Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2006, Blaðsíða 29

Freyr - 01.10.2006, Blaðsíða 29
HROSSARÆKT fslenska hestatorgið Samastarf um verkefnið Islenska hestatorgið innsiglað með handabandi að lokinni undirskrift þess á Landsmóti hestamanna á Vindheimamelum 2006. Til vinstri: Jón Baldur Lorange, Kristinn Guðnason, Arna Björg Bjarndóttir, Skúli Skúlason og Bergur Jónsson. /Ljósm. Áskell Þórisson Eftir Örnu Björgu Bjarnadóttur, forstöðumann Söguseturs íslenska hestsins, Hólum í Hjaltadal íslenska hestatorgið er samstarfs- verkefni Félags hrossabænda, Félags tamningamanna, Hólaskóla, Söguseturs íslenska hestsins og WorldFengs. Verkefnið var sett á laggirnar vorið 2006 til að ná saman ofangreindum stofnunum og félögum sem hver á sinn hátt vinna að markaðsmálum, fræðslu, menntun, tamningum, ræktun og rannsóknum á íslenska hestinum. Markmiðið með verkefninu var að vinna sameiginlega aö heildstæðri kynningu á íslenska hestinum á Landsmóti hestamanna 2006 og Heimsmeistaramóti íslenska hests- ins í Hollandi 2007. Kveikjan að verkefninu er sú staðreynd að íslenski hesturinn er alþjóðleg vara og íslendingar eru í alþjóðlegri samkeppni við aðrar þjóðir um ræktun og þjálfun. Islenski hesturinn er ræktaður og alinn í um tuttugu löndum og tugþúsundir manna um allan heim nota hann í keppnum, til útreiða og sér til yndisauka. Ætli íslending- ar að halda forystuhlutverki sínu á hinum fjölmörgu sviðum hestamennskunnar og minna þannig á að Island sé upprunaland- ið verða þeir að láta til sín taka svo um munar. Það er því Ijóst að þau félög og stofnanir sem láta sig varða íslenska hest- inn verða að sameina krafta sína þegar kemur að kynningu á stærstu viðburðum íslenskrar hestamennsku, s.s. landsmótum og heimsmeistaramótum. Islenska hesta- torgið er því hugsað sem sameiginlegt kynningar- og markaðsátak til að styrkja stöðu íslenska hestsins bæði heima og erlendis. KYNNINGARBÁS Á LANDSMÓTI HESTAMANNA Sögusetur íslenska hestsins tók að sér verkefnastjórnun á (slenska hestatorginu á Landsmótinu á Vindheimamelum síðasta sumar en hver og einn samstarfsaðili útbjó sitt eigið kynningar- og fræðsluefni. Hesta- torgið kom upp stórum kynningarbás í svonefndu markaðstjaldi. Alla dagana var boðið upp á auk sýninga og fræðslu, lif- andi dagskrá með stuttum erindum og uppákomum. Auk þess var bein útsending frá keppnisvellinum. Á miðju torgsins var komið upp litlu kaffihúsi þar sem skapaðist skemmtilegt og þægilegt andrúmsloft. Þar kom fólk saman til að fylgjast með beinni útsendingu frá vellinum eða einfaldlega til þess að setjast niður og eiga notalega stund með vinum og kunningjum. HEIMSMEISTARAMÓTIÐ Á NÆSTA LEITI Um þessar mundir er að hefjast undirbún- ingur (slenska hestatorgsins fyrir Heims- meistaramót (slenska hestsins í Hollandi næsta sumar. Búist er við ríflega tutt- ugu þúsund gestum á mótið. Mikilvægi þess að íslensk atvinnugreinafélög hesta- mennskunnar og stoðstofnanir þeirra séu sýnileg á slíkum stórmótum er þess vegna augljóst. (slenska hestatorgið er ávinning- ur allra sem að þvi standa og íslenskrar hestamennsku i heild svo og þeirra fjöl- mörgu sem vinna að kynningu á landi og þjóð og þeirra sem njóta góðs af. Margt var um manninn á opnun íslenska hestatorgsins á Landsmóti hestamanna á Vindheimamelum 2006. /Ljósm. Áskell Þórisson FREYR 10 2006 29

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.