Freyr

Årgang

Freyr - 01.04.2007, Side 15

Freyr - 01.04.2007, Side 15
BÚNAÐARÞING hvort Mannréttindadómstóllinn tekur málið fyrir. Þýðingavinna hefur reynst t.d. afar dýr. Mjög erfitt er að fá mál tekin fyrir hjá dóm- stólnum og þetta er því ákveðið hálmstrá. 80.000 mál bíða á undan þessu mál og 2-3 ár geta liðið áður en úrskurður um hvort málið verður tekið fyrir fellur. Grundvöllur þess að lagt var í þetta voru þær 2 milljónir króna sem BÍ lagði til og endurtók hann þakkir fyrir það. SIGURÐUR LOFTSSON, ræddi matvælaverðsumræðuna og breyt- ingar frá sl. hausti. Hann þakkaði góða setningarathöfn og óskaði verðlaunahöf- um landbúnaðarverðlauna til hamingju. Hann þakkaði formanni BÍ og starfsmönn- um vasklega framgöngu í matvælaverðs- umræðunni. Hann lýsti ánægju með að svarað var fyrir landbúnaðinn í heild og tók undir það sem Valdimar Einarsson sagði á fundi á Suðurlandi að Haraldur Benediktsson væri góður fjölmiðlafulltrúi samtakanna. Eins skipti aukin dreifing Bændablaðsins máli og sagð að blaðið vekti athygli. Ein megin hugmynd þess að koma Bændablaðinu á legg á sínum tíma var að efla innbyrðis umræðu og efla aðhald að þeim sem fara með stjórn á hverjum tíma, hann taldi það hins vegar ekki eiga alveg samleið með mikilli dreifingu blaðsins. Freyr hefur komið út í breyttu formi en á sama tíma birt svipað efni og Bændablaðið sem væri e.t.v. óþarft. Hann sagði tengsl bænda við pólitíkina í landinu skipta miklu máli og ræddi tillögur Samfylkingarinnar á sl. hausti í því sambandi. Kúabændur á Suðurlandi buðu Ingibjörgu Sólrúnu Glsladóttur á aðalfund sinn í haust og taldi hann athyglisvert að þetta stórt stjórnmála- afl fór kæruleysislega með tölur um stuðn- ing við landbúnað. Hann taldi það hafa að öðru leyti verið af hinu góða að fá formann Samfylkingarinnar á þennan fund og það væri ekki einkamál B( að þreyja þennan róður. Hann ræddi gagnrýni á að B( væru pólitísk og tengdust fyrst og fremst tveim- ur stjórnmálaflokkun. Það væri áskorun um að gera betur I að koma út upplýsingum og bæta tengsl við aðra flokka. Ákvörðun stjórnvalda í haust væri grundvallar breyt- ing á því umhverfi sem landbúnaðurinn býr við. Verðstöðvun í mjólk væri fyrsta skrefið, tollalækkanir nú fyrsta mars væru annað skref sem við erum ekki farin að sjá hvert leiðir. Þetta mun væntanlega leiða af sér harðari kjarabaráttu en undanfarin ár. Við getum hæglega lent í erfiðri stöðu kjöt- greina á ný. Því þarf að beita þeim ráðum sem við höfum til að halda samstöðu innan stéttarinnar. Hann kvaðst gefa kost á sér í stjórn B( til að tryggja tengingu kúabænda inn í stjórn BÍ í komandi kjarabaráttu og umræðum um breytt form á stuðningi við búgreinar eins og kúabændur, sem mest eiga undir ríkisstuðningi. ÞÓRHALLUR BJARNASON, sagði garðyrkjubændur vana að takast á við gagnrýni líkt og matvælaverðsumræðan er. Hann kvaðst viss um, eftir að hafa tekist á við þetta í garðyrkjunni, að þessi gagn- rýni heldur áfram og Bændasamtök (slands verði áfram að vinna vel að þessu máli. Hann kvað upprunamerkingar matvæla mjög mikilvægar og sagði að garðyrkju- bændur væru að vinna að því að fá fán- aröndina viðurkennda sem eigin vörumerki. Hins vegar eru reglur um upprunamerking- ar mjög fátæklegar og ekki miðaðar við allan þann innflutning sem nú er í gangi. ( ESB eru þær reglur I gildi að koma skal fram frá hvaða landi varan er. Hér á landi er þetta ekki skýrt. Búið er að biðja um að ESB reglugerðin verði tekin upp hér á landi fyrir garðyrkjuafurðir og vel kann að vera að þetta eigi einnig við kjötmarkaðinn hér á landi. Hann ræddi síðan lækkun tolla og sagði garðyrkjubændur vera búna að kom- ast að því að nauðsynlegt er að aðgreina sig frá markaðnum, þetta er ígildi tolla og hann hvatti aðrar búgreinar til að huga að þessu. JÓHANN MÁR JÓHANNSSON tók undir með þeim sem lýstu ánægju með setningarathöfn og því hvernig stjórn hefur haldið á matvælaverðsumræðunni og ímyndarmálum. Hann lýsti einnig mikilli ánægju með tónlistaratriði á setningarat- höfn. Síðan ræddi hann boð til stjórnmála- flokka og hvatti menn til að þiggja boð stjórnarandstöðuflokka til að plægja þann akur sem þar væri. Hann lýsti síðan yfir að hann væri í framboði til stjórnar BÍ. BIRNA ÞORSTEINSDÓTTIR tók undir þakkir til stjórnar fyrir glæsi- lega setningarathöfn og framgöngu und- anfarna mánuði í kynningarmálum og mat- vælaverðsumræðu. Hún lýsti ánægju með niðurstöðu skoðanakönnunar og sagði hér skýr skilaboð um hvar væri þörf á að vinna, m.a. um að vinna áfram að skólaheimsókn- um sem eru til umfjöllunar á þinginu. í því sambandi mætti huga að því að dusta rykið af verkefninu "Bændur bjóða heim". Bændur gera aldrei of mikið af þvf að tengjast þéttbýlisbúum. Hún fagnaði einnig framkominni hugmynd um skoðanakönnun meðal bænda um viðhorf til samtakanna og skipulags og innra starfs þeirra. Kúabændur eru að endurskipuleggja starf sitt og leita Sigurður Loftsson, Árni V. Kristjánsson, Sigurgeir Hreinsson, Kristín Linda Jónsdóttir, Anna Bryndís Tryggvadóttir og Svana Halldórsdóttir. 15 FREYR 2007

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.