Freyr

Årgang

Freyr - 01.10.2006, Side 36

Freyr - 01.10.2006, Side 36
HROSSARÆKT Hrossarækt árið 2005 Afurðir hrossa eru lífhross sem seld eru á innlendum og erlendum markaði, hrossakjöt, húðir og blóð úr fylfullum merum. Búnaðargjaldsskyld velta árið 2004 nam um 459 milljónum króna eða 2% af allri gjaldskyldri veltu. FJÖLDI HROSSA Ásett hross haustið 2005 voru alls 74.820 en voru 72.222 haustið 2004. Langflest hross eru á Suðurlandi eða um 35% af stofninum. Tafla 1 sýnir fjölda hrossa eftir landshlutum. Tafla 1. Fjöldi hrossa 2005 eftir lands- hlutum Fjöldi hrossa Reykjanessvæði 9.267 Vesturland 9.525 Vestfirðir 908 Norðurland vestra 18.812 Norðurland eystra 6.927 Austurland 2.989 Suðurland 26.392 Samtals allt landið 74.820 Heimild: Bændasamtök íslands Samkvæmt forðagæsluskýrslum er um fjórðungur stofnsins trippi og folöld. Tafla 2 sýnir fjölda ásettra hrossa árin 2000- 2005. Tafla 2. Fjöldi hrossa 2001-2005 Ár Fjöldi hrossa 2001 73.912 2002 71.012 2003 71.412 2004 72.222 2005 74.820 Heimild: Bændasamtök íslands RÆKTUNARSTARF OG GÆÐASTÝRING Gagnabankinn VeraldarFengur (WorldFeng- ur) er skýrsluhaldskerfi hrossaræktarinnar og fullyrða má að allir sem stunda markvissa hrossarækt á íslandi í dag séu þátttakendur í skýrsluhaldinu. I gagnabankann eru nú skráð um 235.000 hross sem er fjölgun um 21.000 hross frá sama tíma í fyrra, af heild- arfjöldanum eru rúmlega 134.000 hross skráð lifandi. Folöld á (slandi fædd 2004, og sett á í skýrsluhaldi, eru 4.684. Ljóst er að rúmlega 90% allra ásettra folalda eru innan skýrsluhalds. Þátttakendur í gæðastýringu í hrossarækt voru á árinu sextán talsins eða jafn margir og árið á undan. Gæðastýringin felst í fyrsta lagi í vottun á öryggi ættar og uppruna, í öðru lagi á vottun Landgræðslu ríkisins á landnýtingu og í þriðja lagi vottun dýra- læknis eða héraðsráðunautar um ákveðna umhirðuþætti hrossabúskaparins. Þeir aðil- ar, sem uppfylla alla þrjá þættina, standast gæðastýringarreglur og þeirfá merki gæða- stýringarinnar á eignarhaldsskírteini hrossa sinna og mega nota það til kynningar á framleiðslu sinni. 36 FREYR 10 2006

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.