Morgunblaðið - 27.05.2017, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.05.2017, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2017 Veit á vandaða lausn Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is Fastus er aðalstyrktaraðili Bocuse d’Or Ísland • Mjög auðvelt og fljótlegt í notkun • Tilbúið til matreiðslu á 3-4 mínútum • Afkastamikið og öflugt • Mjög góð hitastýring á kolum • Ytra byrði hitnar ekki • Færanlegt á meðan það er í notkun • Auðvelt að þrífa • Má fara í uppþvottavél • Taska fylgir • Úrval aukahluta • TILVALIÐ Í ÚTILEGUNA STÓRSNIÐUGT GRILL SEM SLEGIÐ HEFUR Í GEGN! Lotusgrill m/ tösku verð frá 24.500,- m.vsk. KOLA GRIL L TILBÚ IÐ Á 3 MÍNÚ TUM FÁST NÚ EI NNIG Í FJARÐ ARKA UPUM Þegar vinkona mín tilkynnti foreldrum sínum að hún hefði náðsér í kærasta höfðu þau mestan áhuga á að hann væri af góðumættum. Þeim fannst fráleitt að einkadóttirin byndi trúss sitt viðættlausan strák enda voru þau þess fullviss að þau sjálf, og þá væntanlega dóttirin líka, væru vel ættuð og jafnvel í þriðja eða fjórða lið. Fáar íslenskar konur hafa trúlega komist í hálfkvisti við Ásgerði Bjarnardóttur að ættgöfgi en hún var eiginkona Egils Skallagrímssonar og að sögn hans óðalborin og lendborin í allar kynkvíslir en tiginborin, þ.e. komin af konungum eða jörlum, í ættir fram. Fyrir vikið féll henni í skaut gríðarlegur arfur þótt hlutskipti hennar yrði einungis það að sitja sem húsfreyja á Borg á Mýrum með Agli sínum sem notaði þó hvert tækifæri til að halda utan og afla sér enn meiri auðs og frama. Fáum blöðum er um það að fletta að til skamms tíma skipti ætterni miklu í ís- lensku samfélagi og var oft trygging fyrir góðum emb- ættum og áhyggjulausu lífi. Kannski eimir svolítið enn af þessum hugs- unarhætti þótt Briemarar, Thoroddsenar og Thorsarar hafi smám sam- an þurft að víkja fyrir ættlausum strákum og stelpum svo að ég noti orðið sem foreldrar vinkonu minnar viðhöfðu um tilvonandi tengdason. Margir hafa gaman af því að rekja saman ættir og sjálf kíki ég stundum á Íslendingabók fyrir sakir forvitni og mikið hefði ég gaman af því að heyra eitthvað nánar um forföður minn, Halldór hertekna, sem vænt- anlega hefur komist heim eftir Tyrkjaránið og orðið lögréttumaður. Í æsku var mér sagt að ég væri komin af góðum ættum enda voru þar innan borðs, skáld, fræðimenn útgerðarmenn og a.m.k. einn alþing- ismaður. Mér þótti þetta býsna merkilegt og gumaði stundum af ætt- göfgi minni þótt viðmælendum þætti slíkt fremur fánýtt hjal. Ég hætti þessu líka smám saman og að sjálfsögðu lít ég þannig á að einstakling- urinn og manngildið sé öllu ætterni æðra. Það hafi líka oft verið undir hælinn lagt í okkar örsnauða samfélagi hvaða menn komust til áhrifa og gátu af sér ættboga sem sómi þótti að. Þýsk hestakona leiddi mér eitt sinn fyrir sjónir hversu fáránlegt væri að leggja mat á menn og hross út frá ættartölum. Hún sagði að slík um- ræða væri afskaplega þreytandi og fólk skyldi bara hafa það hugfast að maður færi ekki í útreiðartúr á allri ættinni. Ég þykist vita að ákafir hrossaræktendur fallist ekki á þessi rök en mér finnst sagan skemmtileg og læt hana þess vegna fljóta með hér í lokin. Af ættgöfgi manna og hrossa Tungutak Guðrún Egilson Ljósmynd/Gísli Sigurðsson Ættgöfgi Þrátt fyrir auðævi sín og hafa verið talin ein ættgöfugusta kona landsins fékk Ásgerður Bjarnardóttir einungis að vera húsfreyja á Borg á Mýrum sem eiginkona Egils Skallagrímssonar. Þegar þeir úr minni kynslóð, sem voru sama sinn-is, voru að laðast að Sjálfstæðisflokknum fyrirrúmlega 60 árum var það tvennt, sem réð úr-slitum. Annars vegar afstaða flokksins til kalda stríðsins og kommúnismans og hins vegar stuðningur Sjálfstæðisflokksins við einkaframtak og frjálsa sam- keppni og andstaða við ríkisrekstur í atvinnulífi, sem þá var mun umfangsmeiri en nú. Línur varðandi kalda stríðið voru alveg hreinar allt til loka þess en smátt og smátt varð okkur ljóst að það sama átti ekki endilega við um einkaframtakið, frjálsa sam- keppni og frjálsan markað yfirleitt. Við hrifumst af einkaframtaksmönnum, sem höfðu hafið sig upp úr engu og byrjað með tvær hendur tómar. Þess vegna bárum við djúpa virðingu fyrir Einari Guð- finnssyni í Bolungarvík og Tryggva Ófeigssyni, sem gekk þungur á brún til og frá skrifstofu sinni í Að- alstræti. Tryggvi var maðurinn, sem gat gert út togara frá Reykjavík með hagnaði á sama tíma og bæjarútgerðir, bæði í höfuðborginni, Hafn- arfirði og annars staðar voru reknar með bullandi tapi. Það var lærdómsríkt að fá tækifæri til að tala reglulega og stundum í hverri viku við Einar ríka Sigurðsson. Ætli sé til betur heppnuð fjárfesting í atvinnulífi okkar en togarinn Sig- urður? Það var ævintýraljómi yfir Alfreð Elíassyni og fé- lögum hans hjá Loftleiðum, sem voru framan af eins konar utangarðsmenn í íslenzku atvinnulífi. Og við sáum með berum augum hvernig Pálmi í Hag- kaup varð til. Ævisaga Thors Jensens eftir Valtý Stefánsson, rit- stjóra Morgunblaðsins, varð eins konar kennslubók um einkaframtak. En svo fórum við að sjá fleira. Einhverjir okkar höfðu orðið þess varir á haftaár- unum, að það var ekki sama hver maðurinn var, þegar kom að leyfisveitingum. Þeir gátu allir verið sjálfstæð- ismenn en sumir voru greinilega meiri sjálfstæðismenn en aðrir og það átti reyndar við um alla flokka. Við urðum þess líka varir, að Loftleiðamenn og Pálmi í Hagkaup voru litnir hornauga af þeim sem fyrir voru í flugi og verzlun. Hvernig mátti það vera? Voru einka- framtaksmenn ekki hlynntir frjálsri samkeppni? Þegar Loftleiðir og Flugfélag Íslands sameinuðust í Flugleiðum var það krafa þeirra innan dyra að félagið hefði í raun einkarétt á flugi á milli Íslands og annarra landa og slíkt fyrirheit var staðfest bréflega frá viðkom- andi ráðuneyti á þeim tíma, þótt sú yrði ekki raunin í framkvæmd. En þegar lítið flugfélag, Arnarflug, hóf lít- ilsháttar samkeppni við Flugleiðir og Morgunblaðið á þeim tíma reyndi heldur að ýta undir slíka samkeppni í þeirri trú að frjáls samkeppni kæmi viðskiptavinum til góða, var því illa tekið af forráðamönnum Flugleiða á þeim tíma. Hvers vegna? Voru einkaframtaksmenn hjá Flug- leiðum ekki hlynntir frjálsri samkeppni? Þegar lítið skipafélag, sem hét Bifröst, hóf vöruflutn- inga til og frá Bandaríkjunum, þar sem Eimskip var eitt fyrir, var sagt við greinarhöfund í sumarbústað í Lund- arreykjadal á sunnudagsmorgni: Ef þú heyrir skerandi vein, er ég hvergi nærri. Hvað áttu við? Við ætlum að „fíra“ niður fragtinni á Ameríkuleiðinni á morgun. Frjáls samkeppni á Ameríkuleiðinni var kæfð í fæðingu – af einkaframtaksmönnum. Þegar Samband ísl. samvinnufélaga hrundi varð slíkur ruðningur í viðskiptalífinu í Reykjavík, að Morgunblaðið sá ástæðu til í Reykjavíkurbréfi að lýsa þeirri skoðun að einokun einkaaðila væri ekki betri en rík- iseinokun. Sú skoðun var ítrekuð aftur og aftur í nær tvo áratugi. Það er hægt að færa rök að því, að frá upphafi Íslands byggðar hafi aldrei verið til „frjáls“ markaður á Íslandi í þeim skilningi að þar hafi farið fram heilbrigð og eðlileg samkeppni. Að búa á eyju á mikinn átt í því. Dæmin eru fjölmörg: bankarnir, tryggingafélögin, olíu- félögin o. fl., o. fl. Báðum megin við aldamótin komu svo ný fyrirbæri til sögunnar. Annars vegar varð það skýrara en áður, að það var hægt, meðvitað eða ómeðvitað, að skapa mikinn auð fyrir fáa, með löggjöf. Hið frjálsa framsal kvótans, sem vinstri stjórn hafði forystu um, án þess að auðlinda- gjald væri tekið upp um leið er gleggsta dæmið um það. Hins vegar urðu til viðskiptasamsteypur í einkaeigu, sem stefndu markvisst að því að koma sér upp einok- unarstöðu á lykilsviðum viðskiptalífsins. Stjórnvöld skildu ekki hvað var að gerast eða höfðu ekki pólitískt bolmagn til að rísa upp til varnar neyt- endum. Þessar samsteypur féllu í hruninu. Þá ályktun má draga af þessari sögu, að orðin „frjáls markaður“ og „einkaframtak“ eru ekki einhver töfraorð, sem hægt er að veifa í umræðum um hvað sem er, hvorki um atvinnulíf, heilbrigðismál eða skólarekstur. Þeim þarf að fylgja sterkt aðhald til þess að einka- rekstur breytist ekki á skömum tíma í einokun og frjáls markaður breytist í andhverfu sína. Mesta hættan, sem steðjar að einkaframtaki og frjáls- um markaði nú er ekki sósíalisminn eins og áður var, heldur hið banvæna faðmlag stjórnmála og viðskipta, sem átti mikinn þátt í hruninu. Á milli stjórnmála og við- skipta þarf að verða til eldveggur, sem dugar betur en slíkir sem sagðir voru vera til í fjármálafyrirtækjum fyr- ir hrun en reyndust orðin tóm. Þessar hugleiðingar urðu til vegna þess að nú er hugs- anlegt, með tilkomu Costco, að Íslendingar muni í fyrsta skipti kynnast raunverulegum frjálsum markaði og það er ánægjulegt að landsmenn taka honum opnum örmum. Ef þú heyrir skerandi vein… Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Örsögur um einkaframtak og frjálsan markað Mér var falið að andmæla eðaöllu heldur bregðast við þrem- ur fyrirlestrum um kóreska efna- hagsundrið, þegar ég sótti á dög- unum ráðstefnu í Seoul. Margt bar á góma. Ég tók undir það, sem fyr- irlesarar sögðu, að velgengni Kór- eumanna hefði orðið þrátt fyrir, ekki vegna, ríkisafskipta. Suður-Kórea hefði verið mjög samleitt og sam- stætt land, svo að auðvelt var að beina öllum kröftum að sama marki, og þar eð íbúar einbeittu sér að út- flutningi, lutu fyrirtæki aga hinnar frjálsu samkeppni á alþjóðamarkaði. Þegar nefnt var, að innlendar framleiðslugreinar kynnu að skað- ast, væru þær sviptar tollvernd, rifj- aði ég upp söguna af því, þegar ég kynnti haustið 1984 íslenskan seðla- bankastjóra fyrir Milton Friedman svofelldum orðum: „Prófessor Friedman, hér er maður, sem myndi missa starfið, væru kenningar yðar framkvæmdar á Íslandi.“ Friedman var snöggur til svars: „Nei, hann myndi aðeins þurfa að færa sig í arð- bærara starf!“ Þetta er lögmál markaðarins: Menn verða við breyttar aðstæður að færa sig í arð- bærari störf. Einnig spurði ég, hvað væri rangt við að flytja verksmiðju úr hálauna- landi í láglaunaland í sparnaðar- skyni. Þá færðust til skamms tíma tekjur frá launþegum í hálaunaland- inu til starfssystkina þeirra í lág- launalandinu. Þetta væri með öðrum orðum endurdreifing frá bjargálna fólki til örsnauðs, sem flestir hlytu að fagna. En til langs tíma yrðu auð- vitað til ný störf á hálaunalandinu, þar eð varan væri nú framleidd ódýrar. Það skilaði sér ýmist í lægra vöruverði til neytenda eða auknum arði til verksmiðjueigendanna. Til langs tíma nytu allir góðs af. Ég lagði áherslu á, að hvergi mætti hvika frá frjálsum alþjóða- viðskiptum. Enn ætti við það, sem ensk-þýski stjórnmálamaðurinn John Prince Smith hefði sagt: „Til- hneiging okkar til að skjóta á aðra minnkar, ef við sjáum í þeim vænt- anlega viðskiptavini.“ Hitt væri líka rétt, sem Thomas Watson hjá IBM hefði líklega fyrstur kveðið upp úr um: „Ef varan fær ekki að fara yfir landamærin, þá mun herliðið þramma yfir þau.“ Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Sagt í Seoul

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.