Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2007, Blaðsíða 26

Freyr - 01.04.2007, Blaðsíða 26
Yfirlit um starfsemi Lífeyrissjóðs bænda árið 2006 LÖG OG REGLUR Lífeyrissjóður bænda starfar samkvæmt lögum nr. 12/1999 um Lífeyrissjóð bænda og lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lifeyrissjóða. Nánari reglur um framkvæmd laganna eru í samþykktum sjóðsins. Lögum um sjóðinn var breytt með lögum nr. 78/2006 þar sem þau voru einfölduð, lífeyrisréttindaákvæði felld niður til þess að unnt yrði að breyta lífeyrisréttindaákvæðum í samþykktum sjóðsins til samræmis við aldurstengingu réttinda og kafli um eftirlaun til aldraðra f Lífeyrissjóði bænda gerður sjálfstæður hluti laganna. f kjölfarið var samþykktum breytt og voru þær staðfestar af fjármálaráðu- neytinu þann 29. desember. Með lögum nr. 167/2006 var mótframlag til sjóðsins hækkað í 8%. FJÖLDI SJÓÐFÉLAGA OG IÐGJALDATEKJUR Alls greiddu 3.186 sjóðfélagar 123,3 mkr. iðgjöld til Lífeyrissjóðs bænda vegna tekju- ársins 2006. Af virkum sjóðfélögum voru 2.891 bóndi. Heildariðgjöld sjóðfélaga voru áætluð samtals 148,3 mkr. á reiknings- árinu og mótframlög samtals 286,1 mkr. Réttindaflutningar námu nettó 2,8 mkr. Heildariðgjaldatekjur námu því 437,2 mkr., sem var um 4,8% hækkun frá fyrra ári. IÐGJÖLD, IÐGJALDSSTOFN OG INNHEIMTA Iðgjöld sjóðfélaga nema 4% af launum. Iðgjaldsstofn bænda er reiknuð laun í land- búnaði eða greidd laun þar sem búrekstr- arformi er þannig háttað. Iðgjöldum þeirra bænda sem reikna sér laun og njóta bein- greiðslna er haldið eftir af beingreiðsl- unum mánaðarlega en iðgjöld annarra bænda eru innheimt með greiðsluseðlum. Bændur sem reikna sér ekki laun greiða iðgjöld sfn beint til sjóðsins mánaðarlega. Launagreiðendur skila iðgjöldum launþega í landbúnaði, ásamt eigin mótframlagi, mánaðarlega til sjóðsins og enn fremur launagreiðendur þeirra bænda sem hafa aðra atvinnu og kjósa að greiða iðgjöld af henni til sjóðsins. MÓTFRAMLAG BÆNDA Lög um sjóðinn kveða á um að mótframlag á móti iðgjöldum bænda skuli greitt af sjóð- félögum nema samið sé um greiðslu þess úr ríkissjóði í búvörusamningi eða með öðrum sambærilegum hætti. Ríkissjóður hefur greitt mótframlag til sjóðsins vegna sauð- fjár- og mjólkurframleiðslu. Mótframlag ríkissjóðs var nægilega hátt á árinu til þess að iðgjöld vegna annarra búgreina væru einnig bókuð til fullra réttinda hjá sjóðnum án þess að sérstakt mótframlag bærist frá bændum. Mótframlag í Lífeyrissjóð bænda var hækkað í 8% frá 1. janúar 2007 og áætlanir benda til að mótframlag ríkisins, skv. fjárlögum 2007, á móti iðgjöldum bænda dugi ekki á árinu 2007. LÍFEYRISGREIÐSLUR Heildarlífeyrisgreiðslur námu 742,5 mkr. til 3.802 lífeyrisþega, sem var um 5,4% hækk- un greiðslna frá árinu 2005. Lífeyrisgreiðslur skiptust þannig á árinu: Lífeyrir greiddur vegna áunninna réttinda í sjóðnum nam 697,5 mkr., þar af ellilffeyrir 534,4 mkr., makalífeyrir 58,8 mkr., örorkulífeyrir 95,1 mkr. og barnalffeyrir 9,2 mkr. Lífeyrir greiddur af ríkissjóði, þ.e. lífeyrir til bænda fæddra 1914 og fyrr eða maka þeirra, nam samtals45,1 mkr. HREIN EIGN TIL GREIÐSLU LÍFEYRIS, RAUNÁVÖXTUN OG STAÐA Hrein eign til greiðslu lífeyris nam 20.905 mkr. í árslok 2006 og hækkaði um 14,6% frá fyrra ári. Nafnávöxtun var 16,19% og raunávöxtun 8,83%. Hrein raunávöxtun nam 8,64%. Meðaltal hreinnar raunávöxt- unar síðustu 5 ára nemur 5,98% og síðustu 10 ára 5,21%. Endurmetnar eignir voru 22,1% hærri en áfallnar skuldbindingar og 9,8% hærri en heildarskuldbindingar. VERÐBRÉFAVIÐSKIPTI Verðbréfakaup sjóðsins á árinu 2006 námu alls 8,438,5 mkr. Verðbréfakaupin skiptast þannig: Skuldabréf 556,4 mkr.; hlutdeildir í innlendum verðbréfasjóðum 5.432 mkr.; hlutdeildir í erlendum verðbréfasjóðum 2.205,4 mkr. og hlutabréf 232,5 mkr. Lán til sjóðfélaga námu 12,2 mkr. Sala og innlausn verðbréfa nam alls 7.985,1 mkr. Þar af námu seld og innleyst skuldabréf 338,8 mkr., seldar hlutdeildir í innlendum verðbréfasjóðum 5.687.5 mkr., erlendum verðbréfasjóðum 1.915.5 mkr. og seld hlutabréf 43,3 mkr. FJÁRVARSLA Á árinu 2006 sáu þrír fjárvörsluaðilar um vörslu og ávöxtun eignasafns lífeyrissjóðs- ins. (árslok voru um 58% af eignum sjóðs- ins hjá Glitni og nam nafnávöxtun þeirra 15,88%, 20% hjá Landsbankanum og nafnávöxtun 17,59% og hjá Kaupþingi 20% og nafnávöxtun 18,21%. Um 2% eignanna voru í vörslu lífeyrissjóðsins, aðal- lega sjóðfélagalán. Einungis þrjú ný sjóð- félagalán voru veitt. STARFSEMI OG UPPLÝSINGASTARF Hjá sjóðnum störfuðu á árinu að meðaltali 3,68 starfsmenn í fullu starfi. Sjóðurinn sendi greiðandi sjóðfélögum yfirlit yfir greidd iðgjöld til sjóðsins í apríl og sept- ember. Að lokinni undirskrift ársreiknings 2005 var birt auglýsing í Bændablaðinu um helstu niðurstöður reikningsins og trygg- ingafræðilegrar úttektar. í Handbók bænda er á hverju ári birt ítarleg grein um sjóðinn. Lífeyrissjóður bænda er ásamt fimm aðilum í landbúnaði, þar á meðal Bændasamtökum (slands, þátttakandi í sameiginlegri vefsíðu íslensks landbúnaðar: "www.landbunadur. is". Heimasfða lífeyrissjóðsins er "www.lsb. is". Þar má nálgast allar almennar upplýs- ingar um sjóðinn auk efnis sem sjóðurinn hefur birt í Bændablaðinu og Handbók bænda. Þar er einnig að finna öll nauð- synleg umsóknareyðublöð svo sem um lán og lífeyri svo og iðgjaldaskilagreinar og möguleiki er á rafrænum skilum til sjóðs- ins. Almennt netfang sjóðsins er "lsb@lsb. is". Skipt var um auðkenni fyrir sjóðinn í lok ársins 2006 og er það nú í samræmi við veffang sjóðsins. Ársfundur sjóðsins 2006 var haldinn í Bændahöllinni 13. júní 2006. 26 FREYR 2007

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.