Morgunblaðið - 27.05.2017, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2017
✝ Guðlaug ElsaJónsdóttir
fæddist í Hrísey
þann 8. desember
1927. Hún lést á
Dalbæ Dalvík 21.
maí 2017.
Foreldrar henn-
ar voru Stefán Jón
Valdimarsson, f.
9.2. 1898, d. 13.2.
1986, og María
Guðrún Árnadótt-
ir, f. 8.12. 1896, d. 8.10. 1986.
Systkini hennar eru Valdís
Guðbjörg, f. 4.8. 1929, d. 15.10.
2016, Siguróli Björgvin, f.
24.11. 1930, d. 16.12. 1979, Sig-
ursteinn Brynjar, f. 24.12.
1936, d. 28.6. 2013, og Eyrún
Selma, f. 10.12. 1939.
Eftirlifandi eiginmaður Elsu
er Sigurgeir Stefán Júlíusson,
börn eru Egill, Elsa Hlín, Ein-
ar Sigurgeir og Indíana.
Guðbjörg, f. 16.10. 1961,
hennar maður er Sturla Þeng-
ilsson, f. 11.2. 1950. Sonur
þeirra er Tómas en fyrir á
Sturla börnin Snorra, Kára og
Oddnýju. Barnabarnabörnin
eru 27.
Elsa ólst upp í Lambhaga í
Hrísey. Hún byrjaði ung að
vinna hjá foreldrum sínum í
línuvinnu en þau voru með út-
gerð og búskap í Lambhaga.
Elsa fór í húsmæðraskólann á
Akureyri og vann við þjón-
ustustörf o.fl. á Laugarvatni,
Siglufirði, Skagafirði, Reykja-
vík og víðar. Hún flutti aftur
til Hríseyjar þar sem hugur
hennar var og henni leið best.
Elsa og Sigurgeir giftu sig
þann 9. janúar 1955. Þau
byggðu sér hús við Norðurveg
29 og ólu þar upp börnin sín
og bjuggu þar bæði á meðan
heilsa hennar leyfði.
Útför Elsu fer fram frá
Hríseyjarkirkju í dag, 27. maí
2017, klukkan 14.
f. 24.4. 1929. Börn
þeirra eru Stefán
Jón, f. 2.5. 1951,
eiginkona hans var
Líse Heiðarsson, f.
24.1. 1952, d.
20.10. 1998. Börn
þeirra eru Lóa
Maja og Kim
Björgvin. Stefán
Jón er kvæntur
Sigríði Gunnars-
dóttur, f. 22.1.
1955, börn hennar eru El-
ínborg og Gunnar.
Heimir, f. 27.9. 1955, kona
hans er Gunnhildur Anna Sig-
urjónsdóttir, f. 20.7. 1953, börn
þeirra eru Ari Már, Rakel og
Sandra.
Lovísa María, f. 21.8. 1957,
hennar maður er Einar Arn-
grímsson, f. 2.6. 1955, þeirra
Elsku mamma mín.
Á þessari kveðjustund er mér
þakklæti efst í huga. Ég er þakk-
látur fyrir þær dýrmætu stundir
sem við áttum saman, sem voru
ótal margar. Ég man þegar við
biðum 9. apríl 1963 eftir að pabbi
kæmi af sjónum, man hvað þú
varst yfirveguð. Þú sagðir: hann
kemur bráðlega.
Ég man þegar þú varst að
baka, þá bauð ég vinum mínum í
kaffi. Þér fannst það ekki leið-
inlegt, því þú vildir helst vera að
gefa og styrkja alla hvar sem
þeir voru í heiminum. Ef maður
sagði: mamma, þetta er fallegt,
hvort sem það var stytta eða eitt-
hvað annað, þá sagðir þú; þú
mátt bara eiga þetta. Með þess-
um fáu orðum, elsku mamma
mín, kveð ég þig í bili. Hvíldu í
friði, elsku mamma mín.
Þinn sonur,
Heimir Sigurgeirsson.
Móðir er kona sem mettar og seður,
marga með hlátrinum sínum hún
gleður.
Hugsar um hróin sín.
Alltaf er fyrst til að styðja og styrkja,
stanslaust að brasa, bralla og yrkja,
Þannig er mamma mín.
Móðir er kona sem fyrst fer á fætur,
faðmar og huggar þig þegar þú
grætur.
Þerrar burt tárin þín.
Hún segir þér eldgamlar íslenskar
sögur,
endalaust syngur og kennir þér bögur,
Þannig er mamma mín.
Móðir er kona sem mörgu vill sinna,
mest allan daginn að brasa og vinna.
Vill hafa börnin svo fín.
Heimilið annast og allt núna glansar,
í eldhúsi stundum hún brosandi
dansar.
Þannig er mamma mín.
(LMS.)
Elsku mamma mín. Ástar-
þakkir fyrir allt. Ég mun varð-
veita þína fallegu minningu.
Þín dóttir,
Lovísa María Sigurgeirs-
dóttir (Lóa Maja).
Þegar litið er yfir þau rúmlega
20 ár sem við Elsa höfum þekkst
þá er margs að minnast en samt
nokkrir hlutir sem standa upp úr.
Tengdamamma var þannig gerð
hvort sem það var nú í genunum
eða eitthvað sem lífið hafði kennt
henni að hún vildi alltaf vera að
og iðjuleysi átti ekki vel við hana.
Allir í kringum hana gátu
treyst því að Elsa sagði skoðanir
sínar og ekki síst á þjóðmálum en
þar vorum við nú ekki alltaf sam-
mála en virtum skoðanir hvort
annars svona að mestu leyti og
allavega nóg til að halda friðinn.
Friður í kringum heimilið og fjöl-
skylduna var henni einkar hug-
leikinn og sjómannskona sem
löngum var allt í öllu á heimilinu
þegar eiginmaðurinn var lang-
dvölum í burtu þurfti stundum að
taka á honum stóra sínum. Lík-
lega geta fáir í dag sett sig í spor
fjögurra barna móður, það
yngsta á öðru ári og það elsta að
verða 12 ára, þegar eitthvert
mesta illviðri brast á, 9. apríl
1963, og hún frétti ekki af eig-
inmanninum lengi vel og líklega
hefur hún andað aðeins léttara
þegar síminn hringdi og skipið
komið í höfn. Hin seinni ár þegar
sjósókn Geira fór fram á Sæunni
sem var merkt þeim báðum þá
gátu þau spjallað saman þegar
þurfti en þannig var það aldeilis
ekki nokkrum áratugum fyrr.
Hvergi vildi Elsa búa annars
staðar en í Hrísey og nú er elsti
innfæddi Hríseyingurinn fallinn
frá. Við Gugga eignuðumst Mó-
berg sem er við hliðina á tengdó
en það hús hafði næstum sleitu-
laust verið í eigu ættingja Elsu
og Geira. Hún hafði vakandi auga
með þeirri endurbótavinnu sem
við vorum í og nokkuð mörgum
sinnum áttum við vísan kaffitíma
fyrir alla sem komu að verki.
Eldri börnin mín þrjú og
þeirra börn og makar hafa marg-
oft dvalið í túnfætinum hjá Elsu
og hún var mikil amma og
langamma allra þeirra og fylgd-
ist mjög vel með þeim öllum og
vildi vita allt það nýjasta.
Takk fyrir samfylgdina undan-
farin ár og já…takk líka fyrir
dótturina.
Sturla Þengilsson.
Elsku amma.
Ég man hvað það var alltaf
gaman að koma yfir í Hrísey og
spjalla við þig. Svo vorum við svo
dugleg að spila á 52 spil og þú
leyfðir mér oftast að vinna. Gam-
an að heyra allar þessar fallegu
vísur sem þú kunnir. Einnig var
það djammísinn (daim-ísinn) sem
þú vildir alltaf bjóða okkur börn-
unum upp á. Mun ávallt muna
eftir okkar síðustu samræðum
þegar ég hvíslaði að þér: „ég
elska þig, amma“ og þú sagðir:
„ég elska þig líka, barnið mitt.“
Elsku amma, mikið sakna ég
þín og mun ávallt elska þig.
Hvíldu í friði.
Einar Sigurgeir Einarsson.
Elsku amma,
það eru ótal minningar sem
koma upp í hugann og allar eru
þær góðar sem tengjast þér og
afa. Eftirminnilegt er hversu
stutt var alltaf í þinn smitandi
hlátur og hlýja faðmlag. Hversu
minnug þú varst á sögur, vísur og
endurminningar. Hversu hart þú
stóðst með þínum stjórnmála-
skoðunum sama hvað maður
reyndi að stríða þér en hafðir
jafnframt alltaf húmor fyrir þvi.
Að enginn mátti helst koma við
hárið á þér og klippa þig nema
ég. Minningarnar eru einfaldlega
of margar til að þylja hér allar
upp en þær lifa með mér til síð-
asta dags og fylla hjarta mitt
söknuði, gleði og hlýju.
Elska þig amma mín. Hvíldu í
friði.
Egill Einarsson.
Elsku amma mín,
ég man svo vel eftir þegar við
frænkurnar fengum að gramsa
og klæða okkur upp í fínu kjólana
þína. Þegar þú sagðir mér vísuna
um Sigurð sem fauk með snjó-
kornunum út í geim og heim að
dyrum. Hvað mér þótti alltaf
notalegt þegar þú kallaðir mig
nöfnu. Þegar þið afi spiluðuð við
okkur Báturinn siglir. Hvað mér
þótti merkilegt þegar þú talaðir
við afa í gegnum talstöð í eldhús-
inu þegar hann var á sjónum.
Þegar þú gafst mér flóaða mjólk
á kvöldin og sagðir mér sögur frá
því þú varst lítil.
Mikið sakna ég þín, Elsa
amma. Ég sakna þess að hlusta á
allar vísurnar sem þú sagðir mér
og hlusta á dillandi hláturinn. Ég
sakna kossanna þinna og faðm-
laga. Það síðasta sem ég sagði við
þig var hvað þú værir alltaf jafn-
falleg og að ég elskaði þig.
Frá því að ég varð flugfreyja
sagðirðu við mig þegar ég var að
fara í flug: „Ég horfi til himins.“
Nú er það ég sem horfi til him-
ins og hugsa til allra þeirra dýr-
mætu stunda sem ég átti með
þér. Ég verð ætíð stolt af því að
vera nafna þín.
Elsa Hlín Einarsdóttir
Elsku amma Elsa,
það sem kemur fyrst upp í
hugann þegar ég hugsa til þín er
einlægi og skemmtilegi hláturinn
þinn og hlýja faðmlagið. Mér
fannst alltaf svo notalegt að
koma til Hríseyjar og sérstak-
lega að fá að gista. Þá man ég eft-
ir kvöldum þar sem ég, þú og afi
sátum frameftir og spiluðum á 52
spil. Oft sátum við svo tvær eftir
það við eldhúsborðið á meðan þú
skrifaðir í dagbókina þína og ég
fylgdist með.
Ég man líka svo sterkt eftir
bílferðunum í gömlu Möstunni
ykkar afa og við hlustuðum á
Villa Vill kasettuna. Ég bað um
sömu lögin aftur og aftur og við
sungum með.
Mér fannst líka svo gaman að
heyra þegar þú líktir mér við
langömmu Maríu, mömmu þína,
„þú ert svo lík henni mömmu,
báðar svo hljóðlátar“ sagðirðu og
svo settirðu upp fallega brosið
þitt.
Yndislega amma mín, það er
ofboðslega sárt að kveðja þig en
ég er svo þakklát fyrir allar góðu
minningarnar sem ég mun varð-
veita alla tíð. Ég elska þig.
Indíana Einarsdóttir
Til elsku bestu ömmu okkar.
Mikil sorg umvefur hjörtu
okkar eftir fráfall elsku bestu
ömmu okkar en um leið enda-
laust þakklæti og ást fyrir allt
það sem hún var okkur. Elsa
amma var einstök kona, alltaf svo
glaðleg og góð við alla með hjarta
úr skíra gulli. Í uppvexti okkar
systkina vorum við mikið með
ömmu og afa enda vorum við svo
heppin að búa nánast í næsta
húsi við þau í Hrísey.
Amma var dugleg að fara með
vísur fyrir okkur og oft heyrðum
við hana syngja þegar hún bakaði
sínar dýrindis pönnukökur eða
jógúrtkökur sem við fengum vel
að njóta. Amma kenndi okkur
líka mörg spil og ung vorum við
farin að spila Manna sem við
lærðum af þeirri bestu. Öll jólin
okkar saman í ömmu og afa húsi
voru full af gleði og hlýju. Ára-
mótaveislur þar sem stórfjöl-
skyldan kom saman og fagnaði
nýju ári. Ömmu munaði ekkert
um að halda matarboð fyrir
fjölda manns og gerði hún það ár
eftir ár með bros á vör eins og
allt sem hún tók sér fyrir hendur.
Amma og afi töluðu oft um
hversu rík þau væru, rík af vel
gerðum og góðum afkomendum
sem þau voru svo stolt af. Amma
og afi eru grunnurinn að þessu
ríkidæmi og vegna þeirra erum
við hér. Þeirra stuðningur, þeirra
ást og þeirra tími með okkur er
gjöf sem ekki verður metin til
fjár.
Epla- og appelsínubátar á pall-
inum, prjónaðir ullarsokkar,
heklaðir dúkar, dillandi hlátur,
mjúkt faðmlag, minningar okkar
um ömmu eru svo ótal margar að
það er efni í heila bók. Við geym-
um minningarnar alla tíð í hjört-
um okkar og munu þær ylja okk-
ur um ókomna tíð.
Elsku Elsa amma, við erum
svo heppin að hafa átt þig að, þú
gerðir heiminn að betri stað, við
lofum að passa vel upp á elsku
afa.
Hvíl í friði.
Þín Rakel,
Rakel, Sandra og Ari Már
Heimisbörn.
Fimmtán ára gömul í Héraðs-
skólanum í Reykholti eignaðist
ég góða vinkonu sem síðar meir
bauð mér að heimsækja sig og
dvelja í nokkra daga á heimili
hennar í Hrísey. Þetta var hún
Guðbjörg, dóttir Elsu og Geira.
Ég kynntist Elsu þessa daga og
eignaðist vin fyrir lífstíð og ef
það er hægt að segja að maður
geti átt tvær mæður þá var Elsa
önnur þeirra. Ég naut atlætis og
vináttu Elsu alla tíð. Þegar illa
áraði í sálarlífinu fann ég ávallt
skjól hjá Elsu og Geira í Hrísey.
Elsa tók ávallt á móti manni með
bros á vör og hlýjan og vænt-
umþykjan umlukti mann. Einskis
var spurt, maður fékk bara að
vera og safna orku og kröftum og
var eins og einn af fjölskyldunni.
Við gátum rætt um heima og
geima og maður kom aldrei að
tómum kofunum hjá Elsu. Hún
var menntuð kona, hún var nem-
andi í skóla lífsins, vel lesin og
víðsýn. Ég elskaði að tala við
hana um pólitík og við tókumst á
bæði í gamni og alvöru. En í
grunninn vorum við sammála þó
að við hölluðumst að ólíkum
stjórnmálaflokkum.
Elsa var réttsýn og lét í sér
heyra ef henni fannst hún eða
aðrir nákomnir sér vera óréttlæti
beittir. Hún var snör í snúning-
um og léttfætt eins og hind. Hún
var glæsileg kona, falleg og með
sterka nærveru. Hlátur hennar
var yndislegur og smitandi. Og
það var ekki bara ég sem hænd-
ist að Elsu því eftir að dóttir mín
kynntist henni elskaði hún hana
takmarkalaust og kallaði hana
ávallt Elsu ömmu.
Þakklæti, virðing og væntum-
þykja mun ávallt koma upp í
huga minn þegar ég minnist
Elsu. Hvíl í friði, elsku Elsa.
Samúðarkveðjur til ykkar allra,
kæra fjölskylda.
Sólborg Alda Pétursdóttir
(Dollý).
Í dag er borin til grafar ynd-
islega Elsa hans Geira, eins og
hún var alltaf kölluð á okkar
heimili, enda voru þau nær eins
og eitt í huga okkar. Við urðum
þeirrar forréttinda aðnjótandi að
eignast þau heiðurshjón að góð-
um vinum þegar við keyptum af
þeim Móberg fyrir rúmum 10 ár-
um. Þau sýndu okkur strax mikla
hlýju og kærleika og voru
drengjunum okkar sem aukasett
af afa og ömmu og eiga þeir ynd-
islegar minningar um hlýjar
hendur og falleg bros.
Alltaf var byrjað á því að
heilsa upp á þau eða setjast að-
eins inn í kaffi til þeirra þegar við
komum út í eyju, þar sem gleðin
var allsráðandi og mikið skrafað
og hlegið.
Síðast þegar við sátum saman
á Norðurveginum fengum við
skyndihugdettu seint um kvöld
að fá þau hjónin til að spila við
okkur félagsvist. Þau voru nú
aldeilis til í það, Elsa hellti rauð-
víni í glös og tókum við í spil í dá-
góða stund. Seinna brostum við
að því að yndislegra laugardags-
kvöld hefði ekki verið hægt að
hugsa sér og þykir okkur sér-
staklega vænt um það þar sem
Elsa flutti aðeins nokkrum mán-
uðum síðar inn á Dalbæ, þar sem
hún bjó það sem eftir var.
Við höfum oft og mörgum
sinnum rætt það okkar á milli
hversu mikill happafengur það
var að kynnast þessari yndislegu
og kærleiksríku stórfjölskyldu.
Eigum við óteljandi minningar
um spjall, hlátur, sögur af gamla
tímanum og gleðilæti af Norður-
veginum. Elsku Elsa, takk fyrir
allar yndislegu stundirnar og alla
þína hlýju og kærleika, þú munt
lifa áfram í hjörtum okkar og
kalla fram bros á vör og hlýju í
hjarta. Fjölskyldu þinni sendum
við innilegar samúðarkveðjur.
Birna, Rögnvaldur
og strákarnir.
Guðlaug Elsa
Jónsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku langamma.
Þegar ég fór á Dalbæ þá
fannst mér gaman að knúsa
þig og sitja með þér í
ruggustólnum og þegar ég
hitti þig og afa í Hrísey. Þú
sagðir mér vísurnar af tás-
unum og þær voru
skemmtilegar. Mér fannst
gaman að búa til myndir og
sögur handa þér. Þú ert
uppáhalds-langamma mín
og ég elska þig út í enda-
lausan geiminn.
Manda María
Jóhannsdóttir.
sidmennt.is
Útför óháð trú
Siðmennt annast veraldlega útför
með áherslu á hið sammannlega.
Markmið okkar er að skapa virðu
lega og fallega kveðjustund í góðu
samstarfi við aðstandendur og í
samræmi við óskir hins látna.
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar og
tengdafaðir,
BERGUR H. VILHJÁLMSSON
múrari,
Melaheiði 15, Kópavogi,
lést að morgni 22. maí.
Útför hans fer fram frá Digraneskirkju mánudaginn 29. maí
klukkan 15.
Fyrir hönd fjölskyldunnar og annarra ástvina,
Kristbjörg G. Kristjánsdóttir
Gretar Þór Bergsson
Þórir Bergsson
Kristín Bergsdóttir Einar Baldvin Pálsson
Kristján Þór Valdimarsson
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
DÓRA OTTESEN JÓSAFATSDÓTTIR,
áður til heimilis að Ljósheimum 6
í Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Mörk miðviku-
daginn 24. maí.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Erla Haraldsdóttir Sigurður Einarsson
Jóna Haraldsdóttir
Thelma Sigurðardóttir Jón Otti Jónsson
Hrönn Sigurðardóttir Haraldur V. Haraldsson
Margrét Gunnlaugsdóttir Sigurhans Vignir
Halldór Gunnlaugsson Hildur Sveinsdóttir
og barnabarnabörn