Fréttablaðið - 23.12.2017, Síða 16

Fréttablaðið - 23.12.2017, Síða 16
Janúar 11. janúar Ný ríkisstjórn Sjálf­ stæðis flokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tekur við. Bjarni Benediktsson verður forsætisráð­ herra. 15. janúar Leit að Birnu Brjáns­ dóttur. 22. janúar Birna Brjánsdóttir finnst látin við Selvogsvita eftir leit í viku. Febrúar 2. febrúar Icelandair sendir frá sér svarta afkomuviðvörun. 27 millj­ arðar af markaðsvirði þurrkast út. 9. febrúar Sigurjón Árnason krefst endurupptöku mála sinna. Ástæðan er vanhæfi hæstaréttar­ dómara vegna hlutabréfaeignar þeirra. 15. febrúar Spenna vegna komu Costco. Heildsalar farnir að lækka verð hjá sér. 22. febrúar Fréttablaðið greinir frá því að bandarískir vogunarsjóðir séu við það að klára kaup á stórum hlut í Arion banka. Mars 11. mars Seðlabanki Íslands setur nýjar reglur sem aflétta öllum gjald­ eyrishöftum sem mögulegt er. 20. mars Tilkynnt um kaup Gold­ man Sachs og þriggja vogunarsjóða á tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka. Samið um kauprétt á tæp­ lega 22 prósenta hlut til viðbótar. 23. mars Ný skoðanakönnun Fréttablaðsins sýnir að fylgið er hrunið af Viðreisn og Bjartri framtíð. 27. mars HB Grandi tilkynnir að tæplega 100 manns í botnfisk­ vinnslu á Akranesi verði sagt upp og vinnslan færð til Reykjavíkur. 29. mars Ný skýrsla birt þar sem fram kemur að aðkoma Hauck & Aufhauser að kaupum á Bún­ aðarbankanum hafi verið til mála­ mynda. Ólafur Ólafsson neitar. Apríl 20. apríl Markaðurinn greinir frá því að Glitnir hyggist greiða 2,7 milljarða í bónus til lykilmanna. 19. apríl Faxaflóahafnir gefa grænt ljós á uppbyggingu mannvirkja HB Granda á Akranesi. Maí 9. maí Svala Björgvinsdóttir tekur þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd. Nær ekki inn í lokakeppnina. 11. maí Forstjóri HB Granda tekur endanlega ákvörðun um að leggja niður botnfiskvinnslu á Akranesi. 17. maí Ólafur Ólafsson mætir á fund stjórnskipunar­ og eftirlits­ nefndar Alþingis vegna Búnaðar­ bankamálsins. 23. maí Costco opnar í Kauptúni. 29. maí Sigríður Andersen dóms­ málaráðherra afhendir forseta Alþingis tillögur um skipun 15 dómara við landsrétt. Tillögurnar eru ekki í samræmi við mat dóm­ nefndar um hæfni. Júní 4. júní Vopnaðir lögregluþjónar á ferli á sjómannadaginn. Mikil umræða um vopnaburð lögreglu upphefst. 7. júní Arnar Jónsson Aspar lætur lífið eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás í Mosfellsdal. 22. júní Nefnd fjármála­ og efna­ hagsráðherra leggur til að 5 þúsund og 10 þúsund króna seðlar verði teknir úr umferð til að sporna gegn skattsvikum. Opnun vöruhúss Costco hér á landi átti sér þriggja ára aðdraganda. Verslunin var opnuð með pompi og pragt hinn 23. maí og hefur verið örtröð í versluninni síðan þá. Áður en hún var opnuð höfðu að minnsta kosti 35 þúsund Íslendingar keypt sér aðildarkort að versluninni. Lágt eldsneytisverð á bensínstöð Costco vekur ekki síst athygli, en forsvars­ menn annarra olíufélaga segjast ekki geta keppt um hagstæðara verð. Í byrjun júní birti Fréttablaðið frétt upp úr gögnum Meniga sem bentu til þess að velta Costco hefði verið meiri en velta allra verslana Bónuss fyrstu dagana eftir opnun. Costco var opnað í Kauptúni Sunnudaginn 15. janúar síð­astliðinn var lýst eftir Birnu Brjánsdóttur, liðlega tvítugri konu, sem þá hafði ekkert spurst til frá því á aðfaranótt laugardagsins. Birna hafði hitt vinkonur sínar á skemmtistaðnum Húrra en síðan yfirgefið þær, fengið sér að borða á Ali Baba og svo gengið upp Lauga­ veginn, þar sem hún sást á mynda­ vélum við Kirkjuhúsið. Allsherjarleit að Birnu hófst svo á mánudegi. Grunur beindist fljót­ lega að rauðum Kia Rio bíl sem vitað var að hafði verið ekið niður Lauga­ veginn á sama tíma og Birna var þar gangandi. Eftirgrennslan lögreglu leiddi í ljós að grænlenskur sjómað­ ur á togaranum Polar Nanoq hafði tekið rauða Kia Rio bílinn á leigu. Þegar tveir bræður fundu skó Birnu á hafnarbakkanum í Hafnar­ firði varð það til þess að styrkja grun lögreglu um að skipverjar á togaranum tengdust hvarfi hennar. Polar Nanoq, sem þá var á leið til Grænlands, var snúið aftur í átt til Íslands og tveir skipverjar hand­ teknir. Þeir voru báðir úrskurðaðir í gæsluvarðhald en öðrum þeirra var síðan sleppt. Thomas Møller Olsen var hins vegar ákærður fyrir morðið og fyrir smygl á um 20 kílóum af hassi sem fundust í skipinu. Hinn 29. sept­ ember var hann fundinn sekur um morðið og fíkniefnasmyglið í Héraðsdómi Reykjaness. Hann var dæmdur í 19 ára fangelsi, sem er þyngsta refsing sem manni hefur verið dæmd frá árinu 1994. Thomas hefur ávallt neitað sök og hefur áfrýjað niðurstöðunni. Búist er við að réttað verði í málinu í Landsrétti snemma á næsta ári. Öll þjóðin syrgði eftir að Birna fannst látin sunnudaginn 22. janúar í sjónum við Selvogsvita. Vinkonur lýstu henni sem einstökum vin. „Hún er yndisleg vinkona, alltaf til staðar fyrir mann og hún er ein besta vinkona sem ég hef eignast á ævi minni, ég treysti henni fyrir öllu og ég elska hana,“ sagði Matthildur Soffía Jónsdóttir, vinkona hennar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu, sagðist ganga í gegnum erfið­ leikana með styrkleika hennar í huga. „Fegurðin í minningu hennar hjálpar mér. Ástin til hennar stýrði mér og kom mér í gegnum erfiðustu vikur lífs míns,“ sagði Sigurlaug við Fréttablaðið. Öll þjóðin slegin óhug vegna hvarfs Birnu Þjóðin var slegin óhug þegar fréttir bárust af hvarfi Birnu Brjánsdóttur um miðj- an janúar. Tveir menn voru handteknir, grunaðir um að bera ábyrgð á hvarfinu. Í september fékk Thomas Møller Olsen nítján ára fangelsisdóm fyrir morð. Blóm og kerti voru lögð við Kirkjuhúsið á Laugavegi þar sem Birna sást síðast á lífi. FréttaBLaðið/Ernir Það hefur verið mikil örtröð í Costco eftir að verslunin var opnuð. Áður en opnað var höfðu 35 þúsund aðildar- kort verið seld. FréttaBLaðið/EyÞór Hinn 20. mars síðastliðinn var tilkynnt að bandaríski bank­inn Goldman Sachs og þrír vogunarsjóðir hefðu keypt nærri 30 prósenta hlut í Arion banka fyrir 49 milljarða króna. „Við erum að horfa á þessi kaup sem fjárfestingu til meðallangs eða langs tíma,“ sagði Frank Brosens, eigandi bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital. Einnig var samið um kauprétt sömu aðila á 22 prósenta hlut til viðbótar. Viðskiptin voru gagnrýnd, meðal annars á grundvelli þess að ekki lægi ljóst fyrir hverjir endanlegir kaupendur væru. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson lagði til á Alþingi að ríkið nýtti sér heimild til forkaups­ réttar á hlutnum. Endurskipulagn­ ing bankakerfisins var eitt helsta stefnumál Miðflokksins, flokks Sig­ mundar, í kosningabaráttunni sem fór í hönd. 30 prósenta hlutur í Arion banka seldur nokkurrar tortryggni gætti vegna sölunnar á arion. FréttaBLaðið/PjEtur 20 kíló af hassi fundust um borð í togaranum Polar Nanoq þegar lögreglumenn gerðu leit þar. iNNleNdar fréttir ársiNs 2017 2 3 . d e s e M b e r 2 0 1 7 L A U G A r d A G U r16 F r é t t i r ∙ F r é t t A b L A ð i ð 2 3 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 9 6 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 9 8 -5 6 0 4 1 E 9 8 -5 4 C 8 1 E 9 8 -5 3 8 C 1 E 9 8 -5 2 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 9 6 s _ 2 2 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.