Freyr

Årgang

Freyr - 01.10.2006, Side 11

Freyr - 01.10.2006, Side 11
HROSSARÆKT hvort tveggja með góðum fótaburði, en skeiðið ágætt sé það fyrir hendi, Stökkið er hátt og teygjugott og viljinn ásækinn. Sær gefur myndarleg en óprúð hross, flest alhliðageng, þau eru fljót til, vel viljug og fara vel með ágætum fóta- burði. Sær hlýtur fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi og fyrsta sætið. IS1993187449 Markús frá Langholtsparti Litur: Brúnn Ræktandi: Kjartan Kjartansson. Eigandi: Kjartan Kjartansson. F: IS1986186055 Orri frá Þúfu M: IS1983287052 Von frá Bjarnastöðum Kynbótamat aðaleinkunn 123 stig. Dæmd afkvæmi 28. Dómsorð: Markús gefur fremur stór hross með svipgott höfuð en gróf eyru. Hálsinn er reistur og mjúk- ur en djúpur, herðar háar og bógar skásettir. Bakið er mjúkt og breitt, lendin djúp og öfl- ug. Hrossin eru hlutfallarétt og sívalvaxin. Fæt- ur eru fallegir og sterklegir en réttleiki slakur, afturfætur nágengir og framfætur útskeifir, hófar efnisþykkir. Prúðleiki er frábær. Hrossin eru mörg hver alhliðageng með mjúku góðu tölti og skrefmiklu brokki. Skeiðið er gott sé það fyrir hendi og stökkið ferðmikið og teygjugott. Viljinn er ásækinn og þjáll. Afkvæmi Markúsar frá Langholtsparti. (Ljósm. Eiríkur Jónsson). Markús gefur snjalla, fótatrausta, alhliða gæðinga sem fara vel með góð- um fótaburði. Hann hlýtur fyrstu verð- laun fyrir afkvæmi og annað sætið. IS1995135993 Hróður frá Refsstöðum Litur: Rauðblesóttur sokkóttur Ræktandi: Jenný Franklínsdóttir. Eigandi: Mette Mannseth. F: IS1992135930 Léttir frá Stóra-Ási M: IS1989235990 Rán frá Refsstöðum Kynbótamat aðaleinkunn 123 stig. Dæmd afkvæmi 30. Dómsorð: Hróður gefur hross um meðallag að stærð með skarpt og þurrt höfuð. Hálsinn er reist- ur, grannur og mjúkur við háar herðar, lend- in löng en bakið beint. Afkvæmin eru hlut- fallarétt og fótahá. Fætur eru þurrir og sinar öflugar en sinaskil lítil, afturfætur réttir en framfætur nágengir og hófar undir meðal- lagi. Hróður gefur skrefmikið tölt og brokk með góðum fótaburði en sjaldnast mikla vekurð. Stökkið er ferðmikið og teygjugott og viljinn ásækinn og þjáll. Afkvæmi Hróðurs frá Refsstöðum. (Ljósm. Eiríkur Jónsson). Hróður gefur fríð og framfalleg, háfætt hross með öllum gangi þó að klárgangur sé algengari. Þau eru viljug og fara vel með góðum fótaburði. Hróð- ur hlýtur fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi og þriðja sætið. IS1993186930 Adam frá Ásmundarstöð- um Litur: Svartur Ræktandi: Sigríður Sveinsdóttir. Eigandi: Jón A. Jóhannsson. F: IS1980187340 Stígur frá Kjartansstöðum M: IS1983286044 Siggu-Brúnka frá Ásmundarstöðum Kynbótamat aðaleinkunn 121 stig. Dæmd afkvæmi 18. Dómsorð: Adam gefur stór hross með skarpt og myndarlegt höfuð. Frambygging er góð, hálsinn reistur, herðar háar og bógar ská- settir, bakið er beint en breitt og lendin öflug. Afkvæmin eru léttbyggð og lang- Adam frá Ásmundarstöðum (lengst til vinstri) ásamt afkvæmum sínum. (Ljósm. Eiríkur Jónsson). vaxin. Fótagerð og réttleiki er undir með- allagi, sinaskil lítil og fætur útskeifir auk nágengni afturfóta. Hófar eru góðir sem og prúðleiki. Tölt og brokk er taktgott en brokkið oft ferðlítið. Skeið er gott, sniðfast og takthreint sé það fyrir hendi, stökkið ferðmikið og teygjugott. Viljinn er ásækinn og hrossin fara allvel, reist og hágeng. Adam gefur hálsgrönn og léttbyggð alhliða ganghross með góðan vilja og fótaburð. Adam hlýtur fyrstu verð- laun fyrir afkvæmi og fjórða sætið. IS1994184553 Sveinn-Hervar frá Þúfu Litur: Brúnn Ræktandi: Indriði Theodór Ólafsson. Eigendur: Kristbjörg Eyvindsdóttir og Gunnar Arnarson. F: IS1986186055 Orri frá Þúfu M: IS1982284551 Rák frá Þúfu Kynbótamat aðaleinkunn 118 stig. Dæmd afkvæmi 20. Dómsorð: Sveinn-Hervar gefur hross í tæpu meðallagi að stærð, höfuð er skarpt og þurrt en eyru löng. Hálsinn er reistur, langur og klipinn í kverk, herðar háar. Bakið mjúkt og breitt og lendin öflug. Afkvæmin eru hlutfalla- rétt með öflugar sinar og þurra fætur en lítil sinaskil og nágenga afturfætur. Hófar eru efnisþykkir og prúðleiki allgóður. Þau eru nær eingöngu klárhross með taktgóðu hágengu tölti og brokki. Viljinn er ásækinn en þjáll, afkvæmin fara afar vel með miklu fasi og reisingu. Afkvæmi Sveins-Hervars frá Þúfu. (Ljósm. Eiríkur Jónsson). Sveinn-Hervar gefur vel viljug, reist og öflug klárhross með góðum fóta- burði, hann hlýtur fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi og fimmta sætið. IS1989158501 Glampi frá Vatnsleysu Litur: Brúnblesóttur leistóttur Ræktandi: Jón K. Friðriksson. Eigandi: Björn Friðrik Jónsson. F: IS1983157002 Smári frá Borgarhóli Freyr 10 2006

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.