Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.10.2006, Qupperneq 7

Freyr - 01.10.2006, Qupperneq 7
HROSSARÆKT gæðingur í besta lagi, hæstu einkunnir eru 9,0 fyrir tölt, skeið og vilja/geðslag og 8,5 fyrir brokk, stökk og fegurð í reið, lægst er 7,5 fyrir fet. Fursti var hæstur stóðhesta 5 vetra gamalla á árinu 2005 og hefur því haldið stöðu sinni sem einn af bestu hestum sem fram hafa komið í sfnum árgangi. Þriðji varð Sólon IS2000135815 frá Skán- ey í Borgarfirði (B: 8,24, H: 8,64 A: 8,48). Eigendur Sólons eru M. Birna Hauksdóttir, Heiða Dís Fjeldsted og Haukur Bjarnason en knapi var Jakob Sigurðsson. Faðir Sólons er Spegill frá Sauðárkróki og móðir Nútíð frá Skáney. Sólon er með afbragðsbygging- ardóm þar sem hæst ber 9,5 fyrir bak/lend og prúðleika og 8,5 fyrir fótagerð og hófa, lægst og gallinn í byggingunni er 7,0 fyrir réttleika. Sólon er mikill alhliðagarpur á gangi með úrvalsklárgang og drjúggott skeið en hæstu einkunnir eru 9,0 fyrir tölt, brokk, vilja/geðslag og hægt tölt og 8,5 fyrir fegurð í reið, lægst er fet 7,0. Sólon varð árið 2005 næsthæstur f flokki 5 vetra stóðhesta en bætti sig nú töluvert bæði hvað varðar byggingarþætti og hæfileika og stendur því enn sem fyrr í fremstu röð í árganginum. Sólon frá Skáney og Jakob Sigurðsson. (Ljósm. Eiríkur Jónsson). STÓÐHESTAR 5 VETRA Efstur 5 vetra stóðhesta á árinu varð Vil- mundur IS2001186915 frá Feti í Rangár- þingi (B: 7,96 H: 8,95 A: 8,56). Eigandi Vil- mundar er Brynjar Vilmundarson en knapi var Þórður Þorgeirsson. Faðir Vilmundar er Orri frá Þúfu, ff. Otur frá Sauðárkróki, fm. Dama frá Þúfu. Móðir Vilmundar er Vigdís frá Feti, mf. Kraflar frá Miðsitju, mm. Ásdís frá Neðra-Ási. Vilmundur er með drjúggóð- an byggingardóm þar sem hæst er 8,5 fyrir bak/lend og hófa. Engin byggingareinkunn er lág en lægst er 7,5 fyrir höfuð, fótagerð og réttleika. Vilmundur er snillingsfoli á gangi, hæst er 9,5 fyrir vilja/geðslag og 9,0 fyrir tölt, brokk, fegurð í reið og hægt tölt. Lægst er 7,5 fyrir fet. Vilmundur er glæsi- legur, öskuviljugur gæðingur og gott sýn- ishorn af því þegar ræktunin gengur upp. Ekki þarf að kynna föður hans Orra frá Þúfu sem sannað hefur sig sem einhver mesti núlifandi kynbótagripur hrossaræktarinnar en hitt er ekki síður ánægjulegt að Vigdís móðir Vilmundar var hæst dæmda hryssan í sínum flokki á landsmóti 1998 á Melgerð- ismelum og í fyrsta sæti heiðursverðlauna- hryssna á landsmóti 2006. Vilmundurfrá Feti og Þórður Þorgeirsson. (Ljósm. Eiríkur Jónsson). Næstefstur af 5 vetra stóðhestum varð Þeyr IS2001135008 frá Akranesi (B: 8,30 H: 8,72 A: 8,55). Eigendur Þeys eru Finnur Ingólfsson, Einar Öder Magnússon, Ólaf- ur Ólafsson og Svanhvít Kristjánsdóttir en knapi var Jakob Sigurðsson. Faðir Þeys er Otur frá Sauðárkróki og móðir Ölrún frá Akranesi. Þeyr er með mjög góðan bygging- ardóm, hæst er 9,0 fyrir bak/lend og hófa og 8,5 fyrir samræmi, lægst er 7,5 fyrir prúðleika. Þeyr er flugagæðingur með enga einkunn undir 8,0 en hæst er 9,0 fyrir tölt og vilja/geðslag og 8,5 fyrir brokk, skeið, stökk og fegurð í reið. Þeyr frá Akranesi og Jakob Sigurðsson. (Ljósm. Eiríkur Jónsson). Þriðji í þessum flokki varð Gaumur IS2001187053 f rá Auðsholtshjáleigu í Ölf- usi (B: 8,06 H: 8,84 A: 8,53). Eigandi Gaums er Gunnar Arnarson en knapi var Þórður Þorgeirsson. Faðir Gaums er Orri frá Þúfu en móðir Hildur frá Garðabæ. Gaumur er með góðan byggingardóm þar sem hæst er 8,5 fyrir bak/lend og samræmi, lægst er 7,5 fyrir fótagerð. Gaumur er eins og hinir hest- arnir I þessum flokki frábær hæfileikahestur með hæst 9,5 fyrir vilja og geðslag og 9,0 fyrir tölt, brokk, fegurð í reið og hægt tölt, lægst er fet 7,5. Þess má geta að Gaumur er albróðir Garps frá Auðsholtshjáleigu sem er hátt dæmdur bæði sem stóðhestur og keppnishestur og hlaut m.a. fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi á síðasta landsmóti. Gaumur frá Auðsholtshjáleigu og Þórður Þorgeirsson. (Ljósm. Eiríkur Jónsson) STÓÐHESTAR 4 VETRA Efstur í yngsta flokki stóðhesta á árinu varð Kraftur IS2002155250 frá Efri-Þverá í V-Húnavatnssýslu (B: 8,20 H: 8,48 A: 8,37). Eigandi Krafts er Sigurður Halldórs- son en knapi var Agnar Þór Magnússon. Faðir Krafts er Kolfinnur frá Kjarnholtum I, ff. Hrafn frá Holtsmúla, fm. Glókolla frá Kjarnholtum I. Móðir Krafts er Drótt frá Kópavogi, mf. Máni frá Ketilsstöðum, mm. Gnótt frá Steinmóðarbæ. Kraftur er með háan byggingardóm þar sem hæst ber 8,5 fyrir háls/herðar/bóga, samræmi og hófa en gallinn 7,0 fyrir réttleika. Kraftur er nú þeg- ar rúmur alhliðagæðingur, hæstu einkunnir í hæfileikum eru 9,0 fyrir vilja/geðslag og 8,5 fyrir brokk, skeið, stökk, fegurð í reið og fet. Engin einkunn er undir 8,0. Kraftur er eitt af mörgum úrvalsafkvæmum hins aldna höfðingja Kolfinns frá Kjarnholtum I sem fram komu á árinu. Nú eru að skila sér til dóms afkvæmi hans sem til eru orðin eftir frækilega afkvæmasýningu á landsmóti í Reykjavík árið 2000. Kraftur frá Efri-Þverá og Agnar Þór Magnússon. (Ljósm. Eiríkur Jónsson). FREYR 10 2006

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.