Morgunblaðið - 27.05.2017, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.05.2017, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2017 Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum afhendir Gullbergið VE um miðjan júlí, en skipið var í vetur selt til Noregs. Hugsanlegt er að fyrir- tækið kaupi gamla Pál Pálsson ÍS af Hraðfrystihúsinu - Gunnvöru hf. og noti það skip þar til fyrirtækið fær nýtt skip frá Kína, samkvæmt heimildum blaðsins. Í Kína er verið að smíða tvo nýja ísfisktogara fyrir Vinnslustöðina og HG, systurskipin Breka og nýj- an Pál Pálsson. Einn af Japanstogurunum Afhending skipanna hefur dreg- ist, en nú er von á þeim til landsins síðsumars eða í haust. Gamli Páll Pálsson er 45 ára gamalt skip, smíðað í Japan 1972. Verði af því að Vinnslustöðin kaupi skipið yrði það aðeins til að brúa bilið í nokkra mánuði þar til Breki verð- ur kominn í fulla virkni. Sam- kvæmt upplýsingum blaðsins þykir gamli Páll Pálsson hentugur í það verkefni, en málið er ekki frágeng- ið. Greint var frá málinu á frétta- miðlinum Bæjarins besta á Ísafirði í gær og kemur þar fram að innan skamms ljúki 45 ára sögu togarans Páls Pálssonar ÍS í útgerðarsögu Hnífsdals og Ísafjarðar. „Skipið hefur verið til sölu í tvö ár. Við erum ekki alveg búnir að ganga frá sölu en við vonumst til að það skýrist mjög fljótlega,“ seg- ir Einar Valur Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihússins – Gunnvarar hf., í samtali við BB. Fyrirtækið hefur fundað með áhöfn Páls og kynnt henni áformin. Einar Valur segir að gangi salan eftir fari Páll til nýs eiganda um mánaðamótin júní júlí. aij@mbl.is Brúar „gamli“ Páll bilið í Eyjum?  Gullbergið til Noregs, seinkun á Breka Moergunblaðið/Sigurður Bogi Sævarsson Páll Pálsson ÍS Alls voru Japanstogararnir tíu talsins og voru smíðaðir fyr- ir útgerðir víða um land á áttunda áratug síðustu aldar. kr. 4.900 Str. S-XXL 3 litir Opið 11-16 í dag Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Túnikur Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is VERÐ 27.980 gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Frímerki óskast! Fulltrúi leiðandi uppboðshúss Norðurlanda í frímerkjum, Postiljonen, mun verða á landinu dagana 3.-8. júní n.k. Tökum á móti efni til sölu á haustuppboði okkar; frímerkjasöfn, stök dýrari frímerki og umslög, póstkortasöfn o.s.fr. Kaupum einnig gegn staðgreiðslu sé þess óskað. Box 537 SE-201 25 Malmö - SWEDEN stampauctions@postiljonen.se www.postiljonen.com Vinsamlegast hafið samband í síma 834-7209 eða +46-70795-7436 eða sendið okkur skilaboð á steinar.fridthorsson@postiljonen.se MENNTUNARSJÓÐUR Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur Auglýst er eftir umsóknum um styrk úr Menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Sjóðnum er ætlað að styrkja tekjulitlar konur til náms. Styrkurinn er ætlaður þeim sem hyggja á nám á skólaárinu 2017-2018. Gengið verður frá styrkbeiðni þegar öll umbeðin gögn hafa borist og staðfesting hefur fengist á skólavist. Um er að ræða styrk til greiðslu skólagjalda (að ákveðnu hámarki), bókakaupa eða annars sem gerir umsækjanda kleift að stunda og ljúka námi. Umsóknarfrestur rennur út 20. júní 2017. Umsókn skal fylgja f Skattskýrsla síðustu 2ja ára f Tekjuáætlun 2017 f Staðfesting á námsvist Umsóknareyðublað, úthlutunarreglur og allar nánari upplýsingar eru á heimasíðu Menntunarsjóðsins á vef Mæðrastyrksnefndar - www.maedur.is - og Facebook síðu Menntunarsjóðsins. AIRBNB OG ÓHEILBRIGÐ SAMKEPPNI Gestur fundarins verður dr. Jeroen A. Oskam. Dr. Oskam hefur greint stöðu Airbnb á Íslandi og mun kynna sviðsmyndagreiningu á stöðunni í samanburði við aðrar stórborgir í Evrópu. Þar á meðal hvernig óskráð gististarfsemi hefur áhrif á byggðarþróun, íbúðarverð og heilbrigðan samkeppnisrekstur í gistiþjónustu. Athugið að skráningafrestur er til kl. 20.00 mánudaginn 29. maí og er fundurinn þátttakendum að kostnaðarlausu. Dr. Jeroen Oskam „Sharing Is Finally Becoming Transparent: Detailed Analysis of Airbnb In Europe's Metropolises“. Umræður Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins Skráning:www.saf.is DAGSKRÁ: FUNDARSTJÓRI: Hádegisfundur um samfélagsleg áhrif Airbnb verður haldinn á Grand Hótel, þriðjudaginn 30. maí kl. 12.00. Útsölu- markaðurinn aðeins á Laugavegi Skoðið Facebook.laxdal.is VORFRAKKAR Í ÚRVALI Verð frá 16.900,- Laugavegi 63 • Skipholt 29b S: 551 4422 Jón B. Stefáns- son, skólameist- ari Tækniskól- ans, hefur gert athugasemdir við yfirlýsingu framkvæmda- stjórnar Sam- bands íslenskra framhalds- skólanema um að nám nem- enda FÁ sé í uppnámi, komi til sameiningar við Tækniskólann. Hann segir að þvert á móti verði það tryggt að nám nemenda FÁ muni standa óbreytt frá því sem var. Sömuleiðis vísar Jón öðrum áhyggjum framkvæmdastjórn- arinnar á bug, en þær snúa meðal annars að nemendum sem muni innritast í haust. Segir Jón að sameiningin muni ekki raska námi þessara nemenda og því síð- ur hafa áhrif á hvar nemendur stundi námið. Nemendur FÁ komi alls staðar af höfuðborgarsvæð- inu og hafi eftir sem áður rétt til að velja sér þann skóla sem þeim henti. Gefur lítið fyrir áhyggjur SÍF Jón B. Stefánsson. fasteignir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.