Morgunblaðið - 27.05.2017, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 27.05.2017, Blaðsíða 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2017 TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Útgáfan Bedroom Comm-unity á sér nokkuð einstakastöðu í íslensku tónlistarlífi. Fyrir það fyrsta er vart hægt að kalla hana íslenska, alþjóðleg væri meira við hæfi, en Valgeir Sigurðs- son stofnaði til hennar fyrir rétt rúmum tíu árum ásamt þeim Nico Muhly og Ben Frost. Fleiri lista- menn hafa síðan komið að útgáfunni og að forminu til er um nokkurs konar samyrkju- bú að ræða, með tiltölulega flötu innra starfi, þar sem enginn einn stígur fram sem framkvæmdastjóri, eigandi o.s.frv. Útgáfan hefur vegna þessa vakið töluverða athygli, sérstaklega utan landsteinanna, og hafa meira að segja verið skrifaðar fræðilegar greinar um fyrirbærið. Ein af ástæðunum fyrir þessari athygli er sterk fagurfræði alls þess sem umlykur útgáfuna og gildir þá einu hvort um tónlist eða umbúðir er að ræða. Minnir þetta einna helst á mektarmerki eins og 4AD. Útgefið efni dansar á mörkum tveggja heima, þess klassíska og hins popp- væna; rafbundin nútímatónlist, gríp- andi síðklassík, sveimbundin til- raunatónlist o.s.frv. Fólk með rætur í poppi/rokki, stikandi ákveðið um heim skrifaðrar tónlistar og öfugt. Valgeir hefur sjálfur látið til sín taka í þessum efnum og hefur gefið út eigið efni nokkuð stöðugt síðan útgáfan var sett á laggirnar. Ekví- libríum árið 2007, Draumalandið ár- ið 2010 og svo Architecture of Loss árið 2012 (hann og Nico Muhly gáfu þá út verkið Scent Opera í fyrra). Nýjasta verk hans, Dissonance, kom út í síðasta mánuði og í titlinum má finna nokkurs konar yfirlýsingu um hvernig Valgeir hefur nálgast sína tónlist. Sambræðsla hins ólíka, eitt- hvað sem getur gefið af sér spennu, rafmagn og hreinlega eitthvað sem á ekki að ganga upp en gerir það samt. Lífræn hljóð innan um staf- ræn, samhygð samfara einhverju sértæku, fætur niðri á jörðinni en andinn einhvers staðar lengst þarna uppi. Platan inniheldur þrjú verk; stór nokk og mikilúðleg. Í titillaginu Í ómstríðu algleymi Ljósmynd/Lilja Birgisdóttir t.a.m. leiða strengir framvinduna en um leið eru þeir brotnir upp, það er nuddast utan í þeim og þeir skældir á ríkan og áhrifamikinn máta. Platan var tekin upp á u.þ.b. einu ári, frá september 2015 og fram í nóvember 2016, í Gróðurhúsinu, hljóðveri Valgeirs. Dissonance verð- ur flutt á tónleikum á þessu ári og mun Liam Byrne (strengir) og An- tivj-hópurinn (sjónræn þáttur) veita Valgeiri liðsinni. » Sambræðsla hins ólíka, eitthvað sem geturgefið af sér spennu, rafmagn og hreinlega eitt- hvað sem á ekki að ganga upp en gerir það samt. Aldrei einn Valgeir Sigurðsson gaf nýlega út sína fjórðu breiðskífu, Dissonance. Valgeir Sigurðsson sendi fyrir stuttu frá sér nýja plötu, Dissonance, í gegn- um útgáfuna Bedroom Community. Eins og titillinn ber með sér byltast þar um hlutir sem eiga lítið skylt innbyrðis. En þó, þegar nánar er að gáð … Boðið verður upp á svonefnda „krílaklassík“ í Salnum í dag, laug- ardag, kl. 14, en um er að ræða síð- ustu fjölskyldustund vorsins hjá Menningarhúsunum í Kópavogi. Víóluleikarinn Guðrún Hrund Harðardóttir mun opna töfrakistur hljóðfæraleikarans. „Tónleikarnir eru ætlaðir yngstu börnunum í fylgd með fjölskyldumeðlimum á öllum aldri en krílaklassíkin fer fram í fordyri Salarins. Ætlunin er að skapa notalega stemningu og því tilvalið ef gestir hafa dýnu eða teppi meðferðis,“ segir í tilkynn- ingu frá skipuleggjendum. Þar kemur fram að líkt og á fyrri fjöl- skyldustundum Menningarhúsanna í vetur er aðgangurinn ókeypis. Morgunblaðið/Ómar Víóluleikari Guðrún Hrund Harðardóttir opnar töfrakistur hljóðfæraleikarans. Krílaklassík í Salnum í dag Borgarbúar nefnist sýning sem Guðrún Pálína Guðmundsdóttir opnar í Mjólkurbúðinni í Lista- gilinu á Akureyri í dag milli kl. 14 og 17. Verkin á sýningunni vann Pálína í Berlín í upphafi árs, en hún fékk til þess starfslaun mynd- listarmanna í hálft ár. „Frá árinu 1993 hef ég ein- göngu málað andlitsmyndir með áherslu á tjáningu tilfinninga gegnum litaval og pensilskrift en ekki á að gera eftirlíkingu af ein- hverri vissri manneskju. Efniviður sýningarinnar er fólk á förnum vegi í Berlín,“ segir Pálína um sýningu sína. „Í málverkum sínum reynir Pálína að hafa alla teikn- ingu sem einfaldasta og láta litina og kraft þeirra njóta sín sem best,“ segir í tilkynningu. Pálína nam myndlist fyrst í Gautaborg og svo 1982-89 í AKI í Enschede og Jan van Eyck Aka- demie í Maastricht í Hollandi. Hún hefur einnig BA- og meistara- gráðu í almennum málvísindum og hljóðfræði frá Háskólanum í Gautaborg. Hún er starfandi fræðslufulltrúi í Listasafninu á Ak- ureyri. Sýningin er opin um helgar milli kl. 14 og 17 en einnig eftir samkomulagi við sýnandann. Sýn- ingin stendur til 4. júní. Borgarbúar í Mjólkurbúðinni Andlitsmyndir Guðrún Pálína hefur frá árinu 1993 eingöngu málað andlitsmyndir. Hvað er á fjölunum? mbl.is/leikhus www.gilbert.is SJÓN ER SÖGU RÍKARI !SIF NART 1948 SÝND KL. 8 SÝND KL. 8, 10.20 Miðasala og nánari upplýsingar 5% SÝND KL. 2, 4, 6 SÝND KL. 2, 5, 8, 10.40 SÝND KL. 4.30 ÍSL. TAL ÍSL. TAL SÝND KL. 10.30SÝND KL. 2 ÍSL. TAL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.