Morgunblaðið - 27.05.2017, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2017
Mest seldu ofnar
á Norðurlöndum
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Breska lögreglan sagði í gær að hún
hefði handtekið „stóran hluta“ af sell-
unni sem skipulagði sjálfsvígsárásina
í Manchester síðastliðið mánudags-
kvöld. Átta manns eru nú í haldi lög-
reglunnar, en þeir eru sagðir á aldr-
inum 18 til 38 ára. Lögreglan í Líbíu
hafði fyrr í vikunni handtekið föður
og bróður árásarmannsins.
Breskir fjölmiðlar greindu jafn-
framt frá því í gær að „sprengjuverk-
smiðja“ hefði fundist heima hjá árás-
armanninum Salman Abedi, og
hermdu heimildir þeirra að þar hefði
verið að finna næg efni til þess að
framleiða nokkrar sprengjur til við-
bótar við þá sem notuð var á mánu-
dagskvöldið. Óttaðist lögreglan að
einhverjar þeirra kynnu að hafa lent í
höndum samverkamanna Abedis.
Var öryggisgæsla jafnframt hert í
Bretlandi, þar sem gert er ráð fyrir
því að fleiri árásir verði reyndar á
meðan Ramadan, hinn helgi mánuður
múslima, stendur yfir, þar sem Ríki
íslams hefur kvatt öfgamenn á sínum
snærum til þess að láta til skarar
skríða.
Kosningabaráttan í Bretlandi hófst
af fullum krafti á ný í gær. Jeremy
Corbyn, formaður Verkamanna-
flokksins, sagði í ræðu að undir sinni
stjórn yrði hætt við niðurskurð á
sjúkraþjónustu og löggæslu, og
gagnrýndi þannig stefnu Theresu
May forsætisráðherra þegar hún var
ráðherra innanríkismála. Sagði hann
jafnframt að Bretar þyrftu að hug-
leiða hvaða þátt utanríkisstefna
landsins hefði átt í að gera landið að
skotmarki hryðjuverkamanna. Gagn-
rýndu íhaldsmenn Corbyn harðlega
fyrir þau orð.
Baðst afsökunar á leka
Rex Tillerson, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, heimsótti Bretland
óvænt í gær, en tilgangur fararinnar
var sá að sýna samstöðu Bandaríkja-
manna með Bretum og að biðjast af-
sökunar á því að upplýsingum um
framgang rannsóknarinnar var lekið
í bandaríska fjölmiðla. Sagði Tiller-
son að Bandaríkjastjórn tæki á sig
alla ábyrgð en hann var vongóður um
að hið „sérstaka samband“ Bretlands
og Bandaríkjanna myndi standa af
sér þennan óheppilega atburð.
Óttast fleiri sprengjur
Breska lögreglan segist hafa fundið efni til sprengjugerðar á heimili Salmans
Abedi Búið að handtaka átta manns á aldrinum 18 til 38 Lekar valda óróa
Árás í Manchester
» Átta manns hafa verið
handteknir vegna ódæðisins
á mánudagskvöld.
» Mennirnir eru á aldrinum
18-38 ára. Lögreglan telur
sig hafa handtekið stóran
hluta sellunnar sem ber
ábyrgðina á árásinni.
» Rex Tillerson, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, fór í
gær til Bretlands og baðst
afsökunar á upplýs-
ingalekum. AFP
Minningarathöfn Blöðrum var sleppt í bænum Royton til þess að minnast
fórnarlambanna, en minningarathafnir fóru fram víða um Bretland í gær.
Leiðtogar sjö helstu iðnríkja heims hittust í gær í
Taormina á Ítalíu. Vel virtist fara á með þeim þegar
þessi mynd var tekin á milli fundahalda, en þar var
meðal annars rætt um samskipti ríkjanna við Rússland,
sem og afstöðu ríkjanna sjö til viðskipta og umhverf-
ismála, en Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem hér
sést fyrir miðju, er sagður hafa aðrar skoðanir á þeim
málum en félagar hans á fundinum.
AFP
Stund milli stríða á leiðtogafundinum
Jared Kushner,
tengdasonur og
ráðgjafi Donalds
Trump Banda-
ríkjaforseta,
sætir nú rann-
sókn bandarísku
alríkislögregl-
unnar FBI vegna
meintra tengsla
framboðs
Trumps við yfirvöld í Rússlandi.
Talsmaður Kushners sagði í gær
að hann myndi veita lögreglunni
allar þær upplýsingar sem hún vildi
fá. Þá væri hann einnig tilbúinn að
bera vitni fyrir þingnefnd Banda-
ríkjaþings sem nú kannar „Rússa-
málið“ svonefnda.
James Comey, fyrrverandi yfir-
maður FBI, lýsti gær einnig yfir
vilja sínum til þess að hitta nefnd-
ina á fundi.
Tengdasonurinn til
rannsóknar hjá FBI
Jared Kushner
BANDARÍKIN
Gríska lög-
reglan rannsak-
aði í gær bréfa-
sprengju, sem
send var á Lu-
cas Papademos,
fyrrverandi for-
sætisráðherra
Grikklands.
Særðist Papade-
mos auk tveggja
lífvarða þegar
bréfið var opnað um borð í bryn-
vörðum bíl hans. Var það Papade-
mos til happs að hann hélt hönd-
um sínum fjarri andliti sínu meðan
hann opnaði bréfið.
Var meðal annars til rann-
sóknar hvort nýjum öryggis-
reglum hefði verið fylgt, en þær
voru settar eftir hliðstæðar árásir
í mars.
Bréfasprengja særir
Papademos
Lucas Papademos
GRIKKLAND
Að minnsta kosti 92 létust og um
110 manns eru týndir í Sri Lanka
eftir að flóð og aurskriður skullu á
eyjunni. Þá hafa um 60.000 manns
neyðst til þess að yfirgefa heimili
sín vegna flóðanna.
Samkvæmt yfirvöldum hefur
monsúntíminn verið óvenjuslæmur
í ár, en met var slegið í ofankomu í
vikunni. Mun hjálparstarf vera haf-
ið, en erfitt er að komast að mörg-
um stöðum á eyjunni vegna flóð-
anna.
Sri Lanka hefur beðið alþjóða-
samfélagið um aðstoð vegna flóð-
anna og voru Indverjar fyrstir til
þess að svara kallinu. Sendu þeir
tvö skip með hjálpargögn og lækna-
teymi innanborðs.
Margir látnir í flóð-
um og aurskriðum
SRI LANKA
Utanríkisráðuneyti Eistlands til-
kynnti í gær að tveimur starfs-
mönnum rússneska sendiráðsins
hefði verið vísað úr landi vegna
gruns um njósnir. Atvikið er talið
geta varpað enn frekari skugga á
samskipti Rússlands við ríki Atl-
antshafsbandalagsins.
Fjöldi njósnamála í Eistlandi hef-
ur aukist á síðustu mánuðum og var
rússneskur ríkisborgari nýlega
dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að
hafa njósnað fyrir GRU, njósna-
stofnun rússneska hersins.
Utanríkisráðuneyti Rússlands
sagði í tilkynningu sinni að þetta
skref væri „ögrandi og ástæðu-
laust“. Lofaði ráðuneytið því að
brottvísuninni yrði svarað með við-
eigandi hætti.
Samskipti Rússa og Eista hafa
verið spennuþrungin síðustu mánuði
og hafa Eistar kvartað undan tíðum
heræfingum Rússa við landamæri
sín síðan Úkraínudeilan hófst fyrir
þremur árum.
Rússum
vísað úr
Eistlandi
Tveir sendistarfs-
menn sendir heim