Freyr - 01.04.2007, Page 22
BÚNAÐARÞING
Starfshópurinn fjalli m.a. um:
- Flutning á vélum, búnaði og gripum milli
varnarhólfa
- Aðgerðaráætlanir og verklagsreglur fyrir
bændur
- Eftirlit með framkvæmd garnaveikibólu-
setninga
- Skipulag varnarhólfa m.a. tryggja stöðu
"hreinna svæða"
- Fyrirkomulag varna gegn loðdýrasjúk-
dómum.
Aðgerðaráætlanir gagnvart alvarlegum
búfjársjúkdómum
Búnaðarþing 2007 samþykkir að beina því
til Landbúnaðarstofnunar að gerðar verði
aðgerðaáætlanir fyrir alvarlega búfjársjúk-
dóma sem upp kunna að koma í landinu.
Einnig þarf að tryggja að nægt fjármagn
fáist til að tryggt sé að "bestu leiðir" séu
farnar við aðgerðir gegn alvarlegum búfjár-
sjúkdómum.
Greinargerð
Mikilvægt er að fyrir liggi aðgerðaáætlanir
ef alvarlegir búfjársjúkdómar koma upp í
landinu. Það getur haft alvarlegar afleiðing-
ar fyrir landbúnað á íslandi ef ekki liggur
fyrir hvernig brugðist skuli við ef alvarlegur
búfjársjúkdómur kemur upp. Þetta á ekki
slður við þegar rfkisvaldið er nú að opna
meira fyrir innflutning á hráu kjöti.
Forritamál BÍ
Búnaðarþing 2007 leggur ríka áherslu á
að gerð nauðsynlegra forrita fyrir íslenska
kúabændur komist í höfn þegar á þessu ári.
Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum er mælt
með því að kanna nú þegar til þrautar
hvort nota megi forrit danskra kúabænda
hér á landi. Gangi það eftir verði stefnt að
því að það komist I almenna notkun meðal
íslenskra kúabænda eigi síðar en á árinu
2008.
Búnaðarþing 2007 hvetur B( til að kanna
möguleika á því að stofna vefsvæði ein-
stakra búa, "Bændatorg", (sambærilegt við
heimasvæði í heimabanka). Bændatorgið
tengi saman vefsvæðin og haldi utan um
þau forrit og gögn sem hvert bú nýtir í
sínum rekstri.
Jafnframt er lögð áhersla á endurbæt-
ur og framþróun allra þeirra forrita sem
bændur nýta og eru í umsjá BÍ.
FÉLAGSMÁLANEFND
Skólaverkefni Bændasamtaka íslands
Búnaðarþing 2007 hefur kynnt sér drög að
stefnumótun og áætlun skólaverkefnanna
næstu þrjú ár. Þingið samþykkir að unnið
verði eftir þessari áætlun á næstu árum
og telur að því fé sem varið er til þessarar
starfsemi sé skynsamlega ráðstafað.
Breytingar á samþykktum
Bændasamtaka íslands
Búnaðarþing 2007 samþykkir eftirtaldar
breytingar á samþykktum Bændasamtaka
(slands.
2. grein. ( upptalningu á aðildarsamtök-
um komi "Búnaðarsamband Húnaþings
og Stranda" í stað "Búnaðarsamband
Strandamanna", "Búnaðarsamband Vestur-
Húnavatnssýslu", Búnaðarsamband Austur-
Húnavatnssýslu".
10. grein. "( staðinn fyrir:
Búnaðarsamband Strandamanna 1,
Búnaðarsamband Vestur-Húnavatnssýslu 1,
Búnaðarsamband Austur-Húnavatnssýslu
1" komi: "Búnaðarsamband Húnaþings og
Stranda 3"
Viðhorfskönnun meðal bænda
Búnaðarþing 2007 samþykkir að gerð verði
víðtæk viðhorfskönnun meðal bænda um
Bændasamtökin, hlutverk þeirra og starfs-
semi, skipulag félagskerfis bænda, fagþjón-
ustu, félagsstarfs og kjarabaráttu.
Við skipulag könnunarinnar verði sér-
staklega horft til hliðstæðra kannana, sem
dönsku bændasamtökin gera reglulega.
Aðildarfélögum BÍ verði gefinn kostur á að
taka þátt í undirbúningi slíkrar könnunar.
Greinargerð
Nauðsynlegt er að þekkja sem best til
skoðana bænda á starfssemi og skipulagi
Bændasamtaka (slands. Niðurstöður könn-
unar sem þessarar hjálpa okkur að móta
stefnu til lengri tíma í ýmsum málum
Bændasamtakanna svo sem húsnæð-
ismálum, staðsetningu, kynningarmálum,
félagsmálum, fagþjónustu og ýmsu fleiru.
Könnun sem þessi hjálpar okkur einnig að
bregðast við breytingum á ytri aðstæðum á
hverjum tíma. Inn í slíka könnun mætti fella
spurningar um viðhorf bænda til sölu Hótel
Sögu ehf. og ráðstöfun söluandvirðis.
Þessa könnun þarf að gera hið allra
fyrsta, meðal annars vegna húsnæðismála
Bændasamtaka (slands.
FJÁRHAGSNEFND
Reikningar Bændasamtaka
íslands 2006
Búnaðarþing 2007 samþykkir reikninga
Bændasamtaka íslands, Nautastöðvarinnar
á Hvanneyri og Þorleifskoti fyrir árið 2006
eins og þeir liggja fyrir á þingskjali 1.
Fjárhagsáætlun Bændasamtaka (slands
og Nautastöðvar BÍ á Hvanneyri fyrir árið
2007
Búnaðarþing krefst þess að við allar framkvæmdir í almannaþágu, svo sem virkjanir, vegalagnir, línulagnir og fleira liggi fyrir áður en
framkvæmdir hefjast, leigusamningur um landnotkun og bæturtil þeirra landeigenda sem viðkomandi framkvæmd snertir.
22
Freyr 2007