Morgunblaðið - 27.05.2017, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2017
Krúttlegir kettlingar Þessir krúttlegu kettlingar litu nýlega dagsins ljós og horfa í forundran á heiminn.
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Þeir eru svo svakalega blíðir,þeir eru oft kallaðir blíðurisarnir (e. gentle giants).Ég varð bara ástfangin
enda mikil kattakona,“ segir Rósa
Jónsdóttir, keflvískur risakattarækt-
andi, en hún hóf ræktun fyrir tæpum
sjö árum. Kettirnir eru af tegundinni
Maine Coon en nafnið er dregið af
upprunastað kattanna, Maine-ríki í
Bandaríkjunum. „Margir halda að
þetta sé blanda af Bobcat og húsketti,
ég tel að þeir hafi orðið til í nátt-
úrunni en það eru til ýmsar útgáfur
af því hvernig þeir urðu til,“ segir
Rósa sem að staðaldri er með sjö
ketti inni á heimilinu.
Maine Coon-kettirnir eru
stærstu kettir veraldar en þeir hafa
oft verið kallaðir „hundar katta-
stofnsins“. Stærstu kettirnir eru
tæplega tvöfalt stærri en venjulegir
kettir og geta náð allt að 120 cm
lengd og 10 kg þyngd.
Vinsældir aukist mikið
Kettirnir komu fyrst til landsins
fyrir 14 árum og hafa vinsældir
þeirra aukist. „Maine Coon er vinsæl-
asta tegund heims ásamt norska
skógarkettinum, þeir eru víðs vegar
um Bandaríkin og Evrópu ásamt því
að þeir eru alltaf að verða vinsælli
hér heima,“ segir Rósa. Hún segist
hafa orðið vör við miklar vinsældir
kattanna, „það er nánast alltaf biðlisti
hjá mér, ég er til dæmis í goti núna
og er strax búin að selja fimm af sex
köttum,“ segir Rósa en eitt stykki af
Main Coon-ketti kostar 140 þúsund
krónur. Kettirnir eru seldir sem inni-
kettir og geta verið á heimili þar sem
önnur dýr eru, „við höfum orðið vör
við að fólk alls staðar að er að kaupa
kettina og ég hef sérstaklega tekið
eftir því að fólk með hund hefur
ákveðið að fá sér svona kött líka,“
segir Rósa. Þeir sem hafa áhuga á að
eignast Maine Coon-kött geta haft
samband í gegnum Facebook, „við
tökum við fyrirspurnum um kettina á
Facebook-síðunni okkar, kettirnir
eru afhentir 12 vikna gamlir og við af-
hendingu erum við búin að orm-
hreinsa, örmerkja, gelda og bólusetja
þá,“ segir Rósa og bætir við að allir
kettirnir séu hreinræktaðir.
Kettirnir hændir að mönnum
Kettirnir eru miklar félagsverur
og segir Rósa að það þýði lítið að
skilja þá eftir eina, „það er ekkert
hægt að skilja þá eftir, þeir eru mikl-
ar félagsverur og það má segja að
þeir verði bara hálfþunglyndir ef þeir
eru einir í nokkra daga,“ segir Rósa.
Hún segir að kettirnir séu afskaplega
miklir mannvinir og bendir á að fólk
sem er með kattaofnæmi þurfi ekki
endilega að vera með ofnæmi fyrir
Maine Coon-köttum. Sonur Rósu
hefur alla tíð verið með kattaofnæmi
en getur umgengist Maine Coon-
ketti heimilisins án nokkurra vand-
ræða. „Sonur minn hefur alltaf verið
með slæmt kattaofnæmi en þetta eru
einu kettirnir sem hann getur um-
gengist án þess að fá ofnæmi,“ segir
Rósa.
Fyrst og fremst áhugamál
Rósa hóf upphaflega ræktun
með vinkonu sinni en þegar hún flutti
á brott þurfti hún að finna nýtt nafn á
ræktunina, fyrir valinu varð nafnið
Amazing Elva’s, til heiðurs systur-
dóttur Rósu. „Ég var í samstarfi við
vinkonu mína en þegar hún flutti til
Danmerkur varð ég að koma með
nýtt nafn á ræktunina, systurdóttir
mín sem aðstoðaði mig alltaf með got
vildi að ég myndi velja alveg spes
nafn. Hún lést í bílslysi fyrir tæpum
fimm árum síðan og þá ákvað ég að
nefna ræktunina Amazing Elva’s
henni til heiðurs,“ segir Rósa. Hún
segir að fyrst og fremst sé ræktunin
áhugamál, „ég starfa við að rækta
kettina en það er ekki mikið upp úr
þessu að hafa, við lítum á þetta sem
áhugamál hérna á heimilinu,“ sagði
Rósa að lokum.
Ræktar risaketti í Reykjanesbæ
Rósa Jónsdóttir risakattaræktandi hefur ásamt fjölskyldu sinni ræktað risaketti af tegundinni Maine Coon í tæp sjö ár. Á heimili fjölskyldunnar
eru að staðaldri sjö kettir en þessa dagana eru kettirnir þrettán talsins. Kettirnir geta orðið allt að tvöfalt stærri en venjulegir kettir og hafa þeir
stærstu náð 120 cm lengd. Upphaflega eru kettirnir frá Maine í Bandaríkjunum en hafa á undanförnum árum vaxið að vinsældum.
Kattaræktandi Rósa Jónsdóttir með Ásu og verðlaunagripi hennar.
Kim Kardashian Einn af mörgum köttum sem komið hafa undan Ásu, sem er verðlaunalæða af Maine Coon-tegundinni. Þessi heitir eftir raunveruleikastjörnunni Kim Kardashian.
Fullvaxinn Virðulegur fullvaxinn köttur.
Mannvinur Maine Coon-kettirnir eru miklir mannvinir og afskaplega gæfir.
Morgunblaðið/Ágústa Kristín Bjarnadóttir
Það eru ekki til neinar skýringar
á uppruna Maine Coon-kattanna,
einungis getgátur og sögur. Ein
sagan segir að Marie Antoinette,
drottning Frakklands sem tekin
var af lífi árið 1793, hafi flutt
kettina til Bandaríkjanna. Sagan
segir að Marie hafi ætlað sér að
flýja frá Frakklandi með aðstoð
skipstjórans Samuel Clough og
hafi fyllt skip sem hún fékk hjá
Samuel af sínum verðmætustu
eignum, þar á meðal sex af henn-
ar uppáhaldsköttum ættuðum frá
Tyrklandi. Þrátt fyrir að hún hafi
aldrei komist til Bandaríkjanna
segir sagan að kettirnir hafi kom-
ist heilu og höldnu til Maine þar
sem þeir þróuðust yfir í Maine
Coon-tegundina.
Drottningin og risakettirnir
ÝMSAR GETGÁTUR ERU UM UPPRUNA KATTANNA