Morgunblaðið - 27.05.2017, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.05.2017, Blaðsíða 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2017 Það kvartar enginn yfir aðgerðarleysinu hér á bænum, það er nógað gera,“ segir Brynja Brynjarsdóttir, ferðaþjónustubóndi áHraunsnefi í Norðurárdal í Borgarfirði. Upp undir 40 manns geta gist þar, bæði á hótelinu og í smáhýsum og svo er á Hraunsnefi rekinn veitingastaður sem er opinn allt árið, frá hádegi til níu á kvöldin. „Það stóð aldrei til að vera með svona mikinn veitingahúsarekstur en hann óx jafnt og þétt enda er matargerð helsta áhugamál okkar hjóna. Við framleiðum matinn mikið til sjálf, erum í grísa- og naut- griparækt, og erum með dýrin í túnfætinum sem ferðamennirnir geta skoðað. Ég hefði viljað eiga meiri tíma í garðyrkju og ræktun á grænmeti og við stefnum í framtíðinni að því að vinna minna á vöktum og sinna meira þessu áhugamáli okkar. Við erum t.d. ekki lengur með gróður- hús. Við þurftum að nota það í annað þegar dýrunum fór að fjölga og húsaskortur varð.“ Annað áhugamál þeirra hjóna er að ferðast og fara þau alltaf eitt- hvað á haustin og veturna þegar rólegra er að gera. „Svo skruppum við til London núna í byrjun maí, en það er óvanalegt á þessum árstíma.“ Lokað verður á Hraunsnefi í dag. „Maðurinn minn varð fimmtugur fyrir þrettán dögum og við ætlum að halda stórafmæli, 50+50. Það er ekki á hverjum degi sem það gerist.“ Afmælisbarnið Brynja heima á hlaðinu á Hraunsnefi. Grísa- og nautgripa- rækt á Hraunsnefi Brynja Brynjarsdóttir er fimmtug í dag D ómhildur Sigurðar- dóttir fæddist á Draflastöðum í Fnjóskadal 28.5. 1937: „Draflastaðir eru kostarík og stór bújörð. Þar var gott að vaxa úr grasi við árniðinn í fjarska sem á vorin blandaðist fuglasöngnum er ómaði fjallanna á milli. Hvergi hef ég heyrt vorfuglana syngja jafn- fagurlega og í þingeyskum dölum.“ Föðurætt Dómhildar hefur búið á Draflastöðum frá 1882, þegar Helga Sigurðardóttir og Sigurður Jónsson, langamma hennar og langafi, fluttu þangað, en þau keyptu jörðina í niðurníðslu, endurnýjuðu öll húsa- kynni, ræktuðu tún og juku bústofn- inn. Gestkvæmt var á Draflastöðum. Þar var kirkju- og fundarstaður sveitarinnar, en afi hennar var deildarstjóri í Kaupfélagi Svalbarðs- eyrar, sat í hreppsnefnd og sóknar- nefnd. Dómhildur saumaði altarisdúk með harðangri og klaustursaumi sem afhentur var Draflastaðakirkju sumarið 2014. Dómhildur lauk fullnaðarprófi frá Barnaskólanum í Skógum, stundaði nám við Héraðsskólann að Laugum og lauk þar landsprófi 1956. Hugur Dómhildar stóð svo til menntaskóla- náms á Akureyri en móðir hennar var barn síns tíma og taldi það stúlk- um óþarfa menntun: „Þarna steytti æskufleyið á skeri og varð aldrei samt.“ Dómhildur stundaði nám á Lýð- háskóla í Svíþjóð á vegum Norræna- félagsins, tók handavinnukennara- próf frá KÍ 1961 og lauk námi í bóklegum greinum frá KHÍ 1971, með áherslu á íslensku, stærðfræði og dönsku, sótti kennaranámskeið hér heima og erlendis og öðlaðist leiðsögumannsréttindi 1988. Dómhildur kenndi í Svínavatns- skólahverfi í Austur-Húnavatns- sýslu. 1958-59, við Hagaskólann í Reykjavík 1961-72, Þinghólsskóla í Kópavogi 1972-75, var kennari við Lundarskóla Akureyri 1975-92 og Dómhildur Sigurðardóttir, kennari og leiðsögumaður – 80 ára Slakað á í landi Draflastaða Frá vinstri: Arnhildur, Axel, Ágústa Dómhildur, Jakob Axel og Steinunn Halldóra. Æskuslóðir í Fnjóska- dal ætíð í farangrinum Dómhildur Á sínum yngri árum. Á morgun, 28. maí 2017, eiga hjónin Guðríður K. Bergkvistsdóttir og Jón B. Guðmundsson, búsett í Hveragerði, fimmtíu ára brúðkaupsafmæli. Þau munu verja deginum með börnum sínum, tengda- börnum og barnabörnum. Árnað heilla Gullbrúðkaup Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Tíska & förðun Fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 2. júní Fjallað verður um sumartískuna 2017 í fatnaði, förðun og snyrtingu auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til kl. 16 mánudaginn 29. maí NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is SÉRBLAÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.