Morgunblaðið - 27.05.2017, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2017
Atvinnuauglýsingar 569 1100
Læknamóttökuritari
59% staða sem getur tímabundið krafist
hærra hlutfalls. Nauðsynlegt er að
viðkomandi reyki ekki, sé sjálfstæður, vanur
tölvuvinnu, kassauppgjörsvinnu og helst
bókhaldi. Ferill sem greinir menntun, starfs-
reynslu og fjarvistir í tímaröð ásamt
upplýsingum um tölvureynslu, uppgjörs-
og/eða bókhaldsvinnu, persónu- og fjöl-
skylduhagi, launakröfur, hvers vegna hluta-
starf henti auk valupplýsinga eins og um
veikindi og meðmælendur óskast strax á
starfsumsokn@gmail.com.
RARIK ohf • Dvergshöfða 2 • 110 Reykjavík • Sími 528 9000 • www.rarik.is
Rafiðnaðarmaður - gagnaskráning og
tölvuteiknun Selfossi
RARIK ohf auglýsir eftir að ráða rafiðnaðarmann til starfa á starfsstöð fyrirtækisins á Selfossi. Æskilegt
er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Hér er um að ræða starf við skráningu og uppfærslu gagna
og teikninga varðandi nýlagnir og breytingar á dreifikerfi RARIK á Suðurlandi.
• Gagnaskráning
• Tölvuteiknun
• Aðstoð við verkundirbúning
Helstu verkefni
• Rafiðnaðarmenntun
• Góð almenn tölvukunnátta
• Þekking á teikniforritum æskileg
• Drifkraftur og sjálfstæð vinnubrögð
Hæfniskröfur
Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um. Nánari upplýsingar veitir Lárus Einarsson, deildarstjóri
rekstrarsviðs eða starfsmannastjóri RARIK í síma 528 9000. Umsóknarfrestur er til 12. júní 2017 og skal
skila umsóknum með ferilskrá á netfangið atvinnuumsokn@rarik.is.
RARIK ohf. er rekið sem opinbert hlutafélag í eigu ríkisins. Hlutverk RARIK er að dreifa raforku auk þess
að afla, dreifa og annast sölu á heitu vatni. Starfsmenn RARIK eru um 200, aðalskrifstofa er í Reykjavík
og um 20 starfsstöðvar eru dreifðar vítt og breitt um landið.
Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar óskar eftir að ráða Byggingarstjóra í viðhaldi og
endurbótum eigna.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fljótlega.
Byggingarstjóri viðhaldsdeild
Starfssvið:
• Umsjón með viðhaldi og endurbótum fasteigna.
• Gerð viðhaldsáætlana.
• Stýring framkvæmda.
• Eftirlit með framkvæmdum.
• Samskipti og þjónusta við leigutaka og þjónustuaðila
• Tilfallandi verkefni á Umhverfis- og mannvirkjasviði.
Menntunar- og/eða hæfniskröfur:
• Meistari á byggingarsviði eða önnur haldgóð menntun
sem nýtist í starfið.
• Þekking á byggingaframkvæmdum.
• Reynsla af sambærilegu starfi kostur.
• Góð almenn tölvukunnátta kostur.
• Góðir skipulagshæfileikar og frumkvæði.
• Hæfni til ákvarðanatöku og sjálfstæðra vinnubragða.
• Jákvætt hugarfar og hæfni í mannlegum samskiptum.
• Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott
orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan
hans samrýmist starfinu.
Nánari upplýsingar um starfið er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar,
www.akureyri.is þar sem sótt er um rafrænt.
Umsóknarfrestur er til og með 12. júní 2017.
Rafvirkjar
Rafvirki ehf óskar eftir rafvirkjum til starfa.
Næg verkefni. Framtíðarvinna. Nýlagnir í
mælingu.
Upplýsingar í síma 6604100 og á netfanginu
rafvirki@vortex.is
Stykkishólmsbær auglýsir laust til umsóknar
starf forstöðumanns Amtbókasafnsins, stofnun
mennta, menningar og upplýsingatækni.
Starfið felur í sér allt sem viðkemur starfsemi bóka- og
ljósmyndasafnsins, s.s. rekstur, mannaforráð, gerð
fjárhagsáætlana, innkaup, grisjun og stjórnun.
Umsækjendur þurfa að búa yfir skipulagshæfileikum, færni í
mannlegum samskiptum og hafa reynslu af öflun og miðlun
upplýsinga.
Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið námi í bókasafns- og
upplýsingafræðum eða annarri háskólamenntun sem nýtist í starfi
og hafi góða þekkingu á tölvum og möguleikum hugbúnaðar í
safnaþjónustu.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl.
sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Nýtt safnahús er að rísa við Grunnskóla Stykkishólms og og mun
safnið starfa í nánu stjórnunar- og rekstrarlegu sambandi við
skólann. Stefnt er að opnun nýja safnahússins á haustmánuðum.
Umsóknarfrestur er til 20.júní 2017
Umsóknum skal skilað til Sturlu Böðvarssonar
bæjarstjóra, Hafnargötu 3 eða á netfangið
sturla@stykkisholmur.is.
Bæjarstjóri veitir nánari upplýsingar um starfið
ásamt Ríkharði Hrafnkelssyni
rikki@stykkisholmur.is, sími 433-8100.
Forstöðumaður
Stykkishólmsbær
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á