Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.12.2017, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 23.12.2017, Qupperneq 4
Fangelsismál „Ég er kominn á þá skoðun að kjararáð eigi að úrskurða um kjör fanga,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, og vísar til orða fjár- málaráðherra nú í vikunni þess efnis að kjararáð úrskurði um kjör þeirra stétta sem ekki geta sjálfar samið um kjör sín stöðu sinnar vegna.  Guðmundur  segir dagpeninga fanga ekki hafa hækkað síðan árið 2006 og þóknun fanga fyrir vinnu og nám hafi í rauninni ekkert hækkað um langa hríð og séu smánarlega lág eða 415 kr. á tímann. Hann segir fangelsin taka mun hærri greiðslur frá fyrirtækjum fyrir útselda vinnu og fagnar fyrirspurnum umboðs- manns Alþingis um þessi efni til ráðherra heilbrigðis- og dómsmála. Umboðsmaður Alþingis ritaði dómsmálaráðherra og heilbrigðis- ráðherra bréf í síðustu viku þar sem hann óskar upplýsinga um nánar tilgreind atriði vegna fyrirhugaðs álits um aðbúnað og réttarstöðu fanga í fangelsinu á Litla-Hrauni. Umboðsmaður óskar  margvíslegra upplýsinga um útreikninga á fæðis- fé, dagpeningum og þóknunum til fanga fyrir vinnu og nám í fangels- unum. Hann spyr meðal annars um kröfur til næringarinnihalds fæðis í fangelsum og samhengis þeirra krafna og þess fæðisfjár sem föngum er úthlutað. Þá óskar hann eftir upp- lýsingum um hvernig dagpeningar eru ákvarðaðir með hliðsjón af þeirri viðmiðun að fangi eigi fyrir brýnustu nauðsynjum til persónu- legrar umhirðu. Hann gerir sértekjur fangelsisins á Litla-Hrauni af útseldri vinnu sem fangar inna af hendi að umtalsefni og spyr hvernig umræddar sértekjur hafi áhrif á ákvörðun og greiðslu þóknunar til fanga sem vinna að umræddum útseldum verkefnum. Umboðsmaður gerir einnig gagn- rýni innlendra og erlendra eftirlits- aðila á málefnum geðsjúkra fanga að umtalsefni og óskar eftir upp- lýsingum frá heilbrigðisráðherra um hvort framkvæmt hafi verið sér- stakt mat á almennri þjónustuþörf á Litla-Hrauni með tilliti til geð- heilbrigðis- og sálfræðiþjónustu og hvort tekið hafi verið til skoðunar að lagt verði mat á það hverju sinni hvort forsvaranlegt sé að vista sak- hæfan fanga sem glímir við andleg veikindi í afplánunarfangelsi með tilliti til þeirrar þjónustu sem þar er í boði. Umboðsmaður spyr einnig um vistun andlega veikra fanga í afplán- unarfangelsum, um afgreiðslu beiðna um innlögn veikra fanga á geðdeild og form og forsendur fyrir synjunum slíkra beiðna. Þá óskar umboðsmaður eftir afritum af öllum beiðnum um slíkar innlagnir og afgreiðslu þeirra á árunum 2016 og 2017. Fyrirspurnir umboðsmanns eiga uppruna sinn að rekja til athugunar á aðbúnaði á Litla-Hrauni árið 2013. Í erindinu lætur hann þess getið að vafi leiki á um að gerðar hafi verið fullnægjandi úrbætur á þeim atriðum sem hann hafi gert athuga- semdir við og íhugar nú að ljúka umræddri athugun með sérstakri álitsgerð. adalheidur@frettabladid.is Kjararáði verði falið að ákveða kaup og kjör fyrir vinnu fanga Formaður Afstöðu vill að kjararáð úrskurði um kjör fanga. Umboðsmaður Alþingis beinir spurningum til tveggja ráðherra um geðheilbrigðismál í fangelsum og um upphæð dagpeninga og þóknun fyrir nám og störf í fangelsum og spyr meðal annars hvort og hvernig tekjur fangelsa fyrir útselda vinnu skili sér til fanga. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, fylgist grannt með aðbúnaði í fangelsum landsins. FréTTAblAðið/Vilhelm Guðmundur ingi Þóroddsson, for- maður Afstöðu. LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is Opið alla virka daga 10–19 | Helgar 11–19 „... maður getur byrjað á bókinni aftur og aftur ...“ S U N N A D Í S M Á S D Ó T T I R / K I L J A N „Það er alltaf gaman þegar skáld- sögur kýla mann, eða löðrunga eins og þessi, og skilja eftir óvissu.“ I N G I F R E Y R V I L H J Á L M S S O N / S T U N D I N H I L D I G U N N U R Þ R Á I N S D Ó T T I R M O R G U N B L A Ð I Ð f T IL N E F N IN G 2. PRENTUN KOMIN Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra kvaðst efnislega ósammála niður- stöðu Hæsta- réttar Íslands í Landsréttar- málinu svokall- aða. Hæstiréttur úrskurðaði að dóms- málaráðherra hefði ekki staðið rétt að málum þegar hún skipaði í embætti fimmtán dómara við Landsrétt síðastliðið vor. Mála- ferli hafa verið vegna skipunar Sigríðar á dómurunum og sér ekki fyrir endann á þeim. Dóms- málaráðherrann ætlar að leggja til breytingar er varða skipun dómara. Agnes M. Sigurðar- dóttir biskup Íslands tilkynnti að hún vildi árétta að það væri ekki í hennar verkahring að tjá sig efnislega um úrskurð kjararáðs þess efnis að laun hennar skuli hækkuð afturvirkt um ríflega 21 prósent, það er úr 1.281.981 krónum á mánuði í 1.553.000 krónur á mánuði. Vegna hækk- unarinnar fær Agnes 3,2 milljóna króna eingreiðslu nú um áramótin vegna þess að ákvörðun kjararáðs er afturvirk og gildir fyrir allt árið 2017. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir þingmaður Miðflokksins sagði á Alþingi að við þyrftum á því að halda að karlar stæðu upp og létu vita að ofbeldi karla í garð kvenna væri ekki í lagi, það ætti ekki að líðast, þetta gengi ekki lengur. Þingheimur sammæltist allur um að karlmenn þyrftu að axla ábyrgð. Þrjú í fréttum Lögbrot, hækkun launa og ábyrgð Tölur vikunnar 17.12.2017 Til 23.12.2017 2 milljarða króna hafa stjórnmálaflokkar sem náð hafa kjöri á þing eða að lágmarki 2,5 prósentum atkvæða fengið frá ríkissjóði á árunum 2010 til 2016. 4.609 konur hafa skrifað undir yfirlýsingar og mótmælt kynbundnu ofbeldi. 616 frásagnir hafa birst opinber- lega af ofbeldi karla í garð kvenna. 328% er hækkun smásöluverðs neftóbaksdósar frá 2010. Selt magn neftóbaks á fyrstu 11 mánuðum ársins jafngildir 682 þúsund dósum. 42% landsmanna senda jóla- kort með bréfpósti í ár. ferðamenn eða tæplega það koma nú hingað til lands á hvern íbúa. Í fyrra komu hingað 5,4 ferðamenn á hvern íbúa. 304 þúsund voru gistinætur á hótelum í nóvem- ber eða sami fjöldi og í nóvember í fyrra. Gistinætur á höfuðborgar- svæðinu voru 210 þúsund sem er 4 prósenta fækkun frá fyrra ári. 7 #metoo 2 3 . d e s e m b e r 2 0 1 7 l a u g a r d a g u r4 F r é T T i r ∙ F r é T T a b l a ð i ð 2 3 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 9 6 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 9 8 -6 E B 4 1 E 9 8 -6 D 7 8 1 E 9 8 -6 C 3 C 1 E 9 8 -6 B 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 9 6 s _ 2 2 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.