Morgunblaðið - 27.05.2017, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2017
✝ Guðmundurfæddist á Stað-
arbakka í Miðfirði
27. október 1931.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnun
Vesturlands,
Hvammstanga, 16.
maí 2017.
Faðir hans, Karl,
var sonur Guð-
mundar Sigurðs-
sonar kaupfélags-
stjóra og Guðrúnar
Einarsdóttur, en þau voru einn-
ig foreldrar Skúla Guðmunds-
sonar alþm.
Móðir Guðmundar, Sigríður,
var dóttir Guðmundar Gísla-
sonar, hreppstjóra á Staðar-
bakka, og Margrétar Benedikts-
dóttur, en þau voru einnig
foreldrar Benedikts Guðmunds-
sonar á Staðarbakka.
Guðmundur ólst upp á Stað-
arbakka í Miðfirði og á Laug-
arbakka í sömu sveit. Hann var
við nám við Héraðsskólann á
Reykjum í Hrútafirði 1947-49,
við nám í húsgagnasmíði á Hús-
gagnavinnustofu Benedikts
Guðmundssonar í Reykjavík
auk þess sem hann sat í stjórn
KVH og var stjórnarformaður
KVH.
Guðmundur kvæntist 27.10.
1956 Erlu Stefánsdóttur, f. 27.6.
1929, húsmóður. Foreldrar
hennar voru Stefán Ásmunds-
son, bóndi á Mýrum, og Jónína
Pálsdóttir, húsfreyja.
Synir Guðmundar og Erlu
eru Karl, f. 7.12. 1960, bóndi og
vélaverktaki, Mýrum III, og á
hann fjögur börn, kvæntur Val-
gerði Kristjánsdóttur, hús-
freyju;
Gunnlaugur Frosti, f. 14.7.
1966, bóndi og vélaverktaki á
Söndum, en kona hans er Guð-
rún Hálfdánardóttir, húsfreyja,
og eiga þau tvö börn.
Albróðir Guðmundar er
Garðar, f. 15.1. 1935, sambýlis-
kona hans er Guðrún Jóhanns-
dóttir og á hann þrjú börn. Hálf-
systur Guðmundar, samfeðra,
eru: Sigríður, maður hennar er
Ingi Bjarnason og eiga þau fjög-
ur börn.
Ragnhildur Guðrún, maður
hennar er Guðmundur Sigurðs-
son og eiga þau þrjú börn. Jó-
hanna, maður hennar er Guð-
mundur Jóhannsson og eiga þau
þrjú börn. Ingibjörg, maður
hennar er Sigurður Pálmason
og eiga þau þrjú börn.
Útför Guðmundar fer fram
frá Melstaðakirkju í dag, 27. maí
2017, klukkan 11.
1950-54 samhliða
námi í Iðnskólanum
í Reykjavík. Guð-
mundur tók sveins-
próf í húsgagna-
smíði 1954 og
stundaði húsgagna-
smíði í Reykjavík til
1960.
Guðmundur
reisti nýbýlið Mýr-
ar III og bjó þar
alla tíð síðan. Sam-
hliða búskapnum stundaði hann
húsasmíðar til 1974 og var
smíðakennari við Héraðsskól-
ann á Reykjum 1963-66. Hann
var aðstoðarbyggingarfulltrúi í
Norðurlandskjördæmi vestra
1974-84 og byggingafulltrúi í
Húnavatnssýslu og Stranda-
sýslu til 1991.
Guðmundur sat í hreppsnefnd
Ytri-Torfustaðahrepps 1962-78,
var formaður bygginganefndar
1958-98, sat í byggðasafnsnefnd
Byggðasafns Húnvetninga og
Strandamanna á Reykjum 1967-
98, var lengi deildarstjóri Ytri-
Torfustaðahreppsdeildar Kaup-
félags Vestur-Húnvetninga og
endurskoðandi reikninga KVH
Þitt er menntað afl og önd,
eigirðu fram að bjóða
hvassan skilning, haga hönd,
hjartað sanna og góða.
Þessar ljóðlínur Klettafjalla-
skáldsins koma upp í hugann
þegar minn kæri frændi og
fósturbróðir, Guðmundur
Karlsson, bóndi og smiður á
Mýrum, er kvaddur hinstu
kveðju í dag.
Það eru margar minningarn-
ar sem koma upp í hugann þeg-
ar litið er til baka og horft til
sameiginlegra uppvaxtarára
okkar á Staðarbakka. Það eru
bæði minningar sorgar og gleði.
Sorgin barði snemma að dyrum
í lífi systursonar míns. Þeir
bræðurnir, Guðmundur og
Garðar Karlssynir, misstu móð-
ur sína, Sigríði Guðmundsdótt-
ur á Staðarbakka, í frum-
bernsku sinni vorið 1937. Faðir
þeirra, Karl Guðmundsson,
varð að bregða búi en þau Karl
og Sigríður höfðu þá búið á
Staðarbakka í 10 ár. Það varð
þeim ungu bræðrum mikið
happ að þeir áttu góða að. Þær
kærleiksríku mæðgur, móður-
amman Margrét á Staðarbakka
og Anna dóttir hennar, tóku
drengina ungu upp á sína arma
og studdu þá fyrstu fetin. En
gleðiefnin voru líka mörg við
leik og störf því snemma var
byrjað að leggja lið við bústörf-
in. Við þrír lékum okkur saman
sem bestu bræður þótt stríðn-
ispúkinn léti stundum á sér
kræla. Ekki er mér grunlaust
um að oft hafi hugur Gumma,
eftir að hann varð bóndi á Mýr-
um, leitað austur yfir hálsinn til
æskustöðvanna.
Eftir skólagöngu á heima-
slóðum og iðnnám í Reykjavík
tókust kynni með þeim Guð-
mundi og Erlu Stefánsdóttur
en hún var yngst barna þeirra
Mýrahjóna, Jónínu Pálsdóttur
og Stefáns Ásmundssonar.
Stefán bóndi á Mýrum hafði
skipt jörðinni milli barna sinna.
Hrepptu þau Erla og Guð-
mundur syðsta hlutann, einn
fjórða af landi jarðarinnar. Þar
hófust þau handa svo um mun-
aði. Nýbýli var reist. Allt varð
að byggja frá grunni, bæði yfir
fólk og fénað auk þess að
breyta mel og móa í víðlend og
ræktuð tún. Það kom sér betur
að ungi bóndinn kunni vel til
verka. Hinn besti smiður og
vandvirkur. Þá eðliskosti þurfti
Guðmundur ekki langt að sækja
enda virðast þeir mjög ríkjandi
í föðurætt hans. Karl faðir hans
var smiður góður, þó að ólærð-
ur væri og af forfeðrum hans
má nefna langafa hans, þjóð-
hagasmiðinn, Einar Skúlason á
Tannstaðabakka og lengra aft-
ur, Guðmund Guðmundsson
sem hlaut auknefnið Guðmund-
ur smiður.
Smíðaiðninni tengdust síðar
störf í almannaþágu: Smíða-
kennsla bæði við Reykjaskóla
og Laugarbakkaskóla og starf
byggingarfulltrúa í héraðinu.
Önnur opinber störf verða ekki
tíunduð hér en þau voru mörg
og öll leyst af trúmennsku og
samviskusemi. Heima á Mýrum
blómgaðist alltaf búskapurinn.
Guðmundur var hagsýnn og
góður bóndi. Þar sýna verkin
merkin. Hann hafði ánægju af
að umgangast búpeninginn, var
glöggur og næmur á þarfir
hans og umönnun alla. Á sviði
framfara í landbúnaði voru kyn-
bætur sauðfjárins honum alltaf
hugstæðar.
Að leiðarlokum er mér efst í
huga þakklæti fyrir órofa
tryggð og vináttu svo og alla
hjálp og aðstoð sem hann svo
oft veitti mínu heimili. Þær
þakkir flyt ég einnig frá börn-
um mínum. Ég sendi Erlu og
aðstandendum öllum hlýjar
samúðarkveðjur. Guð blessi
minningu Guðmundar Karls-
sonar.
Magnús Guðmundsson.
Elsku frændi okkar er dáinn.
Hann var móðurbróðir okkar
og var afar kært á milli þeirra
systkinanna. Hann kom oft í
heimsókn þegar hann átti leið í
borgina eftir að við fluttum suð-
ur frá Hvammstanga. Hann var
alltaf einstaklega góður okkur
systrum og hlýr, tók þétt í
hönd, koss á kinn og hlýleikinn
geislaði af honum. Hann var
hæglátur og mjög góður maður.
Nokkrum sinnum fórum við í
Miðfjarðarrétt og drógum þá fé
fyrir Guðmund og hans fjöl-
skyldu á Mýrum. Það var ekki
amalegt að eiga svona voldugan
frænda sem átti alvöru bújörð.
Börn okkar systra hafa einnig
notið góðs af sveitinni hans og
fannst mjög spennandi að fara í
Miðfjarðarrétt og „hjálpa“
Gumma frænda á Mýrum. Það
voru stundum mikil átök við bú-
fénaðinn og oft sluppu kind-
urnar frá þeim áður en þau
náðu að koma þeim í réttan
dilk. Í bókinni Óðfluga (1991)
eftir Þórarin Eldjárn er
skemmtilegt ljóð um afar bók-
hneigðan mann. Ljóðið heitir
Bókagleypir og hefst með þess-
um orðum: „Hann Guðmundur
á Mýrum borðar bækur, það
byrjaði upp á grín en varð svo
kækur. Núorðið þá vill hann
ekkert annað, alveg sama þó að
það sé bannað.“ Eftir að hafa
lesið ljóðið í þaula voru þau
sannfærð um að þetta væri ort
um frænda þeirra enda væri
enginn annar Guðmundur á
Mýrum! Þau gátu þó illa séð
fyrir sér að þetta væri satt en
það gerði Gumma frænda samt
enn áhugaverðari. Þau höfðu
aldrei séð hann borða neitt ann-
að en góðgætið hjá Erlu konu
hans eða matinn hjá ömmu
Rögnu. Hann hefur líklega
fengið margar og skrýtnar
augngotur frá þeim á þessu
tímabili. Þau vissu að mikil æv-
intýri voru allt um kring á Mýr-
um. Enginn annar frændi átti
róbóta, og það í fjósi. Kindur,
kýr, hundar og frændi. Það
gerist ekki betra. Við þökkum
kærlega fyrir samfylgdina.
Blessuð sé minning Guð-
mundar Karlssonar.
Brynhildur, Inga Hanna og
Gunnlaug Guðmundsdætur.
Þegar við systkinin setjumst
niður og kveðjum bóndann og
smiðinn Guðmund Karlsson á
Mýrum, leitar hugurinn aftur
til ársins 1973. Yfirvegun, ör-
yggi og traust voru hans að-
alsmerki þegar verulega reyndi
á. Guðmundur tók að sér að
vera yfirsmiður á 400 kinda
steinsteyptu fjárhúsi á Kollu-
fossi. Þetta sumar þegar hálfn-
að var að slá upp fyrir kjall-
araveggjunum, hvessti
skyndilega og gerði ofsarok og
allur uppslátturinn fauk um
koll. Var margra daga vinna þá
ónýt? Þetta var síðasta sumar
pabba á lífi og ef til vill hefur
kjarkurinn eitthvað verið farinn
að gefa sig hjá annars andlega
sterkum manni. En hringt var í
Guðmund til að láta hann meta
hvort allt væri í raun og veru
ónýtt. Hann kom fram eftir,
með öll sín rólegheit, gekk um
svæðið og sagði lítið, nema
„Það hefur verið dálítið hvasst.“
Svo þegar hann var búinn að
skoða þetta í dágóða stund, þá
kom úrskurðurinn. „Þetta verð-
ur ekkert vandamál,“ sagði
hann. Þið þurfið að fá öll not-
hæf farartæki á bænum og mik-
ið af sterkum böndum, og lyfta
uppslættinum upp og koma
honum fyrir á réttum stað.
Þetta tókst undir sterkri stjórn
smiðsins. Þetta finnst okkur
lýsa vel hvað Guðmundur var
yfirvegaður og rólegur en jafn-
framt traustur í sínum störfum
og í allri nærveru. Hann hafði
gaman af glettni og húmor og
að vera í góðum félagsskap.
Hann var einn af stofnendum
veiðifélagsins Dísarinnar sem
hafði það að markmiði að grisja
og nýta silung úr Arnarvatni.
Þar var hann virkur félagi á
meðan heilsan leyfði. Ég hef
aldrei heyrt Guðmundi hall-
mælt á nokkurn máta.
Kæra Erla mín, synir, systk-
ini og fjölskylda. Mínar bestu
kveðjur og þakklæti fyrir árin
öll og góðar minningar.
Enda ég þessar línur með
orðum Valdimars Briem:
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Kveðjur frá systkinunum frá
Kollufossi,
Dóra Magnheiður og
Gunnlaugur Pétur.
Það var í ársbyrjun 1972 að
ég skrapp út að Mýrum III við
Hrútafjörð til að hitta Guð-
mund Karlsson bónda og tré-
smíðameistara. Guðmundur
kom til dyra og bauð í bæinn.
Ég settist við eldhúsborðið, eft-
ir að hafa heilsað konu Guð-
mundar, Erlu Stefánsdóttur.
Eftir gott spjall um daginn og
veginn kom ég mér að erindinu.
Sagði ég Guðmundi að mig
vantaði smið til að byggja fyrir
okkur Sigrúnu nýtt íbúðarhús í
Hrútatungu. Við værum búin
að taka ákvörðun um að setjast
að og taka við búskapnum og
vildum koma upp nýju húsi,
teldum ekki vit í að gera upp
gamla húsið.
Eftir að hafa rætt þetta
nokkra stund féllst Guðmundur
á að hjálpa til við þetta eins og
ég man að hann orðaði það.
Eftir kaffi og góða kvöldstund
hélt ég heim á leið glaður í
bragði. Ég var orðin málkunn-
ugur Guðmundi þegar þarna
var komið og vissi vel hve gott
orð fór af honum. Eftir að sauð-
burði og helstu vorönnum var
lokið tók ég grunn fyrir nýja
húsið sem reyndar var á ná-
kvæmlega sama stað og bærinn
hafði staðið áður en húsið, sem
við bjuggum í, stóð þar. Síðan
kom Guðmundur og þá var
slegið upp fyrir grunni. Eftir
slátt var svo húsið steypt upp
og sett á þak og húsið gert fok-
helt fyrir haustið. Guðmundur
var afbragðs smiður. Það fór
ekki mikið fyrir honum, en hon-
um vannst einstaklega vel og
vissi nákvæmlega hvað hann
var að gera. Ég lærði mikið af
Guðmundi sem átti eftir að nýt-
ast mér vel á lífsleiðinni. Faðir
minn var alltaf með okkur í
þessari vinnu, enda bráðlaginn.
Þeim féll ákaflega vel að vinna
saman og kynni þeirra urðu
mjög náin eftir þessa sumar-
daga. Það var oft glatt á hjalla,
báðir gátu verið gamansamir.
Við feðgarnir unnum svo að
mestu sjálfir við tréverk inni
eftir að húsið var orðið fokhelt.
Ég leitaði oft til Guðmundar
eftir góðum ráðum og aðstoð.
Guðmundur tók mikinn þátt í
félagsmálum. Ég minnist hans
á fundum Ungmennasambands-
ins og þó sérstaklega á aðal-
fundum Búnaðarsambands
Vestur- Húnavatnssýslu. Það
fór líka þannig að Guðmundur
Karlsson og Jóhannes Björns-
son voru fundarritarar á þess-
um fundum um árabil og ræktu
það hlutverk af einstakri prýði.
Síðar var Guðmundur kjörinn
stjórnarformaður Kaupfélags
Vestur-Húnvetninga á
Hvammstanga. Á þeim árum
voru kaupfélögin og samvinnu-
hreyfingin mjög að láta undan.
Þetta voru um margt erfið ár
og það reyndi á forystumenn
kaupfélaga. Guðmundur fór
ekki varhluta af því. Hann hélt
ró sinni þótt stundum væri að
honum sótt.
Síðast en ekki síst var Guð-
mundur góður bóndi og snyrti-
mennska var honum í blóð bor-
in. Síðustu árin átti Guðmundur
við veikindi að stríða. Það er
sárt að sjá á bak góðum vin og
félaga. Við Sigrún þökkum góð
kynni og alla hjálpina, Guð-
mundur var valmenni og dreng-
ur góður. Erlu, Karli og Gunn-
laugi og fjölskyldum þeirra,
sendum við innilegar samúðar-
kveðjur.
Gunnar Sæmundsson.
Ég vil í fáum orðum minnast
Guðmundar Karlssonar frá
Mýrum, sem jarðsettur er í dag
frá Melstað. Guðmundur var
aðgætinn og einstakur maður,
sem valdist til ýmissa trúnaðar-
og félagsmálastarfa hér í sýslu.
Minnist ég góðs samstarfs
við hann að byggingarmálum
hér í Þverárhreppi, þegar hann
var byggingarfulltrúi hér á
þessu svæði um árabil.
Snerist það nær eingöngu
um teikningar og staðsetningu
sumarhúsa og annarra húsa á
lögbýlum.
Lentum við þó eitt sinn í því,
að mæla vegalengd á milli íbúð-
ar og minkahúsa, en lögbundin
var ákveðin lágmarksvegalengd
á milli þeirra. Var mælt með
löngu málbandi í norðanstormi
og lá leiðin þvert á vindátt.
Verkið tók því nokkurn tíma,
en hafðist upp á sentímetra. Er
ég sat í stjórn KVH var Guð-
mundur kosinn formaður
stjórnar 1994 og stóð sig ein-
staklega vel, að mínu mati og
fleiri.
Því miður kemst ég ekki í
þessa jarðarför, til að sýna
hinsta virðingarvott, en ég vil
þakka fyrir góð kynni og sam-
vinnu.
Ég sendi aðstandendum mín-
ar bestu samúðarkveðjur.
Agnar í Hrísakoti.
Guðmundur
Karlsson
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi
Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir
síðan 1996
ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Símar allan sólarhringinn:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og
ræðum skipulag útfarar ef óskað er
Móðir okkar og tengdamóðir
STEINUNN ÁSTGEIRSDÓTTIR
Ártúni 8
Selfossi
verður jarðsungin frá Selfosskirkju
þriðjudaginn 30. maí klukkan 14.
Fyrir hönd aðstandenda
Arndís Ásta Gestsdóttir Þorsteinn Árnason
Sigríður Gestsdóttir Hrafnkell Karlsson
Jóna Bryndís Gestsdóttir Gunnar Vilmundarson
Garðar Gestsson Inga Þóra Karlsdóttir
Margrét Gestsdóttir Hörður Viðar Ingvarsson
Sigrún Gestsdóttir Guðgeir Veigar Hreggviðsson
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
INGVELDUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
lést á Hrafnistu, Reykjavík, 22. maí.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju
föstudaginn 2. júní klukkan 13.
Kristján Ólafsson Áslaug Friðriksdóttir
Guðrún Þ. Ólafsdóttir Ólafur V. Skúlason
Sigurður Ingi Ólafsson
Kristjana L. Rasmussen Ove L. Rasmussen
Hjördís Ólafsdóttir Halldór Ingvason
Unnur Ólafsdóttir Stefnir Helgason
barnabörn og langömmubörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
PÉTUR GUÐVARÐARSON,
Hólakoti á Reykjaströnd,
lést þriðjudaginn 23. maí og verður
jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju
föstudaginn 2. júní klukkan 14.
Sigurlaug Eiríksdóttir
Einar Pétursson Kamkong Chotnok
Steinar Pétursson Efemía Björnsdóttir
Birna Pétursdóttir Ólafur Gunnarsson
Eiríkur Pétursson Elfa Guðnadóttir
Gunnhildur Pétursdóttir Birgir Baldursson
Unnar Pétursson Lára Jóhannsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn