Freyr - 01.10.2006, Blaðsíða 21
FERÐAÞJÓNUSTA
Skilti þetta var reist á útivistarsvæði Skóg-
ræktarfélags Austur-Skaftfellinga í sumar
sem leið. Hugmyndin ersótttil Finnlands
en efnistök og uppsetning þess er unnin af
sprotafyrirtækjum í heimabyggð.
Ljósm. Sigurlaug Gissurardóttir
STYRKING BYGGÐAR
Umræða um þjóðgarðsmál og náttúruvernd
er alls ekki ný af nálinni og má rekja hana
allt aftur til þess tíma þegar Skaftafells-
þjóðgarður var stofnaður árið 1967. Þrátt
fyrir að heimamenn hafi ekki alltaf verið
sáttir við framvindu mála er þeim vel Ijóst
að þjóðgarðurinn á mikinn þátt í þróun
ferðaþjónustu í Öræfum og nærsveitum.
Ferðaþjónusta sunnan Vatnajökuls hefur
vaxið umtalsvert á síðustu árum og áratug-
um. Fjöldi gististaða hefur byggst upp og
eru þeir dreifðir um alla sýsluna og sumir
þeirra vel í stakk búnir til að taka á móti
stórum hópum. Einnig eru margvíslegir
möguleikar til afþreyingar. Stofnun þjóð-
garðsins í Skaftafelli, uppbygging á aðstöðu
og bætt aðgengi að svæðinu eru hornstein-
ar þessarar þróunar. Stækkun þjóðgarðsins
árið 2004 og væntanlegur Vatnajökulsþjóð-
garður mun efla ferðaþjónustu á svæðinu
enn frekar.
Staðan í ferðaþjónustu í Sveitarfélaginu
Hornafirði er þannig að sumrin eru þétt-
setin og aðsókn í afþreyingu og gistingu I
hámarki. Þó er alltaf hægt að gera betur, til
dæmis með því að lengja dvöl ferðamanna
á staðnum og auka straum (slendinga til
svæðisins. Það er til dæmis gert með bættu
aðgengi að fleiri náttúruperlum og mark-
vissu kynningar- og markaðsstarfi. Einnig
vantar upp á að lengja ferðamannatímann,
á vorin, haustin og yfir háveturinn. Til að
efla ferðaþjónustu sunnan Vatnajökuls enn
frekar og styrkja hana í sessi sem arðbæra
heilsársatvinnugrein sem veitir íbúum svæð-
isins atvinnu allt árið um kring er horft til
stækkunar þjóðgarðs og þess aðdráttarafls
sem slíkur garður kemur til með að hafa.
Samhliða stofnun þjóðgarðs er mikilvægt
að veita sérstaklega fjármunum til þess að
greina tækifæri í ferðaþjónustu, sem felast í
og við jaðar þjóðgarðsins, samspil þessa við
aðra landnýtingu og áhrif á efnahagslegt og
félagslegt umhverfi samfélagsins.
Varnargarður var reistur fyrir framan Fláajökul með hand- og hestaflinu einu árið 1937 til
varnar byggð og búsetu á Mýrum. i fjarska sést hvar Hólmsá rennur í nýjum farvegi sem
handmokaður var í gegnum jökulölduna það sama ár. Ljósm. Sigurlaug Gissurardóttir
Góð hugmynd að gönguhliði sem sauðfé leggur ekki í. Gönguhliðið var sett upp við einn
af áningarstöðunum á Mýrum til þess að auðvelda aðgengi ferðamanna á útsýnisstaðinn
Eskey. Fyrirmyndin er sótt til dansks vinarbæjar Sveitarfélagsins Hornafjarðar,
Samso í Danmörku. Ljósm. Sigurlaug Gissurardóttir
HORFT TIL FRAMTÍÐAR
Sérstaða Skaftafellssýslna felst í mikilli
nálægð við Vatnajökul, sem hefur mótað
náttúru og mannlíf svæðisins meira en flest
annað. Forfeðrum okkar þótti héraðið eink-
ar fagurt og svo er það enn. StórfIjótin sem
áður voru ófær eru nú fær. Einstök náttúran
sem áður var ógnvaldur, mótuð af óblíðum
náttúruöflum, og sú menning og mannlíf
sem hún skóp er auðlind í dag. Vatnajökuls-
þjóðgarður gerir okkur kleift að virkja hana.
Ferðaþjónusta er og verður okkar stóriðja
og kjölfesta í byggð.
Til stuðnings byggðar í dreifbýli er mikil-
vægt að skipulega sé unnið að fjölbreyttari
landnýtingu. Verndun náttúru er eitt form
landnýtingar og mismunandi verndarflokkar
gefa tækifæri til að þróa saman hefðbund-
inn landbúnað og aðra atvinnumöguleika
þannig að hvað bæti annað upp. Ljóst er
að Vatnajökulsþjóðgarður verður í sífelldri
þróun og mótun hvað stærð og starfsemi
varðar næstu ár og áratugi. ( umræðum I
Austur-Skaftafellssýslu hafa menn velt fyrir
sér hvort raunhæft sé að stefna að því til
framtíðar að allt svæðið frá Lóni og vestur
á Skeiðarársand verði skilgreint sem þjóð-
garður.
Að minnsta kosti er Ijóst að umræða um
náttúruvernd og þjóðgarðsmál á eftir að
eflast með tilkomu Vatnajökulsþjóðgarðs.
Með því að skapa tækifæri til þess að vinna
með þeim, sem tilbúnir eru til þátttöku,
mun smátt og smátt skapast grundvöllur
til þess að allt svæðið geti á síðari stigum
orðið þjóðgarður. En til þess að raunhæft
sé að láta sér detta slíkt í hug er mikilvægt
að vanda vel til verka frá upphafi og skapa
víðtæka sátt um framvindu mála. Stórt verk-
efni, eins og stofnun og starfræksla þjóð-
garðsins, þarf trausta umgjörð frá fyrsta
degi og fjárveitingar sem hæfa stærsta
þjóðgarði f Evrópu.
FREYR 10 2006
21