á tækjunum.“
Betri upplifun hefur Sigrún af
spennunni við sjálfa glervinnsluna.
„Það er alltaf spennandi að sjá hvað
kemur út þegar maður opnar ofninn
daginn eftir. Í sjálfu sér er gler-
blástur mjög gefandi starf. Þegar
ofninn er kominn upp í tólf hundruð
gráður þá finnst manni maður vera
kominn heim og að allt sé eins og
það eigi að vera.“
Glerfínt verkstæði
Opið hús verður á verkstæði Glers í Bergvík 5. júní
Morgunblaðið/Ófeigur
Mikið í húfi „Það er alltaf svo mikið í húfi þegar maður kveikir á tækj-
unum,“ segir Sigrún Einarsdóttir, glerblásari hjá Gleri í Bergvík.
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
MAMMA MIA! (Stóra sviðið)
Lau 27/5 kl. 20:00 176 s. Lau 3/6 kl. 20:00 181 s. Sun 11/6 kl. 20:00 186 s.
Sun 28/5 kl. 20:00 177 s. Mið 7/6 kl. 20:00
Sing-along
Mið 14/6 kl. 20:00
Sing-along
Mið 31/5 kl. 20:00 178 s. Fim 8/6 kl. 20:00 183 s. Fim 15/6 kl. 20:00 188 s.
Fim 1/6 kl. 20:00 179 s. Fös 9/6 kl. 20:00 184 s.
Fös 2/6 kl. 20:00 180 s. Lau 10/6 kl. 20:00 185 s.
Allra síðustu sýningar komnar í sölu!
RVKDTR- THE SHOW (Litla svið)
Lau 3/6 kl. 20:00 5. sýn.
Reykjavíkurdætur taka yfir Litla sviðið og láta gamminn geisa.
Elly (Nýja sviðið)
Fim 1/6 kl. 20:00 43. sýn Mið 7/6 kl. 20:00 48. sýn Sun 11/6 kl. 20:00 52. sýn
Fös 2/6 kl. 20:00 44. sýn Fim 8/6 kl. 20:00 49. sýn Mið 14/6 kl. 20:00 53. sýn
Lau 3/6 kl. 20:00 45. sýn Fös 9/6 kl. 20:00 50. sýn Fim 15/6 kl. 20:00 54. sýn
Þri 6/6 kl. 20:00 aukas. Lau 10/6 kl. 20:00 51. sýn
Opnar kl. 18:30, frjálst sætaval. Panta verður veitingar með dags fyrirvara.
Elly - haustið 2017 (Stóra sviðið)
Fim 31/8 kl. 20:00 1. sýn Fim 7/9 kl. 20:00 4. sýn Sun 10/9 kl. 20:00 7. sýn
Fös 1/9 kl. 20:00 2. sýn Fös 8/9 kl. 20:00 5. sýn Fim 14/9 kl. 20:00 8. sýn
Lau 2/9 kl. 20:00 3. sýn Lau 9/9 kl. 20:00 6. sýn Fös 15/9 kl. 20:00 9. sýn
Sýningar í haust komnar í sölu.
Fjarskaland (Stóra sviðið)
Sun 28/5 kl. 13:00 Lau 2/9 kl. 13:00 Sun 17/9 kl. 13:00
Sun 11/6 kl. 13:00 Sun 10/9 kl. 13:00
Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Góa!
Húsið (Stóra sviðið)
Lau 27/5 kl. 19:30 Fim 1/6 kl. 20:00 Lau 10/6 kl. 19:30
Frumuppfærsla á áður ósýndu verki eins helsta leikskálds Íslendinga.
Tímaþjófurinn (Kassinn)
Fim 1/6 kl. 19:30 23.sýn Fim 8/6 kl. 19:30 24.sýn
Einstakt verk um ástina ■ um óslökkvandi þrá, höfnun og missi
Maður sem heitir Ove (Kassinn)
Sun 28/5 kl. 19:30
Lokasýning
Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik!
Naktir í nátturunni (None)
Fim 15/6 kl. 19:30
ÁHUGASÝNING ÁRSINS
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Lifandi tónlist mbl.is/tonleikar
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
VEISTU UM GÓÐAN
RAFVIRKJA?