Freyr - 01.10.2006, Page 28
SKÓGRÆKT
Fjallaþöll (Tsuga mertensiana)
FJALLAÞÖLL (Tsuga mertensiana) OG
MARÞÖLL (Tsuga heterophylla)
Þessar tvær þallartegundir frá vestanverðri
Norður-Ameríku eru nauðalíkar og búa yfir
svipaðri aðlögun. Hægt er að þekkja þær
í sundur á könglunum sem eru mun stærri
á fjallaþöll en á marþöll. Þær gera svipaðar
kröfur og grenitegundir til jarðvegs og eru
mjög skuggþolnar fæsku. Þallireru ekki sér-
lega hraðvaxta tré en geta orðið mjög lang-
lífar og því stórvaxnar. Um 60 ára reynsla
er af ræktun þalla á íslandi og er hún öll á
einn veg - ekki þýðir að ætla að rækta þöll
á berangri. Aðlögun að skugga veldur því
að æskubarr þalla er illa varið fyrir næðingi
og frosti og því er nánast útilokað að koma
þeim til hér á landi nema undir þéttum
skermi annarra trjáa. Vöxtur róta ungra
þallarplantna heldur einnig lengur áfram
fram eftir hausti en hjá flestum öðrum trjá-
tegundum og gerir þetta ungplönturnar
berskjaldaðri gagnvart rótakali á berangri.
Þrátt fyrir mikinn innflutning á þallarfræi á
sjötta áratug síðustu aldar eru aðeins til örfá-
ir lundir af fjallaþöll á landinu og einstakar
marþallir frá þessum tíma eru enn sjaldgæf-
ari. Þær eru þó allar beinvaxnar og vaxa
áfallalaust eftir að ákveðnum þroska er náð.
Hæstu marþallir eru á Tumastöðum, um 10
metrar á hæð.
Á Islandi eru nú að skapast skilyrði fyrir
þallarrækt, einkum f nýgrisjuðum greni-
og furulundum. Ef ætlunin er að skapa
yndisskóg úr þéttum og einsleitum greni-
eða furugróðursetningum þar sem flestar
plöntutegundir eiga erfitt vegna skugga,
geta þallir puntað verulega upp á umhverf-
ið. Eins eru þær verulegt skraut í bland-
skógum, sérstaklega að vetrarlagi. Þallir
eru einstaklega þokkafull tré með mjúkt
barr og fallegan, dökkgrænan lit. Eins
og er með framangreindar tegundir er
ekki ástæða til að stórauka gróðursetningu
þalla en árleg gróðursetning upp á nokkrar
þúsundir plantna (f verndað umhverfi) er
réttlætanleg.
Gullregn (Laburnum alpinum)
GULLREGN (Laburnum alpinum)
Gullregn er ættað frá Evrópu og er best
þekkt sem skrauttré í görðum. Það er oft
margstofna runni frekar en tré en nær þó
ágætri stærð á skjólgóðum stöðum, t.d.
um 10 m hæð í Reykjavík. Gullregn er
ágætlega harðgert, einkum á sunnanverðu
landinu, en þarf gott skjól til að ná góðum
þroska. Viður gullregns er harður með
súkkulaðibrúnum kjarna og er mjög eftir-
sóttur í rennismíði, sennilega verðmætasti
viðurinn sem hægt er að rækta á íslandi.
Löng reynsla er af gullregni í garðrækt,
bæði aðaltegundinni og blendingum, en
það er ekkert notað í skógrækt. Það ætti
að koma tii greina í yndisskógrækt og í kjör-
lundum í timburskógrækt, e.t.v. nokkrar
þúsundir plantna til að byrja með.
Heggur (Prunus padus)
HEGGUR (Prunus padus)
Heggur fyllir svipaðan flokk og gullregn.
Hann er einkum þekktur sem skraut í görð-
um hérlendis og er oft runni frekar en tré.
Hann blómstrar töluvert á sumum árum, ald-
in hans eru eftirsótt af fuglum og norðlæg
kvæmi fá hér fallega haustliti. Þá er viður
heggs rauðleitur og áferðarfagur og nýtist
til ýmiskonar smíða.
Mikið er af dönskum hegg í görðum, en
heggur frá Noregi er harðgerðari og hefur
náð 8 m hæð á Hallormsstað. Hegg ætti
að nota svipað og gullregn og í svipuðu
magni.
Davki (Pseudotsuga menziesii)
DAVKI (Pseudotsuga menziesii)
Hér er gerð tillaga um að tegund þessi verði
kölluð davki frekar en douglas-greni eða
dögglingsviður. Nafnið er dregið af David
Douglas, sem tegundin er vfðast kennd
við, en skírnarnafnið lagt til grundvallar
samkvæmt íslenskri hefð. Loks er algengu
trjáheitaendingunni ki bætt við, sbr. birki
og lerki. Davki er eitt mikilvægasta timbur-
tré heims og meðal þeirra stórvöxnustu. I
nágrannalöndum okkar er davki víðast hvar
hæsta trjátegundin. Það er einnig meðal
hæstu trjáa á (slandi, en 65 ára gamalt tré
hefur náð 20 m hæð í Hallormsstaðaskógi.
Davki sýnir mikinn vaxtarþrótt, en kelur
nokkuð í æsku. Tilhneigingin til að kala
hverfur að mestu með aldrinum og hafa
kvæmi úr yfir 1000 m hæð í fjöllum Bresku-
Kólumbíu reynst best.
Æskubarr davkis er viðkvæmt fyrir vetrar-
næðingi svipað og hjá þöllunum og því hef-
ur reynst erfitt að koma því til á berangri.
Davki er hins vegar ekki nema í meðallagi
skuggþolið og því er ekki heldur hægt að
gróðursetja það undir þéttum skermi. Það
er svolítil kúnst að rækta davki.
Davki er önnur tveggja trjátegunda sem
náð hafa 20 m hæð á íslandi en eru ekk-
ert notaðar i skógrækt. Reynslan hefur
kennt okkur að hægt sé að koma davki til
hérlendis með því að gróðursetja það undir
gisnum skermi, t.d. ( u.þ.b. 10 ára gömlum
lerkiskógi, en þess verður að gæta að grisja
skerminn tímanlega svo skugginn verði ekki
of mikill. Á þann hátt verða til blandskóg-
ar lerkis og davkis sem gætu orðið bæði
fjölbreyttari og verðmætari en hreinir lerki-
skógar. Islenskur eldfjallajarðvegur ætti að
henta sérlega vel davkinu, í Ijósi þess að á
heimaslóðum sínum nær tegundin hvergi
betri þroska en þar sem eðliseiginleikar jarð-
vegs eru svipaðir þeim sem hér eru ríkjandi.
Tímabært er að fara að prófa sig áfram með
þetta stórvaxna og verðmæta timburtré og
mætti árleg gróðursetning vera um 10.000
plöntur til að byrja með, uns tökum hefur
verið náð á ræktunartækninni.
Hér lýkur fyrri hluta þessarar upptalning-
ar á vanmetnum trjátegundum. I seinni
hlutanum verður fjallað um þær tegundir
sem nota mætti í mun meira magni en nú
er raunin.
28
FREYR 10 2006