Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.12.2017, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 23.12.2017, Qupperneq 8
HAFINU JÓLIN Í Allt fyrir jólin í miðborginni VERSLANIR ERU OPNAR TIL KL. 23 Í KVÖLD MIDBORGIN.IS FACEBOOK.IS/MIDBORGIN NÆG BÍLASTÆÐI — MUNIÐ BÍLASTÆÐAHÚSIN Drekktu í þig hinn sanna jólaanda á Jólatorginu í Hjartagarði Samfélag „Þeir sem koma til okkar eru þeir sem eru utangarðs; íslenskir einstæðingar, hælisleitendur og innflytjendur. Jafnvel fólk sem er ekkert endilega fátækt heldur bara einmana.“ Þetta segir Vörður Leví Traustason, framkvæmdastjóri Samhjálpar. Daglega borða um það bil 200 manns á Kaffistofu Samhjálpar en Vörður segir að á því verði senni- lega engin breyting um hátíðirnar. Á Kaffistofu Samhjálpar er boðið upp á morgunkaffi, meðlæti og heita máltíð í hádeginu alla daga ársins, án endurgjalds fyrir þá sem höllum fæti standa. Á vefsíðu Sam- hjálpar segir að árlega séu gefnar um 65 þúsund máltíðir. Þótt efnahagsástandið sé með besta móti segir Vörður að þörfin hafi ekki minnkað. Samhjálp er að hluta til rekin með fjárhagsstuðn- ingi borgarinnar en að uppistöðu til fyrir tilstuðlan velviljaðra ein- staklinga og fyrirtækja. Vörður segir Samhjálp ekki finna mun á góðæri og hallæri hvað fjölda gesta varðar. „Maturinn sem við fáum er hins vegar betri,“ segir hann um muninn á rekstri Samhjálpar nú og þegar þrengra er í ári. Fyrirtæki, svo sem matvöruverslanir, gefi þeim fyrsta flokks hráefni. „Við fáum fyrsta flokks vöru og það er gaman að geta boðið upp á góðan og nær- ingarríkan mat,“ segir hann og bætir við að ekki væri hægt að reka Kaffistofuna nema með stuðningi fyrirtækja, einstaklinga og félaga- samtaka. Hann segir aðspurður um sam- setningu hópsins að einstæðingar séu áberandi, bæði Íslendingar og útlendingar. Hann telur að hlut- fall fólks af erlendum uppruna sé á bilinu 30 til 40 prósent. „Þetta eru oft hælisleitendur sem eru komnir með íslenska kennitölu. Þeir hætta þá að fá stuðning og lenda í kjölfarið í fátæktargildru,“ segir hann. Fátækt er ekki eina ástæða þess að fólk leitar ásjár Samhjálpar. Vörður segir að margir þeirra sem komi séu einstaklingar sem ekki eigi aðra að; fólk sem glími við einmanaleika. „Þeir sem leita til okkar þurfa svolítið þessa félagslegu umönnun,“ útskýrir hann. Þá séu sumir svo illa staddir að þeir treysti sér ekki út. Kaffistofa Samhjálpar reyni þá eftir megni að koma til þeirra matarpökkum, með aðstoð vina eða kunningja. Um jólin og áramótin býður Kaffi- stofa Samhjálpar upp á hátíðarmat fyrir þá sem á máltíðum þurfa að halda. Hangikjöt og hamborgar- hryggur eru þar á meðal. „Við gerum svolítið aukalega og reynum að skapa hátíðarstemningu,“ segir hann. Aðspurður segir Vörður að ein- staklingar geti vel látið gott af sér leiða, annaðhvort með framlagi í gegn um heimasíðu Samhjálpar, með því að hringja í hjálparsímann 561-1000 eða með því að koma fær- andi hendi á skrifstofu eða Kaffistof- una. Algengt sé að fólk komi með matarpoka og færi Samhjálp. Öll slík aðstoð komi að góðum notum. Hann segir að Samhjálp upplifi mikinn velvilja víða úr samfélaginu. Þannig ætli Fíladelfíusöfnuðurinn, þar sem Vörður gegndi áður prest- stöðu, að halda skötuveislu í dag eingöngu til styrktar Samhjálp. baldurg@frettabladid.is Tvö hundruð borða daglega hjá Samhjálp Einstæðingar af innlendu og erlendu bergi brotnir eru tíðir gestir á Kaffistofu Samhjálpar. Gestirnir glíma ekki allir við fjárhagsvandræði heldur þurfa félags- lega umönnun. Framkvæmdastjóri Samhjálpar segir allar gjafir vel þegnar. Skipulag „Staðreyndin er sú að það er búið að fækka fyrirhuguðum íbúðum þarna umtalsvert,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi. Fréttablaðið greindi í gær frá andstöðu íbúa í Snælands- hverfi við breytingu aðalskipulags á reitnum þar sem Furugrund 3 stendur. Um er að ræða verslunarhús- næði sem að mestu hefur staðið autt í níu ár. Áður var þar verslun Nóatúns og Snæland video. Tillaga er nú til meðferðar hjá bænum um að breyta húsnæðinu í íbúðir. Til stendur að hækka þakið og heimila allt að 12 íbúðir í húsinu. Í fréttinni gagnrýndu íbúar í hverfinu meðferð málsins og gáfu í skyn að þeir upplifðu samráðs- ferli við íbúa sem sýndarmennsku. Ármann bendir á móti á að vegna andstöðu íbúa hafi verið fallið frá hugmyndum um að heimila bygg- ingu á 32 hótelíbúðum. „Það er alveg klárlega verið að taka tillit til sjónarmiða íbúa í þessum efnum,“ segir hann. Ármann bendir á að húsið hafi staðið autt lengi og að verslunar- rekstur hafi þar illa þrifist. Hann upplifi að miklu meiri samstaða sé um að byggja þarna íbúðir en fram hafi komið í fjölmiðlum. „Okkur ber skylda til að sýna meðalhóf í okkar stjórnsýslu. Þetta er komið á þann stað að við getum ekki sagt nei við öllu.“ Heppilegra sé að hafa íbúðarhúsnæði á lóðinni – sem er við skóla og leikskóla – heldur en aðra starfsemi, sem óljóst er hverr- ar tegundar yrði. – bg Segir að bærinn hafi tekið tillit til sjónarmiða íbúa Furugrund 3 hefur að stórum hluta staðið ónotað lengi. Fréttablaðið/Vilhelm Starfsmenn í jólaskapi í eldhúsi Samhjálpar. maturinn er betri nú í góðærinu en þegar harðara var í ári að sögn framkvæmdastjórans. Fréttablaðið/ernir Vörður leví traustason 2 3 . d e S e m b e r 2 0 1 7 l a u g a r d a g u r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 2 3 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 9 6 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 9 8 -9 6 3 4 1 E 9 8 -9 4 F 8 1 E 9 8 -9 3 B C 1 E 9 8 -9 2 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 9 6 s _ 2 2 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.