Freyr

Volume

Freyr - 01.04.2007, Page 21

Freyr - 01.04.2007, Page 21
BÚNAÐARÞING Ályktanir Búnaðarþings 2007 Hér fara á eftir ályktanir Búnaðarþings 2007, raðað eftir nefndum. ALLSHERJARNEFND Þjóðlendumál Búnaðarþing 2007 lýsir fullum stuðningi við ályktun stjórnar Bændasamtaka íslands frá 24. október 2006 vegna dóma í þjóðlend- umálum. Jafnframt skorar Búnaðarþing á Ríkisstjórn íslands að beita sér fyrir breyt- ingum á lögum nr. 58/1998 um þjóð- lendur til samræmis við það sem farið er fram á í framangreindri ályktun stjórnar Bændasamtaka íslands. Ályktun stjórnar Bændasamtaka íslands frá 24. október 2006 "Stjórn Bændasamtaka íslands beinir því til Ríkisstjórnar íslands að beita sér fyrir end- urskoðun á lögum nr. 58/1998 um þjóð- lendur með hliðsjón af framkvæmd þeirra. ( Ijósi nýlegra dóma Hæstaréttar (slands ríkir óvissa um eignarrétt bænda að jörðum þeirra. Óvissa þessi veldur bændum marg- háttuðu tjóni og óþægindum. Verðmæti jarða rýrnar og lánadrottnar halda að sér höndum. Viðskipti með jarðir hafa víða lent í sjálfheldu. Mikilvægt er að jafnræð- is sé gætt þegar eignarréttur er metinn og að jarðeigendur á (slandi sitji allir við sama borð. Ljóst er að það var ekki vilji löggjaf- ans við setningu þjóðlendulaga að hrófla við þeirri aldagömlu skipan sem lögfest var með landamerkjalögum frá 1882 að jarðir bænda séu háðar beinum eignarrétti þeirra. Nú þegar fyrir liggur að dómstólar telja sér heimilt að meta gildi hvers landamerkja- bréfs fyrir sig er nauðsynlegt að tryggja réttarstöðu jarðeigenda í þjóðlendulög- unum með því að í lögunum verði ákvæði sem styrki þýðingu þinglýstra landamerkja- bréfa. Því er nauðsynlegt að setja í lögin ákvæði þess efnis að jörð með athuga- semdalausum þinglýstum landamerkjum sé eignarland, sá sem haldi öðru fram hafi sönnunarbyrðina fyrir því". Forkaupsréttur ábúenda Búnaðarþing 2007 felur stjórn Bændasamtaka (slands að láta gera úttekt á þvf hvort ákvæði jarðalaga um forkaups- rétt ábúanda þarfnist endurskoðunar. Skattlagning veiðihlunninda Búnaðarþing 2007 krefst þess að leigu- tekjur vegna veiðihlunninda verði með- höndlaðar skattalega sem fjármagnstekjur, ótengdar rekstri, hjá öllum sem þeirra njóta. Bótaréttur vegna framkvæmda í almannaþágu Búnaðarþing 2007 krefst þess að við allar framkvæmdir í almannaþágu, svo sem virkj- anir, vegalagnir, línulagnirog fleira liggi fyrir áður en framkvæmdir hefjast, leigusamn- ingur um landnotkun og bætur til þeirra landeigenda sem viðkomandi framkvæmd snertir. Jafnframt krefst Búnaðarþing þess, að sú löggjöf sem slíkar framkvæmdir varða, verði endurskoðuð. Til þess að ná ofangreindum markmið- um beinir Búnaðarþing 2007 því til stjórn- ar Bændasantaka íslands að skipaður verði starfshópur sem skili tillögum fyrir árslok 2007 um fyrirkomulag ofangreindra mála til frambúðar. Fagráða- og búfjárræktarnefnd Endurskoðun á Hagþjónustu landbúnaðar- ins. Búnaðarþing 2007 beinir þvf til landbún- aðarráðherra að endurskoðuð verði starf- semi Hagþjónustu landbúnaðarins með það að markmiði: • Að efla starfsemi hennar á sviði kennslu og leiðbeininga í hagfræði og á rekstr- arsviði. Slík efling Hagþjónustunnar er lykillinn að eflingu kennslu og rannsókna á sviði hagfræði við Landbúnaðarháskóla íslands. • Að efla almennar hagrannsóknir, bæði sem byggja á gögnum sem Hagþjónustan hefur safnað gegnum tíðina, jafnframt þvf sem leggja þarf áherslu á aukna gagnaöflun, s.s. hvað varðar vinnufram- lag bænda, framleiðni og arðsemi fjár- festinga. • Að skoða hvernig létta má af Hagþjónustunni vinnufrekum verkefnum, sem hugsanlega væri betur fyrir komið hjá öðrum stofnunum landbúnaðarins. Úttekt á loðdýrabúum Búnaðarþing 2007 samþykkir að vísa þessu máli til stjórnar Bændasamtaka íslands. Þjónusta dýralækna Búnaðarþing 2007 beinir því til stjórnar B( að hún skoði framkvæmd á reglum um greiðslur á ferða- og aksturskostnaði vegna þjónustu dýralækna í dreifðum byggðum. Fundin verði leið til að þessi sjóður þjóni sem best tilgangi sfnum. Endurskoðun á vörnum gegn búfjár- sjúkdómum Búnaðarþing 2007 hefur fjallað um skýrslu nefndar landbúnaðarráðherra frá júlí 2006 um endurskoðun á vörnum gegn búfjár- sjúkdómum. Þingið felur stjórn BÍ að skipa starfshóp er geri tillögur um álitamál sem uppi eru og tengjast efni skýrslunnar. Haft skal samráð við forystumenn allra búgreina- félaga. FREYR 2007 21

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.