Freyr - 01.10.2006, Side 26
SKÓGRÆKT
Vanmetnar trjátegundir
í íslenskri skógrækt
- fyrri hluti
Tegundir sem ástæða er til
að nota í litlu magni
Fimm trjátegundir mynda nú uppi-
stöðuna í íslenskri skógrækt: birki,
rússalerki, sitkagreni, stafafura og
alaskaösp. Árlega eru gróðursett
hundruð þúsunda plantna af hverri
tegund og vel á aðra milljón af
birki og lerki. Þessar tegundir eiga
það sameiginlegt að aðlagast vel
íslensku veðurfari (a.m.k. á stórum
hluta landsins hver), vaxa örugg-
lega og vera áhugaverðar til ýmis-
konar nytja (viður, jarðvegsvernd,
skjól, fegurð o.fl.). í gegnum árin
hafa tegundir dottið inn í og út úr
þessum hópi og hlutföll innan hans
breyst eftir því sem þekking hef-
ur þróast, áherslur breyst og tíska
sveiflast. Alaskaösp bættist tiltölu-
lega nýlega í þennan hóp, en þrátt
fyrir velgengni og vinsældir í garð-
rækt í áratugi voru menn seinir að
taka hana upp í skógrækt af ýmsum
ástæðum.
Nokkrar aðrar tegundir eru árlega gróð-
ursettar i tugþúsundatali hver. Þær hafa
yfirleitt aðlagast ágætlega en hafa e.t.v. fátt
að bjóða fram yfir aðaltegundirnar eða eru
einkum til afmarkaðra nota. Má þar nefna
blágreni, hvítgreni og rauðgreni sem falla í
skugga sitkagrenis hvað vaxtarhraða varð-
ar og eru því helst notaðar þar sem sitka-
greni á erfitt uppdráttar. Sömuleiðis hefur
bergfura fátt fram yfir stafafuru og er auk
þess ásóttari af ýmsum sveppsjúkdómum.
Sitkaelri og aðrar kjarrkenndar elritegundir
ásamt ýmsum víðitegundum geta nýst til
landgræðsluskógræktar, alaskavíðir og fleiri
víðitegundir eru einkum nýttar í skjólbelta-
rækt og fjallaþinur ásamt blágreni og rauð-
greni einkum í jólatrjáarækt. Þá eru menn
að prófa sig áfram með hengibirki, en reynsl-
an af ræktun þess er fremur lítil og því rétt
að fara sér hægt með að auka hana. Rétt
er að halda áfram að nota þessar tegundir
í skógrækt i svipuðum mæli og nú, en ekki
virðist vera ástæða til að hvetja til stórauk-
innar notkunnar þeirra (þ.e. hlutfallslega
samanborið við aðaltegundirnar).
Margar trjátegundir vaxa hér á landi sem
lítil reynsla er af í garðrækt og oftast engin í
skógrækt. Má þar nefna risalerki, rauðelri,
alaskasýpris, risalífvið, epli, balkanfuru, selju-
reyni, rauðþin, broddhlyn, hjartalind, eik
og beiki. Hér má einnig nefna skógarfuru,
sem allmikil reynsla er af en að mestu slæm.
Vísbendingar eru þó um aðstæður kunni að
hafa breyst, skógarfururækt í hag. Rétt er
að gefa þessum tegundum gaum með til-
raunum en ótímabært er að taka þær upp í
skógrækt i stórum stíl.
Loks er allstór hópur tegunda sem tals-
verð eða mikil reynsla er af og mælt er með
að notkun þeirra í skógrækt verði aukin.
Þetta eru vanmetnu tegundirnar. Ýmsar
ástæður geta verið fyrir því að þessar teg-
undir séu ekki notaðar í skógrækt eða að
því marki sem æskilegt væri. Sumar eru
svolítið erfiðar í uppeldi. Sumar henta
aðeins til sérstakra nota og henta t.d. ekki i
skógrækt á berangri. Sumar hentuðu ekki
fyrir áratug en eiga sífellt bjartari framtíð
fyrir sér eftir því sem loftslag hlýnar. Fyrir
sumar er skýringin einfaldlega sú að mönn-
um hefur ekki dottið í hug að nota þær í
skógrækt, svipað og var með alaskaöspina
um langt árabil.
Þessum tegundum má skipta í tvo hópa;
annars vegar tegundir sem eru svolítið
notaðar i skógrækt en mætti nota talsvert
meira og hins vegar tegundir sem eru nær
ekkert notaðar en mætti nota að einhverju
marki. Röð tegundanna hér á eftir fer eftir
því hversu mikilvægar þær ættu að vera í
islenskri skógrækt að mati höfundar, þær
mikilvægustu síðast. Matið byggist á aðlög-
un og nytsemi tegundarinnar. Aðlögun er
miðuð við núverandi veðurfar og loftslags-
breytingar sem í vændum eru á komandi
öld miðað við spár um hlýnun. Nytsemi
tekur mið af áherslum í íslenskri skógrækt,
þ.e. fjölnytjaskógrækt sem felur í sér land-
græðslu-, timbur-, skjól- og siðast en ekki
slst yndisskógrækt.
IEftir Þröst
Eysteinsson,
Skógrækt ríkisins
Svartgreni (Picea mariana)
SVARTGRENI (Picea mariana)
Svartgreni er harðgerð, fremur hægvaxta
og smávaxin grenitegund frá barrskógabelti
Norður-Ameríku. Barrið er mjög þétt og
dökkt og af því hlýtur tegundin nafn sitt.
Viðurinn er hins vegar óvenju hvítur og
trefjar í honum langar og því er tegundin
eftirsótt í pappírsgerð. Svartgreni þolir að
vaxa í meiri bleytu en aðrar grenitegundir
sem hér eru ræktaðar en nær þó bestum
þroska i frjósömu landi og nýtur eflaust
góðs af skjóli svipað og þær. Líkt og aðrar
grenitegundir er það sæmilega skuggþolið i
æsku. Sitkalús hrjáir ekki svartgreni.
Svartgreni frá Alaska hefur vaxið áfalla-
lítið á Hallormsstað i 60 ár og náð 10 m
hæð. Það vex því með svipuðum hraða þar
og íslenskt birki og í samanburði við aðrar
grenitegundir þolir svartgreni vel frost á vaxt-
artíma. Yngri kvæmi, t.d. frá Alberta, vaxa
sum talsvert hraðar. Með aldrinum fær
svartgreni oft sérstaka lögun; krónan verð-
ur breið neðst, síðan löng og mjó upp eftir
trénu og svo breikkar hún aftur og myndar
einskonar kúlu efst.
Um 16.000 svartgrenisplöntur voru gróð-
ursettar 2003-04, en það er mesta gróður-
setning tegundarinnar hingað til. Ekki er
ástæða til að mæla með stóraukinni gróð-
ursetningu á svartgreni en einhver árleg
gróðursetning er þó réttlætanleg. T.d. er
viðeigandi að nota það í mýrarjöðrum eða á
mjög snjóþungum svæðum þar sem tegund-
ir með breiða krónu eiga til að brotna.
26
FREYR 10 2006