Fréttablaðið - 23.12.2017, Page 6

Fréttablaðið - 23.12.2017, Page 6
KOMIÐ Í VERSLANIR! FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR ALIAS OG BESTA SVARIÐ KEMUR SPURNINGASPILIÐ ÉG VEIT! GLÆNÝTT SPURNINGASPIL! Dreifing Kjaramál Ef Alþingi hyggst stuðla að sátt á vinnumarkaði er óumflýjanlegt að þingmenn dragi til baka úrskurði kjararáðs. Þetta segir í ályktun fram- kvæmdastjórnar Viðskiptaráðs. Þar kemur fram að nýlegar ákvarð- anir kjararáðs um launahækkanir biskups Íslands, forstjóra opinberra stofnana og launahækkanir þing- manna og ráðherra á síðasta ári séu ekki í neinu samræmi við þróun á vinnumarkaði. „Úrskurðirnir setja vinnumarkað- inn í uppnám fyrir komandi kjara- viðræður með ósætti sem ógnar efnahagsstöðugleika landsins,“ segir í ályktun ráðsins. Bent er á að vegið meðaltal grunn- launa presta eftir kjarahækkun sé 739 þúsund krónur, grunnlaun biskups 1.170 þúsund krónur og grunnlaun alþingismanna 1.101 þúsund. Meðalgrunnlaun stjórnenda á almennum markaði séu hins vegar 886 þúsund krónur. Tekjuhóparnir séu því allir nokkuð sambærilegir og eðlilegt að þeir þróist sambærilega. Í úrskurðum kjararáðs sé hins vegar vísað til meðaltals launaþró- unar allra hópa. Krónutöluhækk- anir lægst launuðu hópanna hafi því umtalsverð áhrif á viðmið launa- hækkana hópa undir kjararáði. Fyrir vikið hafi hátekjuhópar kjararáðs hækkað mun meira en sambærilegir hópar á almennum vinnumarkaði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að nýtt og breytt samninga- módel verði ekki rætt nema þessi ákvörðun verði dregin til baka. „Þetta lá fyrir í endurskoðun kjara- samninga í ágúst 2017,“ segir Gylfi. ASÍ og Samtök atvinnulífsins hafi gefið út sameiginlega yfirlýsingu um að ákvarðanir kjararáðs einar sér hamli því að hægt sé að halda vinnu við nýja samningamódelið áfram. „Það er bara partur af algjörlega kristaltærri og skýrri stefnu Alþýðu- sambandsins að þessa leið förum við ekki ein.“ Gylfi segir kjararáð hafa verið mjög leiðandi um launasetningu stjórnenda á Íslandi og segir að svo virðist vera sem ráðið styðjist við stjórnendur skráðra fyrirtækja á markaði þegar horft er til hennar. Þetta sé farið að valda pirringi í atvinnulífinu, þar sem millistjórn- endur í fyrirtækjum geti leitað í betur launuð störf í stjórnsýslunni sem krefjist minni ábyrgðar. „Stjórnendur meðalstórra fyrir- tækja, sem eru ekki endilega skráð á markað, eru farnir að horfa á sína millistjórnendur sem þeir fela mikla ábyrgð og gera til þeirra miklar kröfur. Þeir gætu komist í öryggið hjá ríkinu og fengið miklu betra kaup,“ segir Gylfi. jonhakon@frettabladid.is Kjararáð veldur usla og pirringi í atvinnulífinu Að mati Viðskiptaráðs næst ekki friður á vinnumarkaði nema alþingismenn breyti ákvörðunum kjararáðs. Forseti Alþýðusambands Íslands tekur undir þá skoðun. Telur ákvarðanir kjararáðs valda pirringi meðal stjórnenda fyrirtækja. Frá kröfugöngu 1. maí. Viðskiptaráð segir úrskurði kjararáðs setja vinnu- markaðinn í uppnám fyrir komandi kjaraviðræður. Fréttablaðið/Vilhelm Jól nálgast í Reykjavík Mikill þungi hefur á síðustu dögum færst í jólaverslunina í Reykjavík. Umferðin gengur hægt fyrir sig en flest- ir ná þó á áfangastað áður en yfir lýkur. Í miðborginni njóta vegfarendur mikillar ljósadýrðar. Sumir ganga um með rjúkandi kaffibolla í hendi og gægjast inn um áhugaverðan búðarglugga eða tvo. Fréttablaðið/ernir SKipulagSmál Borgarráð samþykkti í gær að heimila sölu lóða og bygg- ingarréttar á Gufunesi undir kvik- myndaþorp og íbúðabyggð til GN Studios, fyrirtækis Baltasars Kor- máks leikstjóra. Samningurinn er alls upp á 1,64 milljarða króna en málið bíður nú endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar. Borgarráð stóð þó ekki heilt að baki samþykktinni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallar- vina lögðu fram bókun þar sem gerðar voru athugasemdir við að útboð skuli ekki hafa farið fram á sölu bygg- ingarréttar fyrir íbúð- arhúsnæði sem og við kaupverðið. Kjartan Magnús- son segir í samtali við Fréttablaðið að líklega sé verið að selja eignir borgar- innar á undirvirði. „Þessi vinnu- brögð eru svolítið vafasöm. Þetta er töluvert undir þeim verðmötum sem liggja fyrir,“ segir Kjartan og vísar þar til verðmata sem Jöfur og Eignamiðlun unnu. „Eignamiðlun hefur mikla reynslu í verðmati á íbúðarhús- næði og lóðum undir íbúðar- húsnæði. Þetta er 27 prósent- um undir því verðmati,“ segir Kjartan. Í bókun meirihlutans segir að veittur hafi verið tíu prósenta afsláttur frá verðmatinu vegna umfangs við- skiptanna, frum- kvæðis stúdíósins, frumkvöðlastarfs í skapandi greinum ásamt „þeirri fram- sýnu klasauppbygg- ingu í kvikmynda- gerð sem er að verða að veruleika í Reykjavík“. – þea Segir sölu á borgareignum í Gufunesi vera vafasama Kjartan magnússon. 2 3 . d e S e m b e r 2 0 1 7 l a u g a r d a g u r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 2 3 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 9 6 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 9 8 -8 2 7 4 1 E 9 8 -8 1 3 8 1 E 9 8 -7 F F C 1 E 9 8 -7 E C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 9 6 s _ 2 2 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.