Freyr - 01.10.2006, Side 19
NAUTGRIPARÆKT
og við vorum einir fjórir ráðunautarnir með
honum. Magnús B. Jónsson var svo eins
konar framkvæmdastjóri nefndarinnar og
hann lagði grunninn að tölvuskýrsluhaldinu
og afkvæmarannsóknunum en Jón Viðar
Jónmundsson tekur við þessu verki þegar
Magnús B. Jónsson verður rektor á Hvann-
eyri árið 1972.
Nýja tölvuskýrsluhaldið gjörbreytti naut-
griparæktinni. Það var alltaf vandamál að
meta kynbótagildi gripanna og í raun og
veru tilviljana- og handahófskennt.
Páll Zóphóníasson reyndi að bera sam-
an mæður og dætur, en það var ýmsum
vandkvæðum bundið. Svo komu afkvæma-
rannsóknastöðvarnar á Akureyri og í Laug-
ardælum. Þær voru hins vegar afar þungar
í vöfum og dýrar í rekstri. Það var kannski
hægt að rannsaka fimm naut á ári samtals
á báðum stöðvum.
Hvaðan er upprunnin sú hugmynd að stunda
kynbótastarf með hjálp skýrsluhaldsins?
Magnús B. Hugmyndafræðin á bak við
það er bresk-bandarísk. Það voru þarlendir
fræðimenn sem fóru að benda á að það
væri nauðsynlegt að skoða heildarsafnið.
Ég fór til Bretlands árið 1956 og þá
kynntist ég þessari aðferð að bera saman
sambærilega systrahópa undan nautunum.
Bretar voru þá komnir með tölvukeyrslur
á skýrslunum og í gegnum það gátu þeir
fengið upplýsingar um fyrstakálfsnytina sér-
staklega.
Eftir Bretlandsferðina reyndi ég að meta
kynbótagildi nokkurra nauta, sem höfðu
verið notuð í sæðingarstöðinni á Hvanneyri
með því að bera saman fyrstakálfsnyt þeirra
við meðalnyt kúa á sama búi, að því að mér
fannst með nokkrum árangri. Ég skrifaði
grein í Frey um þessa athugun. Þessi aðferð
var tímafrek, enda var tölvan ekki komin I
notkun þá.
Hver voru, Magnús, fyrstu skrefin i tölvu-
skýrsluhaldi í nautgriparækt?
Magnús B. Þau voru þannig að ég byrj-
aði að prófa mig áfram með því að nota
skýrsluhaldið í Svarfaðardal og svo í Land-
sveit og I Reykholtsdal. Þar gerðum við
tilraun með það hvernig kerfið virkaði. Það
var árið 1971.
Hvenær var farið að nota tölvur i íslenskum
landbúnaði?
Magnús B. Tölvunotkun kemur inn í
landbúnaðinn gegnum mjólkursamlögin.
Þau voru farin að nota tölvukeyrslur nokkru
áður. Ég man að þegar ég var með mitt
verkefni árið 1964 fékk ég allt gatað hjá
Mjólkursamsölunni.
Djúpfrystingin og tölvukerfið unnu mjög
vel saman við mat á nautunum og matið
varð miklu traustara en áður.
Jón Viðar Jónmundsson tekur svo nokkru
seinna við þessu verki af Magnúsi og full-
Fyrsta afkvæmasýning nautgripa á íslandi árið 1951 á Þveráreyrum í Eyjafirði.
Páll Zóphóníasson nautgriparæktarráðunautur stendur hjá.
Úr fyrstu afkvæmarannsókninni. Mynd tekin í gamla Lundsfjósinu sem síðar var notað sem
fjós fyrir sæðinganautin þangað til þau fluttust til Hvanneyrar. Myndin er trúlega tekin 1958.
komnar það síðan þegar BLUP-aðferðin við
kynbótamatertekin upp. BLUP-kerfiðertek-
ið í notkun um 1990, ef ég man rétt.
Magnús B. Ágúst Sigurðsson skrifaði
sína doktorsritgerð um þessa kynbótaað-
ferð, BLUP, í Svíþjóð um 1994 eða 1995 og
notar þá gögn frá skýrsluhaldinu í nautgripa-
rækt hér á landi.
Svo gjörbreyttist þarna líka framkvæmd
skýrsluhaldsins. Það var lengi búið að mæla
nytina einu sinni í viku en með tölvuuppgjör-
inu er farið að mæla hálfsmánaðarlega og
nú er það orðið aðeins tíu sinnum á mjalta-
skeiðinu.
Þá er það ekki síður ævintýri hve með-
alnytin hefur hækkað mikið og búin hafa
stækkað. Þegar ég kom hingað upp í Borg-
arfjörð árið 1960 var tíukúabú stórt bú og
3000 kg ársnyt var álitin há nyt.
Ég veit ekki hvað meðalbúið er orðið
stórt núna, kannski yfir 35 kýr, en meðal-
nytin er komin yfir 5000 kg. Borgfirðingar
voru lengi aftarlega í þessum samanburði.
Það má vera að Eyfirðingar hafi verið með
betra hey á þessum tíma, minna hrakið og
kjarnmeira.
Framan af lögðu Eyfirðingar sig mikið eftir
hárri fituprósentu. Það var líka eftirtektarvert
að það var ekki fyrr en eftir að tölvuskýrslu-
haldið hófst að það var farið að mæla pró-
tein í mjólk. Samlögin fóru hins vegar ekki að
borga eftir því fyrr en nokkru seinna.
Það voru líka samlögin sem bjuggu til
nýyrðið „fitueiningu" sem var margfeldi af
nythæð og fituprósentu. Mörg samlög borg-
uðu að mestu leyti eftir henni.
En má ekki reikna það á verri veg hvað end-
ing kúnna hefur styst?
Magnús B. Þar er ekki allt sem sýnist.
Það er eðlilegt að ending kúnna styttist með
auknu álagi og svo á framleiðslukerfið veru-
legan þátt í skemmri endingu þeirra. Þegar
menn sáu fram á að kvótinn dygði þeim
ekki gengu menn harðar fram í að skera kýr
út af júgurbólgu eða öðru sem frekar hefði
verið reynt að lækna að öðrum kosti. Með
rýmri framleiðslumöguleikum munu menn
sjé að ending kúnna fer aftur vaxandi. For-
sendan er því óbreytt; öflugt skýrsluhald og
öflug ættfærsla.
/M.E.
FREYR 10 2006
19