Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2007, Síða 25

Freyr - 01.04.2007, Síða 25
Sjúkrasjóður BÍ Sjúkrasjóður Bændasamtaka (slands var stofnaður eftir samþykkt Búnaðarþings 2004 og starfar eftir reglum sem sett- ar voru af stjórn Bl. Sjóðurinn er skip- aður þriggja manna stjórn sem tekur ákvarðanir um styrkveitingar. Réttindi til greiðslna úr Sjúkrasjóði BÍ hafa þeir félagar í Bændasamtökum íslands og makar þeirra sem stunda búrekstur á lögbýlum. Greitt skal úr sjóðnum vegna langvarandi veikinda og meðfylgjandi tekjutaps og/eða kostn- aðar af þeirra völdum. Skal miðað við að veikindin hafi staðið yfir í a.m.k. tvo mánuði. Langvarandi veikindi barna félags- manna, sem sannanlega hafa tekjutap og/ eða kostnað í för með sér, geta skapað sömu réttindi. Aldrei skal greiða úr sjóðn- um lægri styrk en sem nemur einum mán- uði eða hærri styrk en sem nemur þremur mánuðum samfleytt og ekki er greitt vegna fyrsta veikindamánaðar. Mánaðargreiðslur á árinu 2006 gátu að hámarki numið kr. 100.000 á mánuði fyrir hvern heilan mánuð eða hlutfall þar af. Grunnupphæðin tekur breytingum árlega miðað við breytingar á kaupgjaldsvísitölu í janúar. Greiðslur/bætur úr öðrum sjóðum eða opinberu bótakerfi umfram kr. 45.000 á mánuði dragast frá bótaupphæð samkvæmt þessari grein. Eftir að greitt hefur verið fyrir þrjá mánuði skal greiðsla falla niður f einn mánuð en heimilt er að hefja þá greiðslu á ný og greiða aftur í allt að þrjá mánuði ef veikindi vara enn. Ekki skal greiða fyrir meira en sex mánuði á hverju tólf mánaða tímabili. Heimilt er að greiða úr sjóðnum vegna útlagðs kostnaðar enda sé framvísað reikningum eða öðrum fullnægjandi gögnum. Framkvæmdastjórn er heimilt f einstökum tilfellum að taka tillit til sérstakra erfiðra aðstæðna umsækjenda. Fyrstu þrjú starfsár sjóðsins voru styrk- veitingar eins og sést í töflu 1. Höfuðstóll sjóðsins var 19.817.288 kr. í árslok 2006. Tafla 1. Ár Fjöldi styrkja Heildar- fjárhæð kr. 2004 6 2.404.668 2005 22 7.276.133 2006 15 5.042.911 Starfsmenntasjóður BÍ Vorið 2006 samþykkti stjórn Bændasamtaka íslands að stofna starfsmenntasjóð til að styrkja endurmenntun bænda og starfsfólks þeirra. Var þetta gert að undangengnum viðræðum við stjórn Framleiðnisjóðs land- búnaðarins, sem hafði lýst áhuga sínum á að breyta því með hvaða sniði sjóð- urinn stæði að því að styrkja endurmennt- un bændastéttarinnar. Samþykkt var að Framleiðnisjóður léti álíka upphæð renna til starfsmenntasjóðsins og hann hafði veitt til námskeiðahalds fyrir bændur hjá búnaðar- skólunum. Þeir sem eiga rétt til að fá styrki úr sjóðn- um eru: a) Félagar í Bf sem hafa fasta búsetu á lög- býli b) Starfandi bændur, einstaklingar, hjón eða sambúðarfólk, sem stunda bún- aðargjaldskyldan rekstur c) Starfsfólk bænda sem hefur (við- urkenndan) ráðningarsamning og hyggst starfa hjá viðkomandi bónda lengur en eitt ár samfellt. Sjóðurinn veitir styrki vegna námskeiðs- gjalda og ferðakostnaðar og einnig upp í fjarskipta-/símakostnað þegar um fjarnám er að ræða. Umsóknir fóru hægt af stað en á árinu 2006 voru alls veittir 45 styrkir að upphæð samtals 334 þús. kr. FREYR 2007

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.