Morgunblaðið - 27.05.2017, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.05.2017, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2017 Trjáklippingar Trjáfellingar Stubbatæting Vandvirk og snögg þjónusta Sími 571 2000 | hreinirgardar.is Mikil alþjóðleg vakning hefur síðustu árin orðið fyrir því að við verðum að virða, vernda og hlúa að líf- ríkinu í kringum okk- ur: Dýrum hvers kon- ar, á landi, í lofti og til sjávar, jurtum og plöntum – allri flór- unni – svo og að landi, vatni og lofti. Eitt er það að við berum til- hlýðilega virðingu fyrir því stór- kostlega lífríki, sem okkur hefur verið lagt til, annað er það, að án þessa lífríkis værum við sjálf ekki til: Það verður engin varanleg vel- ferð manna án þess, að velferð líf- ríkisins sé jafnframt tryggð. Við bætist, að stór hluti lífver- anna í kringum okkur er í grund- vallaratriðum skapaður eins og við: Eru bræður okkar og systur, aðeins með aðra stærð eða annað líkamsform en við. Menn leyfa sér að gera tilraunir á dýrum, jafnvel kvelja þau og drepa, til að fá svör við spurn- ingum um sjúkdóma og vandamál manna. Það má jafnvel nota nið- urstöður tilrauna á músum eða rottum og yfirfæra þær á mann- fólkið í baráttunni við kvilla og sjúkdóma. Hvað segir það um hin nánu tengsl okkar við dýrin? Nánast búið að útrýma hinum háþróuðu risum úthafanna Snemma á síðustu öld voru um 500.000 hvalir í úthöfum heims. Eftir seinni heimsstyrjöld hófst stórsókn á hendur þessum bless- uðu og stórkostlegu en varnar- lausu verum, þannig að um 1970 var heildarstofn hvala um allan heim orðinn aðeins um 40-50.000. Á síðustu stundu greip Alþjóða- hvalveiðiráðið í taumana og bann- aði allar hvalveiðar í atvinnuskyni, en því miður reyndust þrjár þjóðir skilningslausar á ástandið og til- finningalausar gagnvart þeirri ómannúðlegu eyðileggingu á lífríki úthafanna sem hér var að eiga sér stað: Japanir, Norðmenn og Ís- lendingar. Hefur hvölum því ekki fjölgað mikið á síðustu 30 árum, þrátt fyrir friðun. Hvalir eru taldir kenna hver öðrum og læra hver af öðrum, vinna saman, bindast nánum vina- og fjölskylduböndum, gleðjast og hryggjast, kvíða fyrir og hræðast og syrgja, þegar sorg ber að höndum. Smáhvalirnir, einkum höfrungar en líka hrefnur, eru þekktir fyrir allskonar flókna leiki – höfrungar virð- ast jafnvel geta slegið manninn út í ýmsum þrautum – og eru þetta því lífverur á háu þroska-, vitundar- og tilfinningastigi. Hvalirnir gefa líf- ríki hafsins mun meira en þeir taka Nýlegar rannsóknir haffræðinga og hvalasérfræðinga, sem birtust í síðasta mánuði – Gísli Víkingsson, aðalsérfræðingur Hafrannsóknastofnunar, stóð með öðrum vísindamönnum að þessum rannsóknum – sýna og sanna, að sterkir hvalastofnar styðja við vistkerfið og byggja undir aðra stofna sjávardýra og fiska. Kenn- ingin um, að veiða þurfi hvali til að vernda nytjafiskistofna stenzt því ekki. Er hér um hringrásina í lífkerfinu að ræða, þar sem fjöl- margar lífverur lifa og þrífast á úrgangi hvala og hvalshræ á hafs- botni næra mikinn fjölda neð- ansjávardýra. Um hálf milljón ferðmanna mun njóta hvalaskoðunar í ár Þúsundir Íslendinga hafa starf og góðar tekjur af hvalaskoðun ferðamanna. Er það gott mál. Í fyrra nutu 354.000 ferðamenn hér friðsamlegrar hvalskoðunar. Í ár gætu þetta orðið 500.000 manns. Ef þessir ferðamenn vissu að við værum bak við tjöldin að murka líftóruna úr þessum fallegu og friðsömu risum úthafanna, meira að segja á brostnum og glórulaus- um efnahagslegum forsendum, en Hvalur hf. er nú sagður sitja uppi með hundruð tonna af óseldu og óseljanlegu hvalakjöti, er hætt við að þel manna mundi snúast. Reikna má með að tekjur lands- manna af friðsamlegri hvala- skoðun ferðamanna muni nema 5-6 milljörðum króna í ár, sem er auðvitað gífurleg búbót fyrir ferðaþjónustuna. Eftir því sem bezt verður séð, eru tekjur af hvaladrápi nú aðeins um 4-5% af tekjunum. Það væri því nánast óðs manns æði, að láta hagsmuni hval- veiðanna ganga fyrir hagsmunum hvalaverndunar og friðsamlegrar nýtingar hvala. Enn á að fara að drepa hrefnur, jafnvel fyrir framan nefið á okkur hér á Faxaflóa. Að þessu stendur útgerðarfyrirtæki í Hafnarfirði, sem gerir út tvo báta í þessu skyni. Á nú helzt að drepa um 50 dýr. Mörg þessara dýra – kven- dýrin – munu vera kelfd og er því með drápi þeirra verið að drepa tvær kynslóðir dýra; kýr og fóst- ur. Ljótur leikur, sem við verðum að vona að okkar ágæti sjáv- arútvegsráðherra, Þorgerður Katrín, stöðvi. Að slepptum mannúðar- og dýraverndunarsjónarmiðum – sem þó ættu að vega þungt hjá menningarþjóð – vaknar sú spurn- ing, hvernig það megi vera, að gíf- urlegum hagsmunum fjölda hvalaskoðunarfyrirtækja skuli vera stefnt í voða vegna hagsmuna smáfyrirtækis í Hafnarfirði. Svo að ekki sé nú talað um ímynd og orðspor Íslendinga erlendis. Endanleg og full friðun hvala væri heimsfrétt Ef við Íslendingar, sem gömul veiðimannaþjóð, tökum nú af skar- ið og friðum alla hvali, hrefnur og höfrunga – líka seli, sem eru í al- varlegri útrýmingarhættu – myndi það vekja jákvæða athygli um all- an heim, og hvetja aðra til dýra- og umhverfisverndar. Í stað and- úðar og óvildar myndu milljónir manna um allan heim, sem elska hina friðsömu risa úthafanna – svo að ekki sé talað um höfrungana – fyllast þakklæti og góðvild til Ís- lendinga. Betri auglýsingu fyrir land og þjóð væri ekki hægt að fá! Þorgerður Katrín, við treystum á þig! Það verður að stöðva frekara hvaladráp við Íslandsstrendur Eftir Ole Anton Bieltvedt Ole Anton Bieltvedt Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslu- maður og stjórnmálarýnir. »Reikna má með að tekjur landsmanna af friðsamlegri hvala- skoðun ferðamanna muni nema 5-6 millj- örðum króna í ár ... Árið 1995 féllu tvö mannskæðustu snjó- flóð Íslandssögunnar á Vestfjörðum sem hrifsuðu með sér 34 mannslíf. Fjórtán lét- ust í Súðavík nóttina 16. janúar 1995 og tuttugu á Flateyri nóttina 26. október sama ár. Meðal lát- inna var fjöldi barna. Flóðin ristu djúp spor í samfélög okkar Vestfirðinga og hafa sett mark sitt á alla eftirlifendur flóð- anna með einum eða öðrum hætti. Það var ekki sjálfgefið að byggð- irnar lifðu af náttúruhamfarirnar enda hjuggu flóðin stórt skarð í íbúafjölda tveggja lítilla og við- kvæmra þorpa. Það var heldur ekki sjálfgefið að allir hefðu löngun til að lifa áfram eftir ástvinamiss- inn. Allar stundir ævi minnar ertu nálæg, hjartans lilja. Þó er næst um næðisstundu návist þín og angurblíða, ástarljós og endurminning. Allar stundir ævi minnar, yndistíð og harmadaga, unaðssumur, sorgarvetur sakna ég og minnist þín. Svo kvað Hulda í ljóði sínu Sorg. Við lifum og minnumst látinna ást- vina. Í kjölfar hamfaranna 1995 hófumst við handa við uppbygg- ingu á ný. Það er ekki síst að þakka djúpri vináttu sem við Ís- lendingar eigum við Færeyinga sem sýndu kærleik sinn í verki með eftirminnilegum hætti með landssöfnun í þágu Vestfirðinga. Á þeim tíma voru erfiðir tímar í efna- hagslífi Færeyinga. En það kom ekki í veg fyrir að þeir réttu okkur styrka hjálparhönd. Fyrir þeirra tilverknað reistum við tvo nýja og glæsilega leikskóla fyrir börnin í Súðavík og á Flateyri. Fyrir þá höfðinglegu gjöf og til að ítreka vináttuna sýndu Súðavík- urhreppur og Ísafjarðarbær Fær- eyingum þakklætisvott sinn 9. maí þegar við, fulltrúar sveitarfélag- anna, héldum til Þórshafnar þar sem við afhentum Anniku Olsen, borgarstjóra Þórshafnar, fyrir hönd færeysku þjóðarinnar fallegt og tilkomumikið listaverk eftir Jón Sigurpálsson. Verkið heitið Tveir vitar og stendur á fallegum hól gegnt Vesturkirkjunni í Þórshöfn þar sem það nýtur sín til fulls. Vit- arnir endurspegla trausta vináttu og sérstakt samband þessara harð- býlu eyþjóða við Norður-Atlants- haf. Landssöfnun Færeyinga kom sem ljós inn í myrka sál Vestfirð- inga eftir hamfarirnar og til þess skírskotar meðal annars listaverk- ið. Vitarnir og ljósið í þeim er tákn um lífsbjörg, hjálp og öruggt skjól. Þeir lýsa okkur leiðina, ekki síst um dimma daga og erfið veður. Kveikjan að verkinu er hið órjúf- anlega samband þjóðanna og skyldleiki okkar frá landnámi eyjanna eins og lýst er í Fær- eyingasögu sem rituð var á Íslandi. Kærleiksríkt vinarþelið undirstrik- aði listamaðurinn í nafni verksins sem ritað er eins á ís- lensku og færeysku. Frá skrifstofu minni á Súðavík horfi ég á framtíðina róla sér á lóð leikskólans. Á hverjum degi virði ég fyrir mér iðandi lífið, leikandi vaxtarsprota samfélags okkar. Gjöf- in sem geymir framtíð Súðavíkur sér til þess að sveitarfélagið lítur nýjan morgundag á hverjum degi þar sem kynslóðir vaxa upp. Leikskólinn er hjartað í samfélaginu, framlag Færeyinga til Vestfirðinga sem seint eða aldrei verður fullþakkað. Ég flyt Færeyingum kveðju frá Vestfjörðum, samhug, vinafaðmlag og þakklæti frá Súðavíkurhreppi. Eftir Pétur Georg Markan Pétur Georg Markan Höfundur er sveitarstjóri Súðavík- urhrepps. Vinarþel Færeyinga aldrei fullþakkað Ljósmynd/Halldóra Pétursdóttir Tveir vitar Listaverk eftir Jón Sig- urpálsson sem Færeyingar fengu að gjöf frá Súðavíkurhreppi og Ísa- fjarðarbæ. » Landssöfnun Fær- eyinga kom sem ljós inn í myrka sál Vestfirð- inga eftir hamfarirnar og til þess skírskotar meðal annars listaverk- ið Tveir vitar. Viðskipti Fasteignir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.