Freyr - 01.10.2006, Side 33
HROSSARÆKT
Tafla 2. Fjöldi skráðra folalda sem sett voru á úr árgangi 2005
(eftir svæðum) og hlutfall A-vottaðra til samburðar árin 2003 og 2004.
Svæði 2003 Fjöldi 2003 Hlutfall 2003 Fjöldi A-vottað 2003 Hlutfall A-vottað 2004 Fjöldi 2004 Hlutfall 2004 2004 Fjöldi Hlutfall A-vottað A-vottað 2005 Fjöldi 2005 Hlutfall 2005 2005 Fjöldi Hlutfall A-vottað A-vottað
Ræktunarnöfn (01) 18 0,4% 6 33,3% 46 0,9% 9 19,6%
Kjalarnesþing (25) 211 4,7% 41 19,4% 190 4,1% 53 27,9% 222 4,3% 69 31,1%
Borgarfjarðarsýsla (35) 194 4,3% 84 43,3% 196 4,2% 93 47,4% 215 4,2% 100 46,5%
Mýrasýsla (36) 120 2,7% 35 29,2% 130 2,8% 46 35,4% 166 3,2% 52 31,3%
Snæfellsnes (37) 116 2,6% 48 41,4% 120 2,6% 51 42,5% 114 2,2% 49 43,0%
Dalasýsla (38) 72 1,6% 8 11,1% 93 2,0% 18 19,4% 104 2,0% 26 25,0%
Vestfirðir (45) 16 0,4% 3 18,8% 8 0,2% 0 0,0% 7 0,1% 4 57,1%
Strandasýsla (49) 24 0,5% 3 12,5% 16 0,3% 2 12,5% 20 0,4% 5 25,0%
V-Húnavatnss.(55) 289 6,5% 80 27,7% 284 6,1% 106 37,3% 316 6,2% 108 34,2%
A-Húnavatnss.(56) 440 9,8% 156 35,5% 457 9,8% 203 44,4% 432 8,4% 244 56,5%
Skagafjörður (57-58) 736 16,4% 212 28,8% 765 16,3% 251 32,8% 794 15,5% 268 33,8%
Eyjafjörður (65) 302 6,7% 101 33,4% 332 7,1% 121 36,4% 338 6,6% 135 39,9%
S-Þingeyjars.(66) 70 1,6% 35 50,0% 62 1,3% 22 35,5% 68 1,3% 37 54,4%
N-Þingeyjars.(67) 28 0,6% 10 35,7% 26 0,6% 9 34,6% 22 0,4% 12 54,5%
N-Múlasýsla (75) 58 1,3% 21 36,2% 43 0,9% 8 18,6% 66 1,3% 18 27,3%
S-Múlasýsla (76) 67 1,5% 24 35,8% 47 1,0% 22 46,8% 78 1,5% 29 37,2%
A-Skaftafellss.(77) 53 1,2% 2 3,8% 52 1,1% 6 11,5% 43 0,8% 13 30,2%
V-Skaftafellss.(85) 46 1,0% 7 15,2% 33 0,7% 9 27,3% 25 0,5% 5 20,0%
Rangárvallasýsla (80,81,84,86) 1024 22,9% 242 23,6% 1085 23,2% 327 30,1% 1293 25,2% 545 42,2%
Árnessýsla (82,87,88) 610 13,6% 140 23,0% 727 15,5% 236 32,5% 769 15,0% 271 35,2%
Heildarfjöldi 4476 100% 1252 28,0% 4684 100% 1589 33,9% 5138 100% 1999 38,9%
Helstu breytingar frá 2004 eru þær að enn
eykst hlutur Sunnlendinga en þeirra hlutur
var 44% árið 2004 en er 47% árið 2005
þannig að stutt er í að helmingur allra
ásettra folalda sé af svæði Hrossaræktarsam-
bands Suðurlands. Hlutur A-Húnvetninga
minnkar um 2% og hlutur Skagfirðinga,
Eyfirðinga- og Þingeyinga minnkar um 1 %.
Hlutur Austfirðinga eykst um 1% en önnur
svæði standa í stað milli ára.
GÆÐASTÝRING í HROSSARÆKT
Sextán bú taka taka þátt í gæðastýringu í
hrossarækt. Gæðastýring ( hrossarækt miðar
að því að votta framleiðslu búanna (hrossin)
sem vistvæna gæðaframleiðslu. Til að vera
þátttakandi i gæðastýringunni þarf að upp-
fylla þrjú skilyrði. (fyrsta lagi þarf skýrsluhald
að vera fullkomið, i öðru lagi þarf úttekt land-
græðslu rikisins á beitilandi ræktandans og
í þriðja lagi er þáttur sem tekur til umhirðu
hrossanna og heilbrigðisþátta. Þessi þriðji
þáttur er tekinn út af dýralækni eða hrossa-
ræktarráðunauti viðkomandi svæðis.
ÖRMERKINGAR HROSSA
Samkvæmt reglugerð nr. 289/2005 um
merkingar búfjár skal einstaklingsmerkja öll
hross sem fædd eru eftir 1. janúar 2003.
Þarna er um að ræða örmerki eða frost-
merki. Bændasamtök (slands veita leyfi til
einstaklingsmerkinga og eru í dag um 350
einstaklingar sem hafa leyfi til örmerkinga
en innan við tíu hafa leyfi til frostmerkinga.
Fjögur fyrirtæki [ landinu selja viðurkennd
örmerki og veita þau verulegan afslátt ef
um nokkurt magn er að ræða. Einungis
leyfishafar geta keypt merki. Ef hross eru
örmerkt komast þau beint í gagnavörslukerf-
ið WorldFeng þannig að vel útfyllt örmerk-
ingarvottorð gildir sem grunnskráning hross-
ins. Hins vegar er ekki skilyrði í dag að hross
séu örmerkt þó eigendur séu í skýrsluhaldi
hrossaræktarinnar.
DNA-GREINING HROSSA
Á árinu var gengist fyrir átaki í sýnatöku úr
hrossum til DNA-greiningar. Samið var við
líftæknifyrirtækið Prokaria um að annast
greininguna. Stofnverndarsjóður íslenska
hestakynsins studdi myndarlega við verk-
efnið, en hann greiddi greiningarkostnað
vegna hryssna sem náð höfðu 7,50 eða
hærri einkunn í kynbótadómi. Alls voru tek-
in 3.177 sýni vítt og breytt um landið, auk
þess sem 171 sýni var fengið frá Keldum
en þau eru úr eldri stóðhestum, þá greiddi
stofnverndarsjóður fyrir greiningu á sýnum
úr öllum stóðhestum sem dæmdir voru á
árinu 2006 og tekið var blóð úr.
Nú hafa allar greiningar frá Prokaria ver-
ið færðar í gagnagrunninn WorldFeng. Á
næsta leiti er að tölvukerfið beri saman
greiningar foreldra og afkvæma og gefi út
hvort hrossið sé rétt ættgreint hafi sýni á
annað borð verið tekið úr öllum sem hér
áður var minnst á. Megintilgangurinn er
hins vegar að byggja smám saman upp
upplýsingabanka til ætternisgreiningar. Mik-
ilvægt er því að tekin séu sýni úr væntanleg-
um ræktunargripum strax á folaldsaldri.
SPATT-MYNDATAKA
Nú var annað árið í röð krafist röntgen-
myndatöku af hæklum allra stóðhesta á
ákveðnum aldri sem mæta til dóms. í ár
var tekin mynd af 5, 6 og 7 vetra hestum.
Einungis er nauðsynlegt að skilað sé inn
myndum einu sinni á ævi hestsins jafnvel þó
hann komi til dóms síðar. Næsta ár færist
svo kvöðin upp um eitt ár þannig að skila
verður myndum af 5, 6, 7 og 8 vetra göml-
um hestum. Allar myndirnar fara til aflestrar
hjá Sigríði Björnsdóttur, dýralækni hrossa-
sjúkdóma, og sér hún jafnframt um að
koma niðurstöðunum ÍWorldFeng. Um 100
nýir hestar á þessu aldursbili koma til dóms
árlega og hefur myndatakan gengið vel.
FREYR 10 2006
33