Fréttablaðið - 23.12.2017, Side 80

Fréttablaðið - 23.12.2017, Side 80
Við sendum landsmönnum hlýjar kveðjur 569 6900 08:00–16:00www.ils.is Með ósk um gleðileg jól og farsæld á komandi árum Ha f i ð , j ó l a l e i k r i t Þjóðleikhússins í ár, fjallar um valda-mikinn útgerðar-mann í sjávarþorpi, fjölskyldu hans og grimmileg átök um fjölskylduauð- inn. Sigurður Sigurjónsson heldur þar um alla þræði en hann hefur líka verið hinum megin borðs því þegar leikritið var frumsýnt upphaf- lega fyrir 25 árum var hann meðal leikenda. „Ég lék Berg, uppeldisson á heimilinu og sjómann, þann sem er með saltið í æðunum. Baltasar Breki Samper leikur hann núna,“ segir Sigurður og telur að kjarni verksins sé á sínum stað þó eðlilegar breytingar hafi verið gerðar í takt við tíðarandann. „Hafið stendur algerlega fyrir sínu, enda finnum við það vel á við- brögðum fólks sem hefur komið til okkar á æfingar,“ segir leikstjórinn. „Þó öðruvísi ólga sé kringum kvóta- kerfið núna en fyrir aldarfjórðungi er engin endanleg sátt um það hjá þjóð- inni. Svo er verkið mikið fjölskyldu- drama og snýst um ágirnd, gleði og sorg, mál sem koma okkur alltaf við og birta mannlegt eðli.“ Sigurður segist fyrst og síðast vera leikari en kveðst samt annað slagið hafa sest í leikstjórastól áður, bæði í Þjóðleikhúsinu og á Akureyri og segir alltaf áskorun að takast á við það hlutverk. „Ég er auðvitað með topplið leikenda á sviðinu sem sýnir á sér nýjar hliðar,“ segir hann. Nefnir Þröst Leó í gervi fjölskyldu- föðurins Þórðar, sem ekki vill hlíta ráðum afkomenda sinna og flytja í þjónustuíbúð í Reykjavík. Einnig Guðrúnu S. Gísladóttur sem fer með hlutverk Katrínar, móður Þórðar. Sambýliskona Þórðar er leikin af Elvu Ósk Ólafsdóttur og auk þeirra sem taldir hafa verið leika þau Baldur Trausti Hreinsson, Birgitta Birgisdóttir, Sólveig Arnarsdóttir, Snorri Engilbertsson, Oddur Júlíus- son og Snæfríður Ingvarsdóttir í sýningunni. „Finnur Arnar gerir leik- myndina, við höfum unnið saman áður og enginn skuggi fallið á okkar samband,“ nefnir Sigurður líka. Sumir furða sig á Þjóðleikhúsinu að taka Hafið upp nú, mörgum er sýningin fyrir 25 árum í fersku minni og svo var Hafið kvikmyndað líka. Sigurður er á öðru máli. „Efnistökin eru auðvitað allt önnur í bíómynd- inni en í leikhúsinu og það kemur í ljós þegar við mátum sýninguna við áhorfendur að hún er algert nýmeti,“ segir hann. „Verkið er full- æft, það mallar yfir jólasteikinni og svo berum við réttinn á borð á annan í jólum.“ Hafið mallar yfir jólasteikinni Hafið, leikrit Ólafs Hauks Símonarsonar, verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu á annan í jólum. Siggi Sigurjóns leikstýrir. Sigurður segir kjarna leikverksins á sínum stað en að auðvitað hafi verið gerðar breytingar í takt við tíðarandann. Fréttablaðið/anton brink Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is EfniStökin Eru auðvitað allt önnur í bíÓmyndinni En í lEikHúSinu og Það kEmur í ljÓS ÞEgar við mátum Sýninguna við áHorfEndur að Hún Er algErt nýmEti. 2 3 . d e s e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r d A G U r60 m e n n i n G ∙ F r É T T A b L A ð i ð menning 2 3 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 9 6 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 9 8 -5 F E 4 1 E 9 8 -5 E A 8 1 E 9 8 -5 D 6 C 1 E 9 8 -5 C 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 9 6 s _ 2 2 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.