Morgunblaðið - 27.05.2017, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.05.2017, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2017 Kast á Klambratúni Hún var einbeitt og glöð í bragði þessi stúlka þegar hún kastaði svifdiski af stakri list á Klambratúni í Reykjavík þar sem gaman er að bregða á leik og njóta sumarsins. Golli Það einkennir farsæl samfélög að mál eru leidd til lykta á yfirveg- aðan hátt eftir vandaða skoðun. Ríkisstjórnin áformar í fjár- málaáætlun sinni að hækka virðisaukaskatt á stærstu útflutnings- grein Íslands, ferða- þjónustuna. Í áliti meirihluta fjár- laganefndar um fjármálaáætlun 2018-2022 kemur fram: „Þessi fjármálaáætlun ber þess merki að nýr meirihluti hefur ekki haft nægan tíma til að undirbúa og útfæra fjármálaáætlun næstu ára.“ Þarna hitti fjárlaganefnd naglann á höfuðið. Það liggur fyrir að ekkert samráð var haft við hagsmunaaðila við undirbúning máls- ins, greiningum var ábótavant og aðdrag- andinn skammur. Þessi breyting virðis- aukaskatts er áformuð á sama tíma og styrk- ing krónunnar hefur valdið versnandi af- komu greinarinnar, eins og annarra útflutn- ingsgreina lands- manna. Spár um frek- ari styrkingu krónunnar á þessu ári valda þungum áhyggjum enda kippir sterkt gengi krónunnar stoðum und- an rekstri fjölmargra fyrirtækja í al- þjóðlegri samkeppni, einkum smærri og nýlega stofnaðra fyrirtækja. Skipting kökunnar Ferðaþjónustan hefur leikið lykil- hlutverk í efnahagslegri endurreisn þjóðarinnar undanfarin ár. Gert er ráð fyrir að á þessu ári muni tekjur ríkissjóðs af sköttum og gjöldum sem tengjast komu ferðamanna til lands- ins nema um 90 milljörðum króna. Þrátt fyrir það hefur gengið of hægt að byggja upp innviði sem eru nauð- synlegir til að mæta margföldun ferðamanna á örfáum árum. Þar er ekki við ferðaþjónustuna að sakast heldur stjórnvöld. Ein ástæða þess að svo hægt hefur gengið er skortur á aðkomu sveitarfélaganna að mál- efnum greinarinnar. Fjölmörg sveitarfélög á lands- byggðinni eru illa í stakk búin til að sinna auknum verkefnum vegna fjölgunar ferðamanna á viðkomandi svæðum. Nauðsynlegt er að auka að- komu sveitarfélaga að uppbyggingu greinarinnar. Forsenda þess er end- urskoðun á skiptingu skatttekna, sérstaklega beinna skatttekna eins og virðisaukaskatts, af greininni milli ríkis og sveitarfélaga. Sveitarfélögin verða að njóta aukinna tekna af ferðamönnum í ríkari mæli svo þau geti sinnt þeim skyldum sem á þau eru lögð. Fagleg vinnubrögð – farsæl niðurstaða Ég tel að það sé óvarlegt að halda áfram með núverandi áform um hækkun virðisaukaskatts á ferða- þjónustu án þess að greina málið bet- ur. Notum tímann til að fara yfir nú- verandi skatttekjur og meta skatttekjur til framtíðar miðað við núverandi skattstofna og gjaldtöku. Kryfjum áhrif mismunandi tegundar gjaldtöku á greinina og leggjum mat á ólíkar sviðsmyndir út frá mismun- andi forsendum. Að þessu verki þurfa að koma fulltrúar frá ríki, sveitarfélögum og atvinnugreininni. Að aflokinni slíkri greiningu lægi fyr- ir skýrari sýn á starfsumhverfi grein- arinnar svo verði tryggt að hún vaxi og dafni með sjálfbærni og arðsemi að leiðarljósi. Reynslan sýnir að fag- leg vinnubrögð sem þessi eru líkleg til að leiða til farsællar niðurstöðu fyrir land og þjóð. Eftir Eyjólf Árna Rafnsson »Ég tel að það sé óvarlegt að halda áfram með núverandi áform um hækkun virð- isaukaskatts á ferða- þjónustu án þess að greina málið betur. Eyjólfur Árni Rafnsson Höfundur er formaður Samtaka atvinnulífsins. eyjolfur@sa.is Stöldrum við Nýlega féll dómur í Hæstarétti þar sem viðurkennd er skaða- bótaskylda Mat- vælastofnunar (MAST) í svokölluðu kjötbökumáli og fer dómurinn engum silki- hönskum um máls- meðferð stofnunar- innar í umræddu máli. Hæstiréttur gagnrýnir MAST fyrir framgöngu sína í mál- inu sem hafi verið slíkum ann- mörkum háð af hálfu starfsmanna stofnunarinnar að skilyrði um sak- næmi hafi verið fullnægt. Dómur þessi er enn einn álitshnekkir hvað varðar starfsemi MAST sem eft- irlitsaðila og vísast hér einnig til fréttaumfjöllunar um eftirlit stofn- unarinnar með tilteknum eggja- framleiðanda sem stóðst ekki þær kröfur sem gerðar eru til þeirrar starfsemi, s.s. hvað varðar aðbún- að dýra og villandi upplýsingar. Í báðum þessum málum brást MAST þeim skyldum sem á stofnunina eru lagðar, annars vegar með þögn sinni um ófull- nægjandi aðbúnað dýra í matvælafram- leiðslu og hins vegar með gildishlöðnum yf- irlýsingum um tiltekna mat- vælaframleiðslu. Málin eru til þess fallin að vekja áleitnar spurningar um starfshætti MAST og það traust sem á að ríkja um eftirlitsstarfsemi stofnunarinnar. Glöggt er gests augað SVÞ vekja athygli á úttekt Rík- isendurskoðunar á starfsemi MAST frá árinu 2013 þar sem segir m.a. að fjölgun verkefna samhliða hagræð- ingarkröfu hafi hamlað því að stofn- unin geti sinnt lögbundnum verk- efnum með ásættanlegum hætti. Það hefur m.a. átt þátt í að draga úr trausti eftirlitsskyldra aðila og annarra hagsmunaaðila til MAST og skapað styr um starfsemina. Þá segir einnig að MAST eigi nokkuð ógert í því að bæta starfsemi sína og verklag. Ráða má af umfjöllun um starfsemi MAST að gagnrýni á starfshætti stofnunarinnar megi m.a. rekja til álags sem á henni hvílir sökum umfangs verkefna sem henni ber að hafa umsjón með. Því telja SVÞ mikilvægt að taka til skoðunar hvort aðkoma einkarek- inna og/eða faggiltra fyrirtækja að þeim verkefnum sem MAST hefur verið falið að annast geti leitt til þess að hún hafi svigrúm til að sinna öðrum lögbundnum verk- efnum sínum með ásættanlegum hætti. Útvistun verkefna er ekkert feimnismál SVÞ benda á samkvæmt nýlegri skýrslu um starfsemi MAST sem unnin var fyrir stjórnvöld þá eru þess dæmi í nágrannaríkjum að matvælaeftirlit hafi verið falið til þess bærum faggiltum aðilum og ekki er að sjá að slík framkvæmd hafi reynst illa. SVÞ ítreka að fag- giltar skoðunarstofur starfa eftir ströngum kröfum alþjóðlegra staðla um hlutleysi, verkferla og samræmi í framkvæmd verka. Faggiltar stof- ur hafa starfað hérlendis í tvo ára- tugi m.a. á sviði bifreiðaskoðana, rafskoðana, skipaskoðana og lög- gildinga mælitækja auk markaðs- gæslu og hafa sannað gildi sitt sem öruggur og hagkvæmur kostur á sviði eftirlits. Með hliðsjón af gagnrýni á starf- semi MAST og umfangi verkefna hennar má velta því fram hvort MAST ætti einna helst að einbeita sér að hlutverki sínu sem leiðbein- andi stjórnvald og þróun staðla varðandi framkvæmd eftirlits, eða hvort daglegt eftirlit eigi áfram að vera stór hluti af starfsemi stofn- unarinnar. Faggiltir skoðunaraðilar hafa getu og þekkingu til að starfa eftir þeim reglum sem um opinbert eftirlit gilda og því gera SVÞ þá kröfu til stjórnvalda að daglegt eft- irlit stofnunarinnar verði fært til faggiltra skoðunaraðila og að MAST einbeiti sér að hlutverki sínu sem leiðbeinandi stjórnvald. Eftir Lárus M. K. Ólafsson »Hæstiréttur gerir athugasemdir hvað varðar starfsemi og framgöngu Matvæla- stofnunar í tilteknu eftirlitsmáli. Lárus M. K. Ólafsson Höfundur er lögmaður SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu. Brotalamir í burðarvirki matvælaeftirlits

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.