Freyr

Volume

Freyr - 01.10.2006, Page 22

Freyr - 01.10.2006, Page 22
JARÐRÆKT Opið ræktar- land og tap næringarefna Áhrif vatns og vinds á næringarefnabúskapinn IEftir Árna Snæbjörnsson, Bændasamtökum (slands, Ríkharð Brynjólfsson og Þorstein Guðmundsson, Landbúnaðarháskóla Islands j í löndum þar sem akuryrkja er mikil er það þekkt staðreynd að jarð- vegsagnir og næringarefni skolast í talsverðum mæli úr þeim jarðvegi sem oft eða reglulega er unninn, sérstaklega ef land stendur opið að vetri til. Hérlendis hefur jarðrækt stóraukist á undanförnum árum með endurræktun túna, ræktun á einærum jurtum og ekki síst vegna kornræktar. Jarðræktin hefur í för með sér að landið er opið frá því það er unnið og þar til nýr gróður hefur náð að mynda gróðurhulu. Á þessu tímabili er jarðvegurinn veikur fyrir rofi. í opnum flögum geta myndast sitrur og lækir sem skola jarðveginum til. Þá getur fokið úr flögunum. Rofinu fylgir aukið tap næringar- JARÐVEGSROF Jarðvegsrof er hverskonar tilfærsla jarð- vegs sem getur verið innan akursins en jafnframt getur jarðvegurinn glatast af akrinum. Vatnsrof verður vegna vatns sem rennur til á yfirborði og nægir að sjá að vatnið er gruggugt til að staðfesta að um rof sé að ræða. Smálækir geta myndast í plóg- förum eða hjólförum og þá er vatnsrofið mjög virkt. Algengt er einnig að landið verði vatnsósa, að víða fyrirfinnist pollar á akrinum og að vatn finni sér útrás í skurði. Við þær aðstæður er mikil hætta á rofi. Við vatnsrof er tilfærsla næringarefna allt- af niður halla eða í skurði og læki. Vindrof verður þegar mold og sandur fjúka til. Eftir því sem kornin verða stærri þeim mun styttra fara þau á meðan fín- ustu kornin, méla, leir og lífræn svifefni, þyrlast upp í loftið og geta borist langar leiðir. efna og mengun í ám og vötnum. Þá má ekki gleyma því að alltaf á sér stað einhver útskolun næringar- efna úr jarðvegi með jarðvatninu og þekkt er að næringarefni skolast í einhverjum mæli út með framræslu. Tjón og vandræði af þessu getur verið verulegt og undir vissum kringumstæðum óafturkræft. Vegna þess að hérlendis er víð- lent, ræktunin dreifð og hér er aðal- lega stunduð grasrækt, hefur fram til þessa verið talið að útskolun nær- ingarefna og jarðvegsagna sé lítil eða í lágmarki. Þetta hefur þó ekki verið kannað að neinu marki. Það er því rétt að velta fyrir sér hvaða áhrif rofið hefur og hvað sé hægt að gera til að sporna við því. Ef rofið er lítið er það ekki sýnilegt og árleg áhrif ekki merkjanleg. Hinsvegar geta langtimaáhrif verið veruleg, jarðveg- urinn smáþynnist og frjósamasta lagið eða fínustu kornin hverfa á meðan gróf- ara og ófrjósamara efni situr eftir. ÁHRIF ROFS Á AKURINN Þegar vatn rennur eftir akri flyst efni alltaf undan halla eins og áður hefur komið fram. Þetta gerist einnig samhliða mjög hægfara jarðvegsskriði. Afleiðingin er að í brekku- rótum er jarðvegur oft mjög þykkur en þunnur eftir því sem ofar dregur í hallann. Grjót og ófrjór jarðvegur verður áberandi á hæðum og bungum á meðan frjósami jarð- vegurinn safnast upp neðar f hallanum. Þar sem vatnið rennur í læki eða skurði hverfur hluti jarðvegsins af landinu og með honum frjósamasta lagið auk áburðar sem safnast hefur upp við ræktun. Gangur vindrofs og hvernig misstór korn hegða sér. Sandkornin fara ekki langt en hafa mikinn rofmátt. Þau getur skafið sam- an í sandskafla. Fínu kornin, méla, leir og lífræn svifefni fara hærra, mynda moldrok eða mistur og geta borist mjög langt. Teikn. Hassenpflug (H.P. Blume 1992) Mold og sandfok í flagi hefur á margan hátt önnur áhrif. Gróf efni eins og steinar og möl fjúka að jafnaði ekki. Þau verða eftir en fínu jarðvegsefnin umhverfis fjúka í burtu þannig að jarðvegsþekjan verður grófari og grýttari að samsetningu. Ef möl er í jarðveginum situr hún eftir og myndar að lokum lag þegar fínu efnin eru fokin og kemur þannig í veg fyrir frekara rof. ÁHRIF KORNASTÆRÐA Hegðan fínni efna fer eftir kornastærð. Grófur sandur tekst yfirleitt ekki á loft heldur skríður eftir jörðinni. Meðalsand- korn takast á loft allt frá nokkrum senti- metrum upp í hálfs til eins metra hæð. Þau skella síðan niður aftur og koma frek- ari hreyfingu af stað, skemma gróður eða sverfa fleti sem þau lenda á. Sandskaflar geta myndast I miklu sandfoki bæði á akr- inum sjálfum og eins fyrir utan hann. Fínustu kornin, méla, leir og lífræn efni fara hærra upp I loftið en sandur og mynda hið sýnilega moldfok. Sumt fellur aftur niður á akurinn en stór hluti fær- ist á nærliggjandi svæði eða fýkur mjög langar vegalengdir. I þessu fínasta efni er hlutfall lífrænna efna mjög hátt og með því hverfa í kjölfar rofsins næringarefni 22 FREYR 12 2005

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.