Morgunblaðið - 27.05.2017, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2017
VEISLUÞJÓNUSTA
MARENTZU
www.marentza.is - 553 8872 - info@marentza.is
Allar gerðir af veislum
sérsniðnar að þínum þörfum
• Fermingarveislur • Brúðkaup
• Erfidrykkjur • Veitingar fyrir fundi
• Móttökur • Útskriftir
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Hugsanlegur flugvöllur í Hvassa-
hrauni yrði á helsta vatnsverndar-
svæði Suðurnesja. Því þyrfti að rann-
saka umhverfisáhrif mjög vel áður en
teknar væru ákvarðanir um mögu-
legar framkvæmdir á svæðinu.
Þetta segir Ólafur Þór Ólafsson,
forseti bæjarstjórnar í Sandgerði og
formaður Svæðisskipulags Suður-
nesja. Hann segir svæðisskipulagið
sjálfstætt samstarfsverkefni sveitar-
félaga á Suðurnesjum, með aðkomu
Skipulagsnefndar Keflavíkur-
flugvallar og Landhelgisgæslunnar.
„Það eru skilgreind vatnsverndar-
svæði í Svæðisskipulagi Suðurnesja.
Hvassahraunið liggur á vatns-
verndarsvæði á svokölluðu fjarsvæði
vatnsverndar. Það eru takmarkanir á
því hvers konar starfsemi má fara
fram á vatnsverndarsvæði. Vænt-
anlega þyrfti skipulagsbreytingar ef
eitthvað ætti að hreyfa það svæði,“
segir Ólafur Þór.
Takmarkanir á grannsvæðum
„Það skiptir máli hvort um er að
ræða grannsvæði eða fjarsvæði
vatnsverndar. Það eru frekari tak-
markanir á grannsvæði en fjar-
svæði,“ segir Ólafur Þór.
Hann bendir svo á að allt svæðið
austan Reykjanesbrautar á svæði
Suðurnesja sé vatnsverndarsvæði;
hraunið sem er á vinstri hönd þegar
Reykjanesbraut er ekin frá álverinu í
Straumsvík og í suðurátt.
Þá segir hann það koma fram í
ábendingu frá Heilbrigðiseftirliti
Suðurnesja að fjarsvæði á vatns-
verndarsvæðinu í sveitarfélaginu
Vogum hafi „mikið verndargildi sem
mögulegt framtíðarvatnsból“.
„Fyrir utan að grunnvatns-
straumar sem liggja undan Reykja-
nesinu og til vesturs renna allir eftir
þessum leiðum. Heilbrigðiseftirlitið
segir að á fjarsvæðum skuli gæta
fyllstu varúðar í meðferð efna.
Stærri geymsluhylki eru til dæmis
bönnuð á slíku svæði. Síðan getur
Heilbrigðisnefnd Suðurnesja gefið
frekari fyrirmæli um takmarkanir á
umferð og byggingu mannvirkja á
slíku svæði.
Hvað varðar vangaveltur um flug-
völl í Hvassahrauni er það væntan-
lega verkefni sem þarf að setjast sér-
staklega yfir, þá hvað felst í flugvelli
og hvernig hann passar á slíkt svæði.
Tilfinning okkar hér suður frá er sú
að eitt og annað muni koma upp í
slíkri skoðun og að erfitt sé að vera
með flugvöll á vatnsverndarsvæði,“
segir Ólafur Þór.
Skipulagið þarf að meta stöðuna
Hann segist aðspurður ekki ætla
að útiloka að flugvöllur komi til
greina í Hvassahrauni vegna þessa.
Hann „sjái þó ýmsa erfiðleika sem
kæmu upp í slíku verkefni“.
„Allt neysluvatn á Suðurnesjum
rennur þarna undir og við hér suður-
frá hljótum að fara vandlega yfir það
hvaða mannvirki geta risið á slíku
svæði. Þá hvort sem það er sveitarfé-
lagið Vogar sem hefur skipulags-
valdið eða við hjá Samtökum sveitar-
félaga á Suðurnesjum í gegnum
svæðisskipulagið,“ segir hann.
Svonefnd Rögnunefnd, stýrihópur
ríkis, Reykjavíkurborgar og Ice-
landair, skilaði því áliti 2015 að
Hvassahraun væri besti kosturinn
fyrir nýjan innanlandsflugvöll. Er nú
jafnvel rætt um alþjóðaflugvöll.
Icelandair vinnur að skýrslu um
flugskilyrði í Hvassahrauni. Þær
upplýsingar fengust að skýrslan væri
í vinnslu. Félagið væri að gera veður-
farsrannsóknir. „Við gerum ráð fyrir
að þessar athuganir og úrvinnslan
taki einhverja mánuði í viðbót,“ sagði
Pétur Þ. Óskarsson, frkv.stj. sam-
skiptasviðs hjá Icelandair.
Flugvöllur gæti
ógnað vatnsbóli
í Hvassahrauni
Hugsanlegt flugvallarstæði yrði á
vatnsverndarsvæði sem krefst varúðar
Hugsanlegt
flugvallarstæði
Hvassahraun
Reykjavík
Hafnarfjörður
Grunnkort/Loftmyndir ehf.
Stjórnarliðar og stjórnarandstæð-
ingar á Alþingi virðast flestir vera
þeirrar skoðunar að Alþingi eigi að
geta lokið þingstörfum, samkvæmt
starfsáætlun, en áætlunin miðar við
að síðasti dagur þinghalds fyrir
þinghlé verði miðvikudagurinn 31.
maí.
Samkvæmt samtölum við stjórnar-
liða og stjórnarandstæðinga í gær
var meginniðurstaðan sú að hægt
væri að standa við starfsáætlunina,
en jafnframt voru alvarlegar efa-
semdir í röðum beggja, að sú yrði nið-
urstaðan.
„Það eru tvö mál, sem geta komið í
veg fyrir að við klárum þingið í næstu
viku,“ sagði þingmaður Framsóknar-
flokksins. „Annars vegar er það bull-
ið í kringum áfengisfrumvarpið, sem
þingflokkur Framsóknarflokksins
mun aldrei samþykkja, og hins vegar
er það frumvarp félagsmálaráðherra
um lögfestingu jafnlaunavottunar.“
Með óbragð í munni
Þingmenn sem rætt var við telja
margir að fjöldi þingmanna á mæl-
endaskrá um fjármálaáætlunina dag
eftir dag sé ekki endilega vísbending
um að málþóf um hana eigi að standa
langt fram á sumar. Stjórnarand-
stöðuþingmenn segjast vilja að það
verði afar skýrt, þegar áætlunin kem-
ur til atkvæðagreiðslu, að ýmsir
stjórnarþingmenn muni á endanum
samþykkja áætlunina í atkvæða-
greiðslunni, með óbragð í munninum.
Það megi glöggt lesa út úr áliti meiri-
hluta fjárlaganefndar.
Hvað varðar jafnlaunavottunina
voru viðmælendur, bæði úr röðum
stjórnarliða og stjórnarandstæðinga,
þeirrar skoðunar að hugsanlega verði
hægt að ná samstöðu, ef sú leið verð-
ur farin að seinka gildistöku jafn-
launavottunar, m.a. þannig að fyrsta
árið sem lögin verði í gildi, taki hún
aðeins til starfsfólks stjórnarráðsins
og fyrirtækja með 250 starfs-
menn eða fleiri.
Annað árið sem lögin
verði í gildi nái þau til
allra ríkisstofnana og fyr-
irtækja með 150 til 250
starfsmenn. Og þriðja
árið sem lögin verði í gildi
komist vottunin að fullu í
framkvæmd.
Ekki er þó talið
víst að sam-
staða náist
um
þetta.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Alþingi Birgir Ármannsson, Smári McCarthy, Steingrímur J. Sigfússon og Logi Einarsson á Alþingi í gær.
Geta lokið störfum
samkvæmt áætlun
Stefnt er að þinglokum á miðvikudag eða fimmtudag
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins eru engar líkur á að
áfengisfrumvarpið, sem tók
miklum breytingum í afgreiðslu
meirihluta allsherjar- og
menntamálanefndar Alþingis,
komi til afgreiðslu á þinginu,
sem til stendur að geri hlé á
störfum sínum um mán-
aðamótin.
Þetta hefur Morgunblaðið
úr röðum stjórnarand-
stöðuþingmanna, sem
sögðu sumir í gær, að þeir
væru reiðubúnir að sitja á
Alþingi langt fram á sumar,
ef það þyrfti til þess að
koma í veg fyrir að málið
fengi afgreiðslu.
A.m.k. einhverjir
stjórnarliðar átta sig á
þessari stöðu.
Engar líkur á
afgreiðslu
ÁFENGISFRUMVARPIÐ
Teitur Björn
Einarsson.
Dóra Guðjónsdóttir
Nordal, píanóleikari
og húsfreyja, lést í
gær á nítugasta ald-
ursári.
Dóra fæddist í
Reykjavík 28. mars
1928, dóttir hjónanna
Mörtu Magnúsdóttur
húsfreyju og Guðjóns
Ó. Guðjónssonar,
prentara og bókaút-
gefanda.
Hún stundaði nám í
píanóleik við Tónlist-
arskólann í Reykjavík
og var aðalkennari hennar Árni
Kristjánsson. Að loknu burtfar-
arprófi árið 1948 hélt hún til
London til framhaldsnáms hjá
Kathleen Long á árunum 1949 til
1953.
Í London kynntist Dóra Jóhann-
esi Nordal, síðar
seðlabankastjóra, sem
þar var við hag-
fræðinám. Þau giftu
sig í Kaupmannahöfn
19. desember 1953.
Þau eignuðust sex
börn. Þau eru Bera
listfræðingur, f. 1954,
Sigurður viðskipta-
fræðingur, f. 1956,
Guðrún prófessor, f.
1960, Salvör heim-
spekingur, f. 1962,
Ólöf lögfræðingur, f.
1966, d. 2017, og
Marta leikari, f. 1970.
Dóra var mikil laxveiðikona.
Hún var ein af fyrstu konunum til
að leggja fyrir sig stangveiði á
flugu. Stundaði hún veiðar um ára-
tuga skeið, einkum við Svarthöfða
í Borgarfirði og Laxá í Aðaldal.
Andlát
Dóra Guðjónsdóttir Nordal Lið Fjarðabyggðar sigraði í gær-kvöld í Útsvari en liðið lagði Akra-
nes nokkuð örugglega. Lokatölur
reyndust 65-38. Liðin höfðu verið
nokkuð jöfn framan af en í orða-
ruglinu tók lið Fjarðabyggðar for-
ystuna og landaði að lokum sigr-
inum. Kom það í hlut sjónvarps-
mannsins góðkunna Ómars
Ragnarssonar að afhenda verðlaun-
in, Ómarsbjölluna, sem kennd er
við hann. Fjarðabyggð hafði komist
í úrslit eftir að hafa sigrað lið
Grindavíkur, og Akranes hafði lagt
lið Hafnarfjarðar að velli í fjögurra
liða úrslitum. Í lok þáttarins til-
kynntu þáttastjórnendurnir Þóra
Arnórsdóttir og Sigmar Guðmunds-
son að þau hygðust láta af störfum
eftir að hafa stýrt þættinum í tíu ár.
Við það tilefni afhenti Ómar þeim
mynd sem listamaðurinn Halldór
Baldursson hafði teiknað af þeim,
sem eins konar kveðjugjöf. Útsvar
verður þó áfram á dagskrá en
mögulega í breyttri mynd.
Fjarðabyggð sigraði
Akranes í Útsvari