Morgunblaðið - 27.05.2017, Blaðsíða 45
DÆGRADVÖL 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2017
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Óvænt daður kann að gleðja og jafn-
framt rugla þig í ríminu í dag. Tví- og þrítékk-
aðu viðfangsefnin til þess að vera viss um að
eyða tíma í það sem þú hefur áhuga á.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú vildir alveg hafa fleira fólk þér við
hlið. Reyndu að ná jafnvægi milli þess sem þú
vonar og hvað getur í raun gerst.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Leitaðu á vit góðrar bókar eða
skemmtilegrar bíómyndar ef þú ert eitthvað
dapur. Slíkt myndi hafa hressandi áhrif og
hjálpa þér til þess að ná takmarki þínu.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það er gott og blessað að hafa áhrif á
fólk með framkomu sinni. Umburðarlyndi þitt
hefur aukist og þú finnur til velvildar í garð
samferðamanna þinna.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Sumar skoðanir eru eins og gamlir
sokkar með gati sem maður geymir af göml-
um vana þótt tærnar standi út úr þeim. Ekki
vera hrædd/ur við breytingar, þær eru oft af
hinu góða.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú hefur lagt hart að þér og ert nú að
undirbúa að kynna eigin hugmyndir um lausn
mála. Biddu vini um hjálp, og leyfðu þeim í al-
vöru að hjálpa þér.
23. sept. - 22. okt.
Vog Lokaðu þig ekki af frá umheiminum þótt
þú sért ekki upp á þitt besta. Lagaðu þetta á
stundinni svo enginn misskilningur eyðileggi
samstarf þitt við aðra.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú hefur þurft að sleppa hend-
inni af ýmsu á liðnum árum og orðið hafa
kaflaskipti í lífi þínu. Slappaðu bara af og
haltu þínu striki.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Næstu mánuðir henta vel til að
ganga frá málum sem tengjast erfðum,
tryggingum, skuldum og sköttum. Vertu vina-
leg/ur við einhvern í dag.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Lífið gæti verið auðveldara ef álit
vissrar manneskju myndi ekki skipta þig máli.
Ruglingurinn kemur líklega til af misskilningi í
samskiptum og er, þegar upp er staðið, eng-
um að kenna.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Mörg stórmál bíða afgreiðslu
þinnar svo þú skalt bretta upp ermarnar og
ganga hiklaust til verks. Annars kann tæki-
færið að glatast.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Ástin getur komið til manns á ólíkleg-
ustu stöðum – í kjörbúðinni eða bankanum.
Taktu á móti hlutum með opnum huga og
gæfan gæti snúist þér í hag.
Frétt vikunnar er sannarlegaopnun verslunarinnar Costco á
Íslandi. Maki Víkverja er búinn að
sækja um kort á netinu fyrir tvo og
verður Víkverji því líka aðili. Við
erum ekki enn búin að heimsækja
verslunina en Víkverji hefur geng-
ið í Facebook-hópinn „Keypt í
Costco Ísl.- Myndir og verð“ til að
hita upp fyrir fyrstu búðarferðina.
x x x
Óhætt er að segja að mikill áhugisé á Costco en þegar þetta er
ritað síðdegis á föstudegi eru
41.645 í hópnum. Þetta hlýtur að
vera með stærri íslensku Facebo-
ok-hópum sem til eru. Í hópnum
hjálpast fólk að og skiptist á upp-
lýsingum. Margir eru búnir að fara
eina ferð eða fleiri og geta svarað
spurningum þeirra sem enn eiga
eftir að heimsækja Kostakjör eins
og Víkverji leyfir sér að kalla
verslunina á íslensku.
x x x
Fólk er hissa yfir því hvað verðiðsé lágt í búðinni og þarna hefur
einnig myndast ákveðin samstaða
milli fólks, fólks sem er í senn
þreytt og hneykslað á því að það
skuli hafa verið okrað á því árum
saman. Margar búðir eru strax
búnar að lækka verðið hjá sér á
öllu frá þekktum eldhúsvörum yfir
í jarðarber. Costco-áhrifin eru
byrjuð að koma fram og megi þau
verða sem mest og vara sem
lengst.
x x x
Nú er bara að taka til í búrinu,tæma skottið og keyra í
Garðabæinn. Það er nóg komið af
því að láta svindla á sér. Víkverji
getur hreinlega ekki beðið eftir því
að berja dýrðina augum. Hvernig
er það, er Costco-tryggingafélagið
ekki til? Eða Costco-bankinn? Vík-
verji væri í það minnsta til í að eiga
viðskipti við þau fyrirtæki.
x x x
Eitt að lokum. Á meðan þessipistill var skrifaður fjölgaði fé-
lögum í Costco-hópnum á Facebo-
ok um hvorki fleiri né færri en 366
manns og eru þeir nú 42.011. Hvað
skyldu þeir vera orðnir margir á
morgun? vikverji@mbl.is
Víkverji
Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á
vegum mínum
(Sálm. 119:105)
LANGVIRK SÓLARVÖRN
ÞOLIR SJÓ, SUNDOG LEIK
www.evy.is
Grunnformúlan er læknisfræðilega skráð.
Engin paraben, engar nanóeindir, ilm- eða litarefni.
NÝTT NAFN
UVA
Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson:
Um bæjarhlað er brautin sú.
Bikar henni stendur á.
Í tóbakshorni er tappi sá.
Tilheyrum slíkum ég og þú.
Árni Blöndal svarar:
Svarið verður slétt og rétt
(slunginn er nú drengur !)
Ávallt var mér lausnin létt:
Loka svarið er því STÉTT.
Helgi R. Einarsson svarar:
Finnst mér þessi frekar létt
og fullyrði að lausn sé rétt.
Þetta er ósköp fánýt frétt,
en fyrirbærið tel ég stétt,
Sjálfur skýrir Guðmundur
gátuna þannig:
Bæjarstéttin er bein og slétt.
Bikar undir stétt er sú.
Í tóbakshorni er tappi stétt.
Tilheyrum stéttum ég og þú.
Því næst er limra:
Hann Falur gaf Freymóði á hann,
svo flatur á stéttinni lá hann
öngviti í
og upp frá því
var ekki sjón að sjá hann.
Og að síðustu leggur Guðmundur
fyrir nýja gátu og verða svör að
berast eigi siðar en á miðvikudag:
Brosti sól á himni hlý,
hafði ég mig spjarir í,
greindi hvergi skúraský,
í skyndi varð til gáta ný:
Gripur harla góður er.
Gengu menn til dóma þar.
Með þeim fjölgar maður sér.
Munúð þarna stunduð var.
Helgi R. Jónsson skrapp austur
að Bustarfelli í Vopnafirði um sauð-
burðinn og orti „Krummavísur“ en
hvolpur var nýkominn á bæinn:
Lítill hvolpur er kátur,
Krummi heitir sá.
Engra er eftirbátur,
allt hann getur og má.
Flugur og fugla eltir,
furðuleg veröldin er.
Óvart að einhverju geltir
alsæll og leikur sér.
Þessa stöku kallar Helgi „Sælu“:
Þegar lítil leika sér
lömbin út í haga,
sæla ríkir, sýnist mér.
Sólskin alla daga.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Hver dregur dám
af sinni stétt
Í klípu
„ÉG HELD AÐ HONUM SÉ ALVARA
Í ÞETTA SINN.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉG HELD AÐ ÞÚ MUNIR KOMAST AÐ ÞVÍ, HERRA, AÐ
BÆKLINGURINN OKKAR SEGIR AÐ „STRÖNDIN ER
ÖRUGG“. ÞÚ HLÝTUR AÐ HAFA HÆTT ÞÉR ÚT Í VATNIÐ.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að horfa á hann fara
í fyrsta einkaflugið.
HVAÐ ER
ÞETTA?
ÉG HEF
BARIST VIÐ…
…HERI, ÓFÉTI,
DJÖFLA, RISA, TRÖLL
OG KÝKLÓPA!
EN AÐEINS EINN
ANDSTÆÐINGUR
HEFUR MÍNA
EILÍFU VIRÐINGU…
SKÁLUM FYRIR
TENGDAMÖMMU
MINNI!
ER ÞETTA…
BLUNDUR?
JÁ, ÞAÐ
ER ÞAÐ