Freyr - 01.10.2006, Side 13
HROSSARÆKT
lendin öflug. Afkvæmin eru léttbyggð, fóta-
há og sívalvaxin. Fætur eru þurrir en liðir
grannir og sinaskil lítil, afturfætur útskeifir
og nágengir. Hófar eru djúpir og efnisþykk-
ir, prúðleiki þokkalegur. Töltið er rúmt og
taktgott, brokkið skrefmikið en óöruggt.
Skeiðið ferðmikið sem og stökkið. Viljinn er
ásækinn og hrossin bera sig vel í reið.
Afkvæmi Kötlu frá Miðsitju.
(Ljósm. Eiríkur Jónsson).
Katla gefur hálslöng hross með góða
yfirlínu, þau eru viljug með allan gang,
skeiðið best. Katla hlýtur heiðursverð-
laun fyrir afkvæmi og fjórða sætið.
IS1985286028 Hnota frá Stóra-Hofi
Litur: Jörp.
Ræktandi: Sigurbjörn Eiríksson.
Eigandi: Bæring Sigurbjörnsson.
F: IS1968157460
Hrafn frá Holtsmúla
M: IS1973286004
Buska frá Stóra-Hofi
Kynbótamat aðaleinkunn 116 stig.
Dæmd afkvæmi 7.
Dómsorð:
Hnota gefur stór hross með skarpt en gróft
höfuð. Hálsinn er reistur og herðar háar,
bakið mjúkt og lendin öflug. Afkvæmin eru
hlutfallarétt og fótahá, fætur prúðir og liðas-
verir en nágengir aftan, hófar djúpir og slétt-
ir. Prúðleiki allgóður. Allur gangur er rúmur
og lyftingarmikiil, viljinn harðásækinn og
afkvæmin fara afar vel.
Afkvæmi Hnotu frá Stóra-Hofi.
(Ljósm. Eiríkur Jónsson).
Hnota gefur traustbyggð hross með
mikinn vilja og yfirferð á öllum gangi.
Hnota hlýtur heiðursverðlaun fyrir
afkvæmi og fimmta sætið.
IS1989257671 Lukka frá Víðidal
Litur: Brún
Ræktandi: Marta Svavarsdóttir.
Eigandi: Kristinn Valdimarsson.
F: IS1968157460
Hrafn frá Holtsmúla
M: IS1979257646
Yrpa frá Víðidal
Kynbótamat aðaleinkunn 116 stig.
Dæmd afkvæmi 5.
Dómsorð:
Lukka gefur í meðallagi stór hross með
skarpt höfuð en krummanef. Hálsinn er
reistur og mjúkur en djúpur, bakið mjúkt en
lendin afturdregin. Hrossin eru hlutfallarétt
og langvaxin. Fótagerð er þokkaleg með
öflugar sinar en réttleiki slæmur, afturfætur
innskeifir og nágengir og framfætur útskeif-
ir og nágengir. Hófar eru djúpir og sléttir
en prúðleiki bágur. Töltið er taktgott með
góðum fótaburði en brokkið oft ferðlítið og
brotið, skeiðið og stökkið hreyfingarmikið.
Afkvæmi Lukku frá Víðidal.
(Ljósm. Eiríkur Jónsson).
Lukka gefur reist og langvaxin en
óprúð hross með dapran réttleika.
Afkvæmin eru alhliða geng með ágætu
tölti, sæmilegu brokki og góðu skeiði.
Viljinn er mikill og þau fara vel. Lukka
hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi
og sjötta sætið.
IS1983225005 Dúkkulísa frá Dallandi
Litur: Brúnstjörnótt
Ræktandi: Gunnar Dungal.
Eigendur: Gunnar og Þórdís.
F: IS1968157460
Hrafn frá Holtsmúla
M: IS1973284182
Lýsa frá Efri-Rotum
Kynbótamat aðaleinkunn 116 stig.
Dæmd afkvæmi 5.
Dómsorð:
Dúkkulísa gefur stór hross með skarpt höf-
uð en djúpa kjálka. Hálsinn er reistur, herðar
háar, bakið mjúkt og lendin djúp. Hrossin
eru fótahá en brjóstdjúp, fótagerðin þokka-
leg, sinar öflugar og fætur þurrir. Framfæt-
ur eru útskeifir og nágengir en hófar efnis-
þykkir, prúðleiki slakur. Afkvæmin hafa flest
allan gang rúman og taktgóðan. Viljinn er
mikill og þjáll og þau bera sig vel.
Dúkkulísa frá Dallandi
(í miðið) með afkvæmum sínum.
(Ljósm. Eiríkur Jónsson).
Dúkkulísa gefur vel byggð en óprúð
hross með alhliða gæðingskosti.
Dúkkulísa hlýtur heiðursverðiaun fyrir
afkvæmi og sjöunda sætið.
FREYR 10 2006
13