Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.10.2006, Qupperneq 16

Freyr - 01.10.2006, Qupperneq 16
NAUTGRIPARÆKT íslensk nautgriparækt á 20. öld - nokkrir þættir Viðtal við Bjarna Arason, fyrrverandi nautgriparæktarráðunaut Fjósið á Lundi. Glugginn í endanum er inn á skrifstofu ráðunautsins. Síðastliðið sumar fór undirritaður, ásamt Magnúsi B. Jónssyni á Hvann- eyri og Magnúsi Óskarssyni, fyrrver- andi kennara á Hvanneyri, á fund Bjarna Arasonar, fyrrverandi ráðu- nautar og framkvæmdastjóra Búnað- arsambands Borgarfjarðar á heimili hans í Borgarnesi. Bjarni starfaði lungann af starfsævi sinni að naut- griparækt, ásamt öðrum ráðunauta- störfum í landbúnaði, og er einn fárra manna núlifandi, sem hafa yfirsýn af eigin viðkynningu yfir þróun nautgriparæktar hér á landi á síðustu öld, en hann er nú 85 ára að aldri. Svarthvítu myndirnar í viðtalinu eru allar úr safni Búgarðs í Eyjafirði Hver eru fyrstu kynni þín af nautgriparækt? Ég vil þá helst byrja á barnæsku minni. Ég er alinn upp á Grýtubakka í Grýtubakka- hreppi. Það var stórt heimili og kýr hafðar til heimilisnota. Þeim var beitt á sumrin á úthaga alllangt frá bænum, á stararengi, og ég sat þar yfir þeim fyrst á vorin meðan þær voru að venjast úthaganum. Ég var þá um 7 til 9 ára og þetta var fyrir 1930. Með mér var strákur frá næsta bæ sem átti sameigin- legan haga með Grýtubakka. Þarna i hreppnum var og er eitt elsta nautgriparæktarfélag á landinu og það var skýrsluhald heima og töluvert umstang við að mæla mjólkina vikulega. Nytinni úr hverri kú var hellt í sérstaka fötu og svo var stung- ið spýtu með kvarða í hana og af kvarðan- um mátti lesa hve margar merkur voru í fötunni. Síðan var þetta bókað. Hvert fóru svo þessar upplýsingar? Þær fóru til eftirlitsmanns nautgripafé- lagsins, sem reiknaði út ársnyt hverrar kýr og sendi niðurstöðurnar til Búnaðarfélags íslands. Hann annaðist einnig um að mæla fitumagn mjólkur úr hverri kú, sem var fært á skýrslu. Eftirlitsmaðurinn hafði sótt nám- skeið í Reykjavík hjá Páli Zóphóníassyni til þess að undirbúa sig undir starfið. Ég fer svo að Hvanneyri og kynnist búskapnum þar, fyrst í Bændadeild haustið 1941. Ég hafði það embætti um sumarið milli bekkja, en þá var verknám allt sumarið, að vera fjósameistari og það var heilmikil upphefð að leysa fjósameistarann af í sum- arfríi hans. Ég fór ekkert heim nema í eina viku eða svo. Haustið 1947 fór ég svo í framhaldsdeild- ina, fyrsta veturinn sem hún starfaði. Ég lauk þar prófi 1949 og var þá reyndar búinn að ráða mig hjá Borgfirðingum, en þá hring- ir Jónas Kristjánsson samlagsstjóri á Akur- eyri í mig og býður mér það starf að taka við af Hirti Þórarinssyni, sem þá var ráðunautur Sambands nautgriparæktarfélaga í Eyjafirði, SNE, og hafði komið af stað sæðingarstöð- inni á Grísabóli. Hún tók til starfa árið 1946. Ég fékk mig lausan hjá Borgfirðingum og hóf störf á Akureyri haustið 1949. Það fylgdi ráðningarsamningnum að sam- bandið kostaði mig til að fara til Danmerkur í nokkrar vikur til að kynnast nautgriparækt þar og læra sæðingar. Um þetta leyti eru sæðingar orðnar ráðandi í danskri naut- griparækt. Magnús B. Sæðingar koma fyrst til sög- unnar um 1936 þannig að (slendingar eru afar snemma á ferðinni, miðað við það sem gerðist. Það var fyrir áhrif frá Skotlandi en einnig Danmörku. Egill Bjarnason á Sauðárkróki fór með mér í þetta ferðalag og við skoðuðum nokkrar sæðingarstöðvar og fórum með sæðingamönnum á bæi og lærðum hand- tökin við að sæða kýr og taka sæði og blanda. Eftir heimkomuna fór ég að vinna við sæðingarstöðina á Grísabóli. Hjörtur hætti nokkru fyrir jól þetta haust, 1949, og fór þá I búskapinn heima á Tjörn. Grísaból var á þeim tíma nokkuð fyrir ofan byggðina á Akureyri en er nú komið inn í bæinn. Þarna hafði verið stofnsett svínabú, sem mjólkursamlagið rak. Sæð- ingarstöðin var í húsakynnum þess og hún mun ekki hafa greitt neitt fyrir þá aðstöðu né aðra fyrirgreiðslu er hún naut þar. Jónas Kristjánsson kom þessu svona fyrir, en hann var mikill áhugamaður um allar framfarir og búskap og hafði með sér góða bændur (stjórn. Ég hafði í ferðinni til Danmerkur kynnst afkvæmarannsóknastöðvum, sem þá höfðu tekið til starfa ekki löngu áður. Rannsókn- irnar byggðust á því að teknar voru um 15 kvígur á leigu undan hverju nauti, sem átti að prófa, og hafðar fyrsta mjólkurskeiðið saman í fjósi. Þessi hugmynd hafði borist hingað til lands. Sunnlendingar voru að byrja á þessum rannsóknum um þetta leyti í Laugardælum, eða um 1953-54. Eyfirðingar vildu ógjarnan vera eftirbátar í þessu og það var víst haustið 1953 sem 16 FREYR 10 2006

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.