Freyr - 01.10.2006, Side 12
HROSSARÆKT
M: IS1977258509
Albína frá Vatnsleysu
Kynbótamat aðaleinkunn 114 stig.
Dæmd afkvæmi 39.
Dómsorð:
Glampi gefur meðalhross að stærð með
langt og gróft höfuð en vel opin augu. Háls-
inn er reistur með háum herðum, mjúkur en
djúpur. Bakið er beint en lendin djúp og öfl-
ug og hrossin eru fótahá. Fætur eru allgóðir
með öflugar sinar og þurrir. Afturfætur eru
nágengir en réttir í liðum, framfætur útskeif-
ir, hófar djúpir og efnisþykkir en prúðleiki
lítill. Afkvæmin eru áberandi hágeng á tölti
og brokki, skeiðið gott sé það fyrir hendi og
stökkið teygjugott og hátt. Viljinn er ásæk-
inn en þjáll og hrossin fara vel.
.... , „ . i.i.‘. ...... III IIÉ—HIÉM—1M
Afkvæmi Glampa frá Vatnsleysu.
(Ljósm. Eiríkur Jónsson).
Glampi gefur ekki fríð hross en reist
og háfætt, jafnt alhliða geng sem klár-
hross, góður fótaburður er aðalsmerk-
ið. Glampi hlýtur fyrstu verðlaun fyrir
afkvæmi og sjötta sætið.
HRYSSUR MEÐ AFKVÆMUM
- HEIÐURSVERÐLAUN
IS1992286930 Vigdís frá Feti
Litur: Brún
Ræktandi: Brynjar Vilmundarson.
Eigendur: Brynjar Vilmundarson og Gunnar
Andrés Jóhannsson.
F: IS1988158714
Kraflar frá Miðsitju
M: IS1984258260
Ásdís frá Neðra-Ási
Kynbótamat aðaleinkunn 123 stig.
Dæmd afkvæmi 5.
Dómsorð:
Vigdís gefur frekar stór hross með skarpt og
þurrt en augnsmátt höfuð. Hálsinn er vel
gerður, reistur og mjúkur við háar herðar
og bógar skásettir. Bakið er mjúkt og lendin
vellöguð og hrossin eru hlutfallarétt, fótahá
og sívalvaxin. Fótagerðin er allgóð, sinar
öflugar og fætur prúðir, réttleiki er síðri,
afturfætur nágengir og framfætur útskeifir.
Hófar eru frábærir, djúpir og efnisþykkir en
prúðleiki í tæpu meðallagi. Töltið er takt-
gott og mjúkt með háum fótaburði, brokkið
skrefmikið en óöruggt. Skeiðgetu skiptir í
tvö horn en stökkið er ferðmikið og teygju-
gott. Viljinn er góður, ásækinn og þjáll og
hrossin fara mjög vel með mikilli reisingu,
höfuð- og fótaburði.
Vigdís frá Feti og Erlingur Erlingsson.
(Ljósm. Eiríkur Jónsson).
Vigdís gefur reist, fótahá og sívalvax-
in hross með úrvalshófa. Öll afkvæmin
eru alhliðageng, töltið best en brokk
og skeið misgott, hrossin eru vel viljug
og fara afar fallega. Vigdís hlýtur heið-
ursverðlaun fyrir afkvæmi og fyrsta
sætið.
IS1988287067 Vaka frá Arnarhóli
Litur: Móbrún
Ræktandi: Valgeir Jónsson.
Eigandi: Sigurður Sæmundsson.
F: IS1981157025
Kjarval frá Sauðárkróki
M: IS1984287058
Fluga frá Arnarhóli
Kynbótamat aðaleinkunn 118 stig.
Dæmd afkvæmi 5.
Dómsorð:
Vaka gefur stór hross með skarpt og þurrt
höfuð. Hálsinn er grannur og langur, bak
þokkalegt en lendin grunn. Hrossin eru hlut-
fallarétt, fætur votir og sinaskil lítil, réttleiki
góður og hófar prýðilegir. Prúðleiki í rúmu
meðallagi. Allur gangur er rúmur og takt-
góður. Viljinn er ásækinn og hrossin fara vel
með góðum fótaburði.
Vaka frá Arnarhóli og Freyja Hilmarsdóttir.
(Ljósm. Eiríkur Jónsson).
Vaka gefur framfalleg og hlutfallarétt
hross með góða hófa, afkvæmin eru vel
viljug, jafnvíg og afkastamikil á öllum
■—
gangi. Vaka hlýtur heiðursverðlaun fyr-
ir afkvæmi og annað sætið.
IS1986257021 ísold frá Keldudal
Litur: Brúntvístjörnótt
Ræktandi: Leifur Þórarinsson .
Eigandi: Leifur Þórarinsson.
F: IS1968157460
Hrafn frá Holtsmúla
M: IS1977257004
Hrund frá Keldudal
Kynbótamat aðaleinkunn 117 stig.
Dæmd afkvæmi 5.
Dómsorð:
(sold gefur ríflega meðalhross að stærð með
svipgott höfuð en djúpa kjálka. Hálsinn er
reistur og bógar skásettir, bakið mjúkt og
lendin öflug. Afkvæmin eru hlutfallarétt
og sívalvaxin. Fætur eru þurrir en sinaskil
lítil, réttleiki þokkalegur og hófar um með-
allag. Prúðleiki er slakur. Töltið er taktgott
og rúmt, brokkið skrefmikið og taktgott og
skeiðið skrefmikið ef það er fyrir hendi. Vilj-
inn er harðásækinn en ekki Ijúfur og hrossin
fara vel.
ísold frá Keldudal.
(Ljósm. Eiríkur Jónsson).
ísold gefur afkvæmi með góða fram-
byggingu og öfluga yfirlínu. Þau hafa
allgóða alhliða reiðhestskosti en sonur
hennar, ísar, er yfirburðahestur og ber
af systkinum sínum. ísold hlýtur heið-
ursverðlaun fyrir afkvæmi og þriðja
sætið.
IS1985258700 Katla frá Miðsitju
Litur: Brún
Ræktandi: Jóhann Þorsteinsson.
Eigandi: Miðsitjuhestar ehf.
F: IS1976157003
Hervar frá Sauðárkróki
M: IS1977257141
Krafla frá Sauðárkróki
Kynbótamat aðaleinkunn 116 stig.
Dæmd afkvæmi 8.
Dómsorð:
Katla gefur tæplega meðalstór hross með
skarpt höfuð en djúpa kjálka og merarskál.
Hálsinn er langur og mjúkur, bógar skásett-
ir og herðar háar. Bakið er mjúkt og breitt.