Freyr - 01.10.2006, Side 18
NAUTGRIPARÆKT
Magnús B. Á þessum tíma er líka tekin
saman fyrsta nautaskráin, þarna um og upp
úr 1950. Það var gert þannig að settur var
landshlutabókstafur við hvert naut, þ.e. suð-
ur, norður, austur og vestur, og síðan hlaup-
andi númer innan hvers landsfjórðungs. Þar
er lýsing á öllum nautum sem voru sýnd,
hvort sem þau voru reynd eða óreynd. Þar
er þannig hægt að skoða hver voru helstu
einkenni stofnsins á þessum tíma hvað bygg-
ingu og útlit varðaði. Það var í raun og veru
upphaf að eins konar ættbók.
Hvenær var farið að amast við hyrndum
nautgripum?
Ég býst við að það hafi verið fyrir þessa
tíð. Ég held að Páll Zóphóníasson hafi unnið
að því að velja gegn hyrndu. Það má lesa í
skýrslum Páls hvað hyrndum kúm fækkaði
ört á starfstíma hans.
Um það leyti sem þú starfaðir hjá Búnaðar-
félaginu, sem þá var til húsa í Lækjargötu
14b, var mikill framfarahugur i islenskum
landbúnaði. Hvernig var að vinna þarna ?
Þetta var Ijómandi vinnustaður og gott
með mönnum. Marga ráðunautana þekkti
ég fyrir en þeir höfðu kennt mér (framhalds-
deildinni á Hvanneyri.
Steingrímur Steinþórsson var þarna bún-
aðarmálastjóri og það var gaman að kynn-
ast honum, höfðingi í framkomu og afar
velviljaður. Hann átti traust manna og þó að
hann væri kenndur stundum þá spillti það
furðulítið fyrir honum.
Ásgeir L. Jónsson var líka afar eftirminni-
legur og hafði fastar meiningar á mönnum
og málefnum. Hannes Pálsson frá Undir-
felli vann við uppgjör á jarðabótaskýrslum.
Hann var allra manna skemmtilegastur í
viðræðum, með skoðanir sem hann lét
alveg óspart í Ijós. Halldór bróðir hans var
aftur meiri diplómat þó að það sé ekki sá
eiginleiki sem mönnum dettur fyrst í hug
um hann. Agnar Guðnason var líka kominn
þarna til starfa, góður félagi og röskur til
starfa. Eru þá margir ótaldir.
Svo flytur þú upp í Borgarfjörð.
Já, það gerist haustið 1960. Þá ræð ég
mig til Búnaðarsambands Borgarfjarðar sem
ráðunaut. Þá var þar Guðmundur Pétursson
fyrir sem ráðunautur en hann hafði hafið
störf hjá sambandinu þá um vorið. Við
sinntum öllum greinum búfjárræktar og
jarðrækt.
Það var Ingimundur Ásgeirsson á Hæli,
þá formaður sambandsins, sem réð mig
og hann sá um fjármálin og framkvæmda-
stjórn. Vorið eftir hættir hann formennsk-
unni og Jón Guðmundsson á Hvítárbakka
tekur við. Hann vildi ekki taka að sér fjár-
málin og fól mér þau, ásamt framkvæmda-
stjórn. Jón var formaður eitt ár og við af
honum tók Halldór E. Sigurðsson, sem þá
var sveitarstjóri ( Borgarnesi.
Það höfðu verið töluverðar deilur í Búnað-
Þetta mun vera fyrsti kálfurinn á íslandi sem
varð til með sæðingu en á bak myndarinnar
er ritað „Frumburðurinn á Ytri-Varðgjá".
arsambandinu út af staðsetningu á miðstöð
fyrir sambandið og staðsetningu á sæðing-
arstöð. Sumir vildu hafa miðstöð fyrir alla
starfsemina á einum stað og helst uppi í
héraði og það var meira að segja búið að
kaupa jörð undir hana, Mávahlíð í Lundar-
reykjadal. Hún þótti þó ekki henta þegar
betur var að gáð.
Ég var fyrst á hálfgerðum hrakhólum
með húsnæði en byggði svo yfir mig í Bæ
í Bæjarsveit. Þar átti Búnaðarfélag Andakils-
hrepps lóð og jarðhitaréttindi. Þar bjuggum
við hjónin í átta ár. Skrifstofa Búnaðarsam-
bandsins var þá hjá mér. Guðmundur Pét-
ursson bjó þá á Akranesi nokkur ár áður en
hann flutti að Gullberastöðum.
Um þetta leyti er sæðingarstöðin stofnuð.
Já, þegar Halldór E. varð formaður hafði
hann það í gegn að sæðingarstöðin var
sett niður á Hvanneyri. Það voru allir fegnir
þegar höggvið var á þann hnút en innan
stjórnarinnar hafði verið andstaða við þá
staðsetningu.
Um þetta leyti, þ.e. á 7. áratugnum, voru
reknar sæðingarstöðvar á Hvanneyri, í Laug-
ardælum við Selfoss, á Akureyri, Blönduósi
og á Lágafelli í Mosfellssveit.
Áður hafði starfað sérstakt Nautgripa-
ræktarsamband Borgarfjarðar sem sá um
sæðingarnar þangað til stöðin á Hvanneyri
var byggð. Þá er gengið til samstarfs við
Dalamenn og Snæfellinga og stofnuð Búfjár-
ræktarstöð Vesturlands.
Það var happaspor því að þessi stöð var
töluverð fjárfesting. Diðrik Jóhannsson tek-
ur strax við stöðinni en áður hafði hann
verið starfsmaður Búfjárræktarstöðvarinnar
meðan nautin voru i fjósi Bændaskólans á
Hvanneyri.
DJÚPFRYSTINGARSTÖÐ
Flutt var inn í Nautastöðina á Hvanneyri árið
1964 og ekki löngu seinna, eða 1966, er
Kvígur í uppeldi á Grísabóli.
farið að ræða um eina djúpfrystingarstöð
fyrir allt landið. Þá fljótlega risu upp miklar
deilur um hvar hún ætti að vera. Það byrjaði
með deilum milli Laugardæla og Akureyrar
en Akureyri datt fljótlega út, bæði af því að
Eyjafjörður þótti of langt frá stærsta mjólk-
urframleiðslusvæðinu, á Suðurlandi, og auk
þess langt frá Áburðarverksmiðjunni sem
seldi fljótandi köfnunarefni til starfseminn-
ar. Þá tóku við deilur milli Laugardæla og
Hvanneyrar.
Það var tekist á af töluverðu kappi, bæði
á Búnaðarþingi og utan þess. Formaður Bf
var þá Þorsteinn Sigurðsson á Vatnsleysu.Þá
vildi það okkur Borgfirðingum til happs að
tveir af stjórnarmönnum Bf, Ásgeir Bjarna-
son og Pétur Ottesen, voru af Vesturlandi.
Þarna var líka töluvert hagsmunamál á
ferð fyrir Borgfirðinga, það var nýbúið að
byggja Nautastöðina og óvíst um not á
húsinu ef við misstum þetta og þetta stóð
dálítið tæpt en samþykktin um að velja
Hvanneyri var gerð á síðasta stjórnarfundi
sem Pétur Ottesen sat.
Ég efast reyndar um að svona hefði farið
ef það hefði ekki verið búið að fá Dalamenn
og Snæfellinga í samstarfið á Hvanneyri.
Búnaðarfélag (slands tók svo við rekstrin-
um á Nautastöðinni árið 1971, sem djúp-
frystingarstöð fyrir allt landið en Sunnlend-
ingar tóku þá einnig upp djúpfrystingu á
sæði í Laugardælum.
Magnús B. Árið 1969, þegar ákveðið
hefur verið að fara i djúpfrystinguna, eru
þeir Diðrik Jóhannsson á Hvanneyri og Sig-
urmundur Guðbjörnsson i Laugardælum
sendir til Noregs til að læra aðferðina. Það
er gert í Ijósi þess að ákvörðun um staðsetn-
ingu stöðvarinnar lá ekki fyrir. Þetta var for-
senda þess að Sunnlendingar áttu þess kost
að koma upp sinni eigin stöð. Sú stöð er svo
rekin í þónokkur ár.
Þegar undirbúningur að djúpfrystingunni
hefst er stofnuð kynbótanefnd í nautgripa-
rækt. Ólafur E. Stefánsson var formaður
18
FREYR 10 2006