Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2006, Síða 37

Freyr - 01.10.2006, Síða 37
HROSSARÆKT EINSTAKLINGSMERKINGAR HROSSA Samkvæmt merkingarreglugerð ber að ein- staklingsmerkja öll folöld fyrir tíu mánaða aldur. Bændasamtökin veita leyfi til frost- og örmerkinga og halda nokkur námskeið á hverju ári fyrir nýja aðila. SÝNINGARHALDIÐ ÁRIÐ 2005 Þrettán kynbótasýningar voru haldnar á árinu vítt og breitt um landið. Alls komu 1.073 hross til dóms en nokkur fjöldi hrossa kemur oftar en einu sinni og voru dómar alls 1.268. Aðsókn að einstökum sýningum var misjöfn, allt frá 16 fulldæmdum hross- um á Hellu á vorsýningu og upp í 245 hross á héraðssýningu á Hellu. Hápunktur sýningarhaldsins hér innan- lands var Fjórðungsmót á Vesturlandi, en segja má að hápunktur ársins hafi verið Heimsmeistaramót íslenska hestsins sem haldið var f Svíþjóð. Að venju fóru sex kyn- bótahross til þátttöku frá íslandi, stóðu þau sig vei, lönduðu þremur gull- og þremur silf- urverðlaunum ( harðri keppni við góð hross frá öðrum löndum. FRAMLEIÐSLA OG SALA Samkvæmt heimildum Hagstofu íslands voru flutt út 1.513 hross árið 2005 og nam verðmæti þeirra 370 millj. kr. en árið 2004 voru flutt út 1.352 hross, samtals að verðmæti 329 milljónir króna (fob). Stærsti markaðurinn er í Svíþjóð en þangað voru alls flutt 370 hross árið 2005. Danmörk og Þýskaland koma þar á eftir. Tafla 3 sýnir útflutning lífhrossa árið 2005 eftir löndum. Tafla 4 sýnir útflutning lífhrossa árin 2001- 2005. Tafla 3. Útflutningur á lífhrossum 2005 Fjöldi Verðmæti þús. kr. fob Svíþjóð 370 76.711 Danmörk 298 71.446 Þýskaland 265 77.732 Noregur 161 25.881 Finnland 147 30.798 Sviss 82 25.387 Önnur lönd 190 62.591 Samtals Heimild: Hagstofa íslands Tafla 4. Útflutningur lífhrossa 2001-2005 Útflutt lífhross fjöldi Útflutnings- verðm. fob þús. kr. Meðalverð kr. 2001 1.623 320.064 197.205 2002 1.365 318.474 233.314 2003 1.337 329.447 246.408 2004 1.352 329.834 243.960 2005 1.513 370.549 244.910 Heimild: Hagstofa íslands Tafla 5. Framleiðsla og sala hrossakjöts 2001-2005 Fram- leiðsla kg Sala kg Útflutn- ingur kg Sala i íbúa kg 2001 1.055.147 527.667 605.447 1,9 2002 1.019.114 472.672 548.907 1,6 2003 906.171 485.654 367.746 1,7 2004 883.109 579.456 300.410 2,0 2005 762.001 520.589 199.053 1,8 Heimiid: Bændasamtök Islands Tafla 5 sýnir framleiðslu og sölu hrossa- kjöts árin 2001-2005. Framleiðsla hrossa- kjöts árið 2005 dróst saman um 13,7% frá fyrra ári enda hefur stórlega dregið úr útflutningi sem m.a. á einhvern þátt í að hrossum fer nú fjölgandi. Sala á hrossakjöti árið 2005 dróst saman um 10% frá fyrra ári og nam 521 tonni eða 1,8 kg á íbúa. Útflutningur hrossakjöts hefur dregist sam- an á undanförnum árum. Meðalverð fob var 144 kr/kg árið 2004 en 181 krónur á kg árið 2005. Tafla 6 sýnir útflutning eftir löndum árið 2005. Skýringa virðist einkum að leita í hækkandi gengi íslensku krónunnar. Að magni til var mest flutt út til Italíu, eða rösk- lega 134 tonn, en næst mest var flutt út til Rússlands, 79 tonn. Heildarverðmæti hrossa- kjötsútflutnings var um 42 millj. kr. og af því eru um 27 millj. kr verðmæti (talíumarkaðar. Tafla 6. Útflutningur hrossakjöts árið 2005 Þúsund. kg Þúsund. kr. (talía 134,4 27.061 Japan 14,2 9.206 Rússland 78,8 5.757 Önnur lönd (2) 5,7 237 Alls 233,2 42.261 FREYR 10 2006 37

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.