Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.10.2006, Qupperneq 27

Freyr - 01.10.2006, Qupperneq 27
SKÓGRÆKT Fjallalerki (Larix lyallii) FJALLALERKI (Larix lyallií) Fjallalerki er harðgert og fremur hægvaxta í æsku en lifir lengi og getur orðið mjög stór- vaxið. Það er ættað frá takmörkuðu svæði í Klettafjöllum Montana, Idaho, Alberta og Bresku-Kólumbíu, þar sem það myndar efstu skógarmörk, oft fyrir ofan blágreni/ fjallaþinsbeltið sem samsvarar einna best veðurfari á íslandi. Fjallalerki aðlagast mikl- um vetrarkulda en jafnframt stöku hlýinda- kafla að vetrarlagi. Það þolir einnig vægt frost að sumri en hefur hins vegar lítið sem ekkert skuggþol. í æsku leggur fjallalerki áherslu á að mynda mikið rótarkerfi og vex lítið upp á við fyrstu árin. Það þolir því illa samkeppni frá grasi. Það hefur einnig reynst viðkvæmt fyrir lerkibarrfelli (nálafalls- sýki), einkum í lágsveitum á Suðurlandi. Fjallalerki frá 1970 er til á nokkrum stöð- um, hefur yfirleitt vaxið áfallalítið og náð allt að 5 m hæð i Lystigarðinum á Akureyri og á Hallormsstað. Eins og með svartgreni er ekki ástæða til að mæla með mjög mik- illi gróðursetningu fjallalerkis. Fjallalerki hentar einkum til landgræðsluskógræktar á gróðurlitlu landi. Á láglendi vex það hægar en flestar aðrar tegundir en hugsanlega má nota það I meiri hæð yfir sjávarmáli eða á frostlendum svæðum þar sem erfitt hefur reynst að koma öðrum trjágróðri til. Askur (Fraxinus excelcior) ASKUR (Fraxinus exœlcior) Askur vex í tempraða beltinu í Evrópu en nær á stöku stað norður í barrskógabeltið, t.d. norður með ströndum Noregs þar sem loftslag er milt. Askar finnast yfirleitt sem stök tré innan um aðrar tegundir I skóg- um, einkum I fremur rökum og frjósömum jarðvegi. Viður asks er mjög harður og eft- irsóttur I ýmiskonar smíðar. Askur ættaður frá Leksvík í Noregi hefur vaxið í Múlakoti í Fljótshlíð síðan um 1950 og lítið eitt yngri lundur er á Tumastöðum. Sama fræi var sáð á Hallormsstað en ekkert lifði af þeim plöntum. Askarnir í Múlakoti og á Tuma- stöðum hafa þroskað fræ á undanförnum árum og eru íslenskir askar nú í uppeldi. Hæsti askurinn í Múlakoti er um 14 m hár. Askur hefur hingað til ekkert verið not- aður í skógrækt á íslandi og mjög lítið í garðrækt. Ljóst er að askur getur lifað og vaxið ágætlega á skjólgóðum, frjósöm- um stöðum í lágsveitum á sunnanverðu landinu. Með hlýnandi loftslagi stækkar mögulegt útbreiðslusvæði hans. Ask ætti að nota sem stök tré í yndisskógrækt til að auka fjölbreytni skóganna og í kjörlundum á skjólgóðum stöðum til viðarframleiðslu. Álmur (Ulmus glabra) ÁLMUR (Ulmus glabra) Álmur gerir svipaðar kröfur til jarðvegs og askur en er talsvert vindþolnari. Með árun- um myndar hann digran stofn með hrjúf- um berki og breiða, regnhlífalaga krónu. Um 100 ára reynsla er af dönskum álmi í Reykjavík og 50 ára reynsla er víða um land af álmi frá nyrsta vaxtarstað hans I Beiarn í Noregi. Beiarn-álmur vex fremur hægt en er fullkomlega harðger og þroskar hér fræ af og til. Hæsti álmur á landinu er I Múla- koti, um 15 m hár. Ólíkt aski er hægt að rækta álm á láglendi í öllum landshlutum og á tiltölulega skjóllitl- um svæðum svo fremi að jarðvegur sé frjó- samur. Álmur hefur svolítið verið notaður í skógrækt (um 1000 plöntur gróðursettar 2004), en gróðursetning hans mætti vera talsvert meiri, a.m.k. nokkrar þúsundir trjáa árlega, ekki síst I Ijósi þess að tegundin á víða í vök að verjast vegna álmsýki og gæti (sland því orðið griðarstaður álms í framtíð- inni. Álm ætti að nota svipað og ask, sem stök tré í yndisskógrækt og í kjörlundum á frjósömum stöðum. FREYR 10 2006 27

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.