Freyr

Volume

Freyr - 01.10.2006, Page 20

Freyr - 01.10.2006, Page 20
FERÐAÞJÓNUSTA Þjóðgarður - eitt form landnýtingar IEftir Sigurlaugu Gissurardóttur ferðaþjónustubónda í tæpan áratug hefur umræða um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs verið fyrirferðarmikil í samfélaginu sunnan Vatnajökuls. í raun líta íbúar í Sveitarfélaginu Hornafirði á stækkun Skaftafellsþjóðgarðs árið 2004 sem fyrsta skrefið og horfa til þjóðgarðsins sem aflvaka er styrkja muni byggð. Vatnajökulsþjóðgarður er eitt stærsta verkefnið sem unnið er að í náttúruvernd um þessar mundir og undirbúningur hefur tekið langan tíma. Fyrir utan það meginmarkmið að leggja grunn að verndun einstakrar náttúru Vatna- jökuls og landslagsheilda umhverfis hans, skapast um leið nýir möguleik- ar í ferðaþjónustu og rannsóknum, sem gera svæðið eftirsóknarverðara til búsetu og heim að sækja. Mikil vinna hefur verið lögð ( umræður og stefnumótun um uppbyggingu og stjórnun þjóðgarðs, á landsvísu, innan sveitarstjórna og meðal íbúa. Austur-Skaftfellingar hafa nálgast þá umræðu á jákvæðum nótum og tekið þátt í flestum nefndum og starfshóp- um sem fjallað hafa um málið. Haldnar hafa verið ráðstefnur og málþing, auk kynningar- funda í hverri sveit, til að freista þess að sem flestir fái tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Einnig hafa nemendur unnið að margvíslegum verkefnum sem varpa m.a. Ijósi á hvaða tækifæri geti falist í þjóðgarði. FYLGST MEÐ FRAMVINDU í upphafi umræðunnar var að frumkvæði Karls Benediktssonar landfræðings gerð rannsókn á viðhorfum heimamanna, í dreif- býli sem þéttbýli, til stofnunar þjóðgarðs. ( niðurstöðum þeirrar rannsóknar er bent á leiðir til að gera samstarf stjórnenda fyrirhugaðs Vatnajökulsþjóðgarðs við aðra hagsmunaaðila, svo sem sveitarstjórnir, ferðaþjónustuaðila og almenna íþúa, sem skilvirkast og árekstralausast. Jafnframt er Útlínur Skaftafellsþjóðgarðs. fjallað um hvernig unnt sé að nýta þá möguleika sem í stofnun þjóðgarðs fel- ast til atvinnuuppbyggingar í byggðunum umhverfis Vatnajökul án þess að sjónarmið náttúruverndar verði fyrir borð borin. Rann- sóknin var eitt af fyrstu verkefnunum sem Háskólasetur á Hornafirði vann að. Setrið er einnig í forsvari fyrir NEST-verk- efnið (Northern Environment for Sustaina- ble Tourism), en meginmarkmið þess er að greina þau tækifæri sem felast ( búsetu í nágrenni þjóðgarðs og nýta þau til fram- þróunar í ferðaþjónustu á sjálfbæran hátt. Verkefnið byggir á samstarfi sveitarfélag- anna sunnan Vatnajökuls, Skaftárhrepps og Hornafjarðar og erlendir samstarfsaðilar eru Finnar, Svíar og Skotar. Þessu verkefni lýkur á vordögum, en þegar er verið að leggja grunn að fleiri slíkum verkefnum. Þekking sem þannig er sótt til annarra landa á eftir að nýtast okkur við að skilgreina heildar- mynd svæðisins, einkum með tilliti til ferða- þjónustu, en einnig rannsókna og skipulags almennt. Reynslu annarra þjóða má með einum eða öðrum hætti yfirfæra á okkar svæði. Við þurfum því ekki alltaf að finna upp hjólið með tilheyrandi kostnaði. Samhliða stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs, stærsta þjóðgarðs í Evrópu, er mikilvægt að fylgst verði með áhrifum hans á nán- asta umhverfi, hvort heldur náttúrufar eða samfélag. Grunnur slíkrar rannsóknar hefur þegar verið lagður og eðlilegt að því verði fylgt eftir á Háskólasetri í Hornafirði. Slík rannsókn myndi t.d. geta svarað grundvall- arspurningum um það hvernig við nýtum náttúruna til ferðaþjónustu og geta stuðlað að sátt á milli þeirra sem aðhyllast ólík sjón- armið, stundum öfgakennd, í iandnýtingu. ÞÖGUL ÞEKKING Mikilvægt er að jafnhliða því sem unnið er að rannsóknum og þróun verkefna á fræðasetrum, sé einnig unnið að þekkingar- yfirfærslu til og frá grasrótinni, þ.e. heima- manna næst vettvangi, bænda og landeig- enda og virkja með því þann mannauð sem er heima í héraði. Þessi þekking hefur af fræðimönnum verið nefnd þögul þekking og verður seint ofmetin. Þegar hefur verið hrundið í framkvæmd hugmyndum um samspil þjóðgarðs og bænda, þótt í fyrstu sé í smáum stíl. Á liðnu sumri voru gerðir þjónustusamningar við nokkra landeigendur um að sinna tiltekinni þjónustu sem fólst m.a. í landvörslu, gerð viðhorfskönnunar og móttöku og umsjón með vinnu sjálfboðaliða sem unnu að lag- færingu á göngustígum. Allir búa þessir aðil- ar yfir mikilli þekkingu á nánasta umhverfi sínu og flestir hafa þegar aflað sér landvarð- arréttinda eða hyggjast gera slíkt. Um leið og viðkomandi bændur miðluðu þekkingu sinni og reynslu, sköpuðu þeir sjálfum sér tekjur, sem með öðru gera þeim kleift að búa áfram á jörðum sínum, þrátt fyrir að hefðbundinn búskapur hafi dregist saman eða verið lagður af með öllu. Með þessu hefur verið brotið blað í sögu þjóðgarða á (slandi. Mikilvægt er að frá upphafi verði þjóð- garðurinn og nærsvæði hans skipulagt m.t.t. aðgengis ferðamanna og með það fyr- ir augum að aukinn straumur ferðamanna á svæðið spilli ekki viðkvæmri náttúru og þeirri upplifun sem sóst er eftir. Jafnframt er mikilvægt að hafa að leiðarljósi að hefð- bundinn búskapur hafi áfram nauðsynlegt svigrúm til að þróast í takt við breytta tíma. Slík vinna er þegar hafin á svæðinu fram- an við Skálafells-, Heinabergs- og Fláajökul. Þar hafa nokkrir landeigendur og bændur sem nefna sig Perluhópinn undanfarið ár unnið að verkefni sem þeir nefna Perlur í ríki Vatnajökuls. Hópurinn hefur markað svæðinu framtíðarsýn, unnið framkvæmda- og kostnaðaráætlun og tilgreint ábyrgð- araðila að hverjum verkhluta. Til viðbótar við þá þekkingu sem þeir hafa á umræddu landsvæði nutu þeir m.a. dyggrar aðstoðar starfsmanna Skaftafellsþjóðgarðs, Háskóla- seturs í Hornafirði og Frumkvöðlaseturs Austurlands. 20 FREYR 10 2006

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.