Freyr - 01.10.2006, Page 25
JARÐRÆKT
Myndin sýnir hvernig ganga skal frá fram-
ræslu þar sem fyllt er í skurði, en framræsl-
an verður þeim mun öruggari því meiri möl
sem notuð er. Teikn. Árni Snæbjörnsson
er hægt að fullvinna haustplægðan akur að
vori þó of blautt sé til að plægja. Vorplæg-
ing mun því að öðru jöfnu leiða til seinni
sáningar en haustplæging. Við bætist að
hugsanlega getur illgresið notað veturinn til
óhæfuverka, þ.e.a.s. myndað fræ, sé haust-
ið langt og gott.
Þá má nefna að plægja alls ekki, heldur að
sá beint ( óunnið land. Til þess þarf öflugri
sáðvélar en til sáningar í unnið land. Tap
næringarefna verður stórlega takmarkað
sé land ekki brotið. Óhjákvæmilega tapast
um leið meginkostir plægingar, nefnilega
að jarða illgresi og illgresisfræ á yfirborðinu
og grafa um leið hálmstubba sem flytja
sjúkdóma milli ára. Tvíkímblaða illgresi eins
og haugarfa, hjartarfa og fleiri má vissulega
losna við með notkun örgresisefna. Það er
þó lausn sem betra væri að vera án, m.a.
vegna kröfu neytendamarkaðarins um enga
eða litla notkun eiturefna í landbúnaði.
Sama má segja um sjúkdóma.
Sumsstaðar háttar svo til að plæging er
erfið vegna þess að jarðvegur er grýttur.
í þeim tilfellum er oft látið nægja að yfir-
borðsherfa fyrir sáningu. Þetta er þó varla
valkostur nema að árið áður hafi verið korn
eða grænfóður I landinu sem skal brotið.
GRÆNN AKUR AÐ VETRI
(nágrannalöndum okkar eru bændur hvatt-
ir til að láta akra ekki vera opna yfir veturinn
eins og áður hefur komið fram. Þess er jafn-
vel krafist að verulegur hluti ræktarlands
sé grænn yfir veturinn. Þetta, auk jarðvegs-
verndar, er talið mikilvægt til að koma I veg
fyrir niðursig næringarefna í grunnvatnið.
Jarðvegurinn heldur áfram að rotna fram
eftir hausti, köfnunarefni sem losnar getur
breyst í nítrat sem skolast auðveldlega nið-
ur úr jarðveginum og mengar grunnvatn til
skaða fyrir vatnsból, ár og vötn. Köfnunar-
efni sem tapast úr jarðvegi við niðursig er
hreint og klárt tap fyrir bóndann því það
kemur ekki aftur.
Það er því talinn allra hagur að yfir haust-
mánuðina séu vaxandi plöntur í jarðvegin-
um sem grípa næringarefnin jafnaharðan
og þau losna í jarðveginum við rotnun.
Þetta er gert með því að rækta vetrarkorn
Framræsla
Neðanjarðar-
streymi
Myndin sýnir hefðbundið gróðurbelti með lágvöxnum gróðri neðst í landinu. Settjarnir
geta síðan tekið við vatnsafrennsli neðar. Teikn. óþekktur (P.B. Leeds-Harrison et al. 1996)
eða vetrarrepju til fræþroska. Hvorugt er þó
valkostur hér á landi. Þá þekkist einnig að
sá einhverri tegund með korninu (einskonar
skjólsáð) sem heldur áfram að vaxa eftir að
kornið er skorið en lifir samt ekki af vetur-
inn. Skjólsáningin heldur landinu lokuðu.
Skaðleg áhrif af niðursigi nítrats geta
varla verið teljandi hér á landi, vatnsból
liggja yfirleitt ofar en ræktarlönd og ár og
vötn eru næringarefnasnauð fyrir. Hætta á
ofauðgun í ám og vötnum er því hverfandi
við íslenskar aðstæður. Tap næringarefna er
jafnslæmt fyrir bóndann fyrir því.
SÁÐSKIPTI
(sáðskiptum er góður kostur að sá grasfræi
með korni til þroska þegar loka á landinu.
Akurinn helst þá grænn eftir skurð og
það sparar einnig jarðvinnslu við sáningu
grasfræs. Þó þarf að gæta almennra varúð-
arreglna við skjólsáningu, nota minna sáð-
magn af korninu en venjulega og þá akra
þarf að uppskera eins snemma og hægt er
svo grasið fái svigrúm til að ná vopnum sín-
um fyrir veturinn.
LOKAORÐ
Jarðvegsrof frá ræktuðu landi hefur ekki
verið brýnt vandamál hér á landi fram undir
þetta. Ástæðan er augljós. Langstærstur
hluti ræktarlands er með varanlega gróð-
urþekju (tún) en opnir akrar eru tiltölulega
lítill hluti ræktarlands. Fram til 1990 voru
grænfóður- og kartöfluakrar einir án varan-
legrar gróðurþekju. Kornræktin hefurbreytt
þessu ástandi mikið. Flatarmál þess lands
sem er unnið til kornræktar á hverju ári hef-
ur aukist mjög mikið og auk þess er sælst
til að rækta korn í léttum jarðvegi með litla
samloðun frekar en í mýrlendi. Þar við bæt-
ist að sama landið er opnað með reglulegu
millibili og haft opið í einhver ár í senn.
Frjósemisrýrnun sem verður vegna foks eða
afrennslis í eitt skipti þarf ekki að vera telj-
anleg. Ef hinsvegar fer að fjúka reglulega úr
sömu spildunni er voðinn vís.
Ofangreind umfjöllun er að mestu byggð
á erlendum fyrirmyndum. Þótt álitamál sé
að hve miklu leyti slík umræða eigi við hér-
lendis er full ástæða til þess að minna á
þessi atriði í umræðunni um efnaflutning
og jarðvegsrof. Við framræslu og brot á
landi skal ávallt leitast við að halda tapi á
jarðvegs- og næringarefnum í lágmarki.
Aðgerðir í þessa átt koma til móts við þau
viðhorf að ræktun sé stunduð í sem bestri
sátt við umhverfið.
HEIMILDIR
Anders Corell. 2002. Gron Viden, markbrug nr.
251. Danmarks JordbrugsForskning, Fordsknings-
center Foulum, Tjele.
Gunnar Wilhelmsen. 1998. Jordforsk news, vol. 6.
Jordforsk, Ás.
Hans-Peter Blume. 1992. Handbuch des Boden-
schutzes. Ecomed Verlagsgesellschaft AG & Co,
Landsberg.
Jari Koskiaho. 2002. NJF-seminar No. 339, munn-
leg heimild.
P.B. Leeds-Harrison et al. 1996. Buffer Zones in
headwater catchments. Report on MAFF/English
Nature Buffer Zone Project CSA 2285. Cranfield
University, Silsoe. Á slóðinni: www.silsoe.cranfi-
eld.ac.uk/iwe/projects/bzp/1summary.pdf síðast
skoðað 3. október 2006.
Robert Evans et al. 1996a. Wetlands and Water
Quality. North Carolina Cooperative Extension
Service. Á slóðinni: http://www.bae.ncsu.edu/pro-
grams/extension/evans/ag473-7.html síðast skoð-
að 4. október 2006.
Robert Evans et al. 1996b. Controlled Drainage
Management Guidelines For Improving Drai-
nage Water Quality. North Carolina Cooperative
Extension Service. Á slóðinni: http://www.bae.
ncsu.edu/programs/extension/evans/ag443.html
síðast skoðað 3. október 2006.
Freyr 12 2005
25