Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2006, Síða 9

Freyr - 01.10.2006, Síða 9
HROSSARÆKT Önnur í flokki 6 vetra hryssna varð Sefja IS2000282210 frá Úlfljótsvatni í Grafn- ingi (B: 8,00 H: 8,78 A: 8,47). Eigendur Sefju eru Lilja Pálmadóttir og Baltasar Kor- mákur en knapi var Erlingur Erlingsson. Fað- ir Sefju er Gustur frá Hóli og móðir Sokka frá Úlfljótsvatni. Sefja er með allþokkalegan byggingardóm þar sem hæst er 8,5 fyrir samræmi og hófa en lægst 6,5 fyrir prúð- leika. Sefja er snillingur á öllum gangi, hæst er 9,0 fyrir brokk, skeið, vilja/geðslag og fegurð í reið og 8,5 fyrir tölt, stökk og hægt tölt en lægst fet 6,5. Sefja varð efst f flokki 5 vetra hryssna árið 2005. Sefja frá ÚlfIjótsvatni og Erlingur Erlingsson. (Ljósm. Eiríkur Jónsson). Þriðja í þessum flokki varð Dóra IS2000287833 frá Hlemmiskeiði 3 á Skeiðum (B: 8,28 H: 8,57 A: 8,45). Eigandi Dóru er Inga Birna Ingólfsdóttir en knapi var Þórður Þorgeirsson. Faðir Dóru er einnig Gustur frá Hóli en móðir Dröfn frá Nauta- flötum. Dóra er vel byggð þar sem hæst ber 8,5 fyrir háls/herðar/bóga, samræmi og hófa en lægst er 7,5 fyrir prúðleika. Dóra er aihliðageng og góð á öllum gangi þar sem hæst er 9,0 fyrir vilja/geðslag og 8,5 fyrir tölt, brokk, skeið, stökk og fegurð í reið en lægst 7,0 fyrir fet. Dóra frá Hlemmiskeiði 3 og Þórður Þorgeirsson. (Ljósm. Eiríkur Jónsson). HRYSSUR5 VETRA Efst af hryssum 5 vetra varð Dögg IS2001225421 frá Breiðholti á Álftanesi (B: 8,51 H: 8,67 A: 8,61). Eigandi Daggar er Hjarðartún ehf. en knapi var Jón Páll Sveins- son. Faðir Daggar er Orri frá Þúfu, ff. Otur frá Sauðárkróki, fm. Dama frá Þúfu. Móðir Daggar er Hrund frá Torfunesi, mf. Safír frá Viðvík og mm. Virðing frá Flugumýri. Dögg er með frábæra byggingareinkunn þar sem hæst ber úrvalseinkunnina 9,5 fyrir háls/ herðar/bóga og 9,0 fyrir hófa. Því miður er þó byggingin ekki gallalaus því réttleikinn hlaut einkunnina 7,0. Hæfileikarnir eru einnig úrvalsgóðir, sérstaklega klárgangur og þá fer Dögg afburðavel. Hæstu einkunn- ir eru 9,5 fyrir fegurð í reið og 9,0 fyrir tölt, brokk, vilja/geðslag og hægt tölt en lægst er 7,0 fyrir skeið. Dögg stóð árið 2005 efst af fjögurra vetra hryssum landsins og hefur því haldið toppsætinu í árganginum. Dögg frá Breiðholti og Jón Páll Sveinsson. (Ljósm. Eiríkur Jónsson). Önnur af 5 vetra hryssum varð Glíma IS2001286184 frá Bakkakoti í Rangár- þingi (B: 8,40 H:8 ,70 A: 8,58). Eigandi Glímu er Ragnheiður Hrund Ársælsdóttir en knapi var Þórður Þorgeirsson. Faðir Glímu er Sær frá Bakkakoti en móðir Gletta frá Bakkakoti. Gllma er einnig með frábæran byggingardóm þar sem hæst ber 9,0 fyrir háls/herðar/bóga og samræmi og 8,5 fyrir hófa en lægst er 6,0 fyrir prúðleika. Glíma er frábærlega reist og úrvalsgóð á klárgangi en hæstu einkunnir eru 9,5 fyrir fegurð í reið og 9,0 fyrir tölt, brokk, vilja/geðslag og hægt tölt. Lægst er 7,0 fyrir skeið og fet. Glíma frá Bakkakoti og Ragnheiður Hrund Ársælsdóttir. (Ljósm. Eiríkur Jónsson). Þriðja af 5 vetra hryssunum varð Gljá IS2001287468 frá Egilsstaðakoti í Vill- ingaholtshreppi (B: 8,24 H: 8,54 A: 8,42). Eigandi Gljáar er Einar Hermunds- son en knapi var Sigurður Óli Kristinsson. Faðir Gljáar er Sjóli frá Dalbæ en móðir Kviða frá Egilsstaðakoti. Gljá er vel byggð með hæst 8,5 fyrir háls/herðar/bóga, sam- ræmi og hófa en lægst 7,5 fyrir réttleika og prúðleika. Gljá er alhliðagæðingur, hæstu einkunnir eru 9,0 fyrir vilja/geðs- lag og fet og 8,5 fyrir tölt, brokk, stökk og fegurð í reið, lægst er 7,5 fyrir hægt stökk. Gljá frá Egilsstaðakoti og Sigurður Óli Kristinsson. (Ljósm. Eiríkur Jónsson). HRYSSUR4 VETRA Af yngstu hryssunum varð efst á árinu leista IS2002282502 frá Lynghóli í Árnessýslu (B: 8,00 H: 8,57 A: 8,34). Eigendur Leistu eru Árni Þorkelsson og Jakobína Jónsdóttir en knapi var Erling- ur Erlingsson. Faðir Leistu er Hróður frá Refsstöðum, ff. Léttir frá Stóra-Ási, fm. Rán frá Refsstöðum. Móðir Leistu er Rispa frá Eystri-Hól, mf. Þokki frá Garði, mm. Hrönn frá Búðarhóli. Leista er með þokka- legan byggingardóm þar sem hæst er 8,5 fyrir höfuð en lægst 7,0 fyrir prúðleika, þá er hún hæfileikamikil, hágeng og alhliða, hæst er 9,0 fyrir tölt og vilja/geðslag og 8.5 fyrir stökk og fegurð í reið en lægst 7.5 fyrir fet. Leista frá Lynghóli og Erlingur Erlingsson. (Ljósm. Eiríkur Jónsson). FREYR 10 2006

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.