Morgunblaðið - 06.06.2017, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2017
Bylting í
hreinlæti!
Sími 480-0000 sala@aflvelar.is www.iteamglobal.com
Hafðu samband og pantaðu kynningu fyrir þitt fyrirtæki
Auðveldari og betri þrif,
sparar tíma og léttir lífið
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Eyjafjarðarsveit á mikla inn-
stæðu til vaxtar og viðgangs,“
segir Ólafur Rúnar Ólafsson,
sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar.
Íbúar í sveitarfélaginu, sem er
hinn víðfeðmi dalur suður af Ak-
ureyri, eru í dag alls 1.015 og hef-
ur talan verið á því róli um all-
langt skeið. Í dag er fólki þó
heldur að fjölga, þar sem þétt-
býlið í Hrafnagilshverfi er að efl-
ast. Kemur þar til að á svæðinu
voru boðnar byggingarlóðir fyrir
einu og hálfu ári á hagstæðum
kjörum í skamman tíma. Nokkrir
nýttu sér það og eru langt komnir
með sín hús. Í kjölfarið hafa fleiri
keypt lóðir, án sérkjara. Í dag eru
þar um tíu einbýlishús í smíðum
og fleiri væntanleg auk þess sem
raðhúsalóðir fyrir minni íbúðir
eru til reiðu.
Traustir innviðir
„Fólkið sem flytur í þetta
litla samfélag – með gæðunum
sem því fylgja – sækir gjarnan
vinnu á Akureyri. Þetta er í raun
eitt atvinnusvæði því Akureyr-
ingar sækja líka vinnu fram í
Eyjafjarðarsveit, svo sem í
skólana hér og á Kristnesspítala
svo eitthvað sé nefnt. Þannig
myndar Eyjafjörður eina heild
þar sem hvert sveitarfélag nýtur
nálægðarinnar við önnur,“ segir
sveitarstjórinn.
Í Eyjafjarðarsveit eru, að
sögn sveitarstjórans, til staðar
traustir innviðir alls þess sem
hvert samfélag krefst. Í Hrafna-
gilsskóla eru um 150 nemendur í
1.-10. bekk og fyrirhafnarlítið
væri þótt þeim fjölgaði eitthvað.
Á sömu torfu eru leikskóli, Tón-
listarskóli Eyjafjarðar, félags-
aðstaða, íþróttahús og sundlaug
sem þykir einkar fjölskylduvæn.
Landbúnaður er hryggj-
arstykkið í atvinnulífi í Eyjafjarð-
arsveit. Fróðum mönnum telst svo
til að landbúnaður sé stundaður á
um 70 bæjum í sveitinni. Þar af
eru kúabúin rúmlega 40. Um
þessar mundir er verið að end-
urbyggja nokkur fjós og önnur
hafa verið endubætt vegna nýrra
krafna um aðbúnað búpenings.
Almenn eru búin nokkuð stór, og
nærri lætur að í Eyjafjarðarsveit
séu framleidd um 10% af allri
mjólk á Íslandi, sem svo fer til
vinnslu hjá MS á Akureyri.
Ferðaþjónustan er líka í sókn
og oft starfsemi smærri aðila, sem
gjarnan hafa nýtt gömul íbúðar-
hús eða fjós, og breytt í gistihús
eða veitingastofur. „ Hér eru ekki
ferðaþjónustufyrirtæki með risa-
hótel, enn sem komið er að
minnsta kosti. Þetta eru að stofni
til fjölskyldufyrirtæki sem sprott-
ið hafa af frumkvæði og útsjón-
arsemi Eyfirðinga,“ segir sveit-
arstjórinn.
Handverk á heimavelli
Aðra helgina í ágúst á hverju
sumri er handverks- og hönn-
unarhátíð á Hrafnagili, sem fjöl-
menni sækir. Handverksfólk úr
öllum áttum sýnir þar og selur
fallega muni gerða af meist-
arahöndum og hönnun.
„Allt starf við þessar sam-
komur, allt frá undirbúningi til
enda, er í höndum heimafólks. Við
þurfum ekkert út fyrir sveitina og
allt er þetta tekið í sjálfboða-
liðsstarfi. Ágóðanum er svo skipt
milli félaga sem starfa hér í sveit-
inni, til að mynda björgunarsveit-
arinnar, ungmennafélagsins,
kvenfélaga, hestamannafélagsins
og Lionsklúbbsins, sem öll vinna
mikilvægt starf. Í því finnst mér
endurspeglast samheldni meðal
íbúanna og styrkur samfélagsins
þegar á reynir,“ segir Ólafur
Rúnar - sem tók við sveitarstjóra-
starfinu fyrir rúmu ári. Hann er
Akureyringur en sem strákur var
hann í sveit „frammi í firði“ sam-
kvæmt norðlenskri málhefð – og
er því á heimavelli. - Þess má og
geta að Ólafur Rúnar er bróðir
Ármanns Ólafssonar bæjarstjóra í
Kópavogi. Að vera framkvæmda-
stjóri sveitarfélags virðist því
vera í blóðinu, en þetta er hlið-
stæðulaust á landinu.
Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sveitasæla Þar endurspeglast samheldni meðal íbúa og styrkur samfélagsins þegar á reynir,“ segir Ólafur
Samfélag með gæðum
Ólafur Rúnar Ólafsson er
fæddur árið 1975. Hann er Ak-
ureyringur, er hrl. og var í heil-
an áratug svæðisstjóri Pacta
lögmanna á Norðurlandi. Tók
við starfi sveitarstjóra á sl. ári.
Hefur verið formaður sókn-
arnefndar Akureyrarkirkju og
setið í yfirkjörstjórn. Stunda-
kennari við Háskólann á Akur-
eyri. Kona hans er Eyrún Krist-
ína Gunnarsdóttir og eiga þau
4 börn.
Hver er hann?
Rafmagn frá virkunum Orku náttúrunnar verð-
ur nýtt til boranna sjö holna á Hengilssvæðinu
á næstu árum og er reiknað með að boranirnar
spari brennslu á yfir milljón olíulítrum miðað
við hefðbundnar aðferðir. Fyrsta borunin hefst
í sumar.
Verkið var boðið út á evrópska efnahags-
svæðinu (EES) í vetur og áttu Jarðboranir
lægsta boð í borun sjö holna upp á 2,6 milljarða
króna.
Í fréttatilkynningu frá ON kemur fram að
holurnar verði boraðar með rafmagni en ekki
dísilolíu eins og algengast er. „Það tekur um
mánuð að bora eina holu og aflmiklir borarnir
þurfa um 4.500 lítra af olíu á dag. Verði hol-
urnar tíu sparast því um 1,3 milljónir lítra af
dísli og með því hátt í 50 þúsund tonna út-
blástur koltvíoxíðs. Rafvæðing gufuborunar er
einmitt einn þáttanna í loftslagsmarkmiðum
Orku náttúrunnar. Auk þessa er fjárhagslegur
sparnaður af því að nýta rafmagn á staðnum í
stað innfluttrar olíu,“ segir í fréttatilkynning-
unni.
Orka náttúrunnar rekur tvær jarðgufuvirkj-
anir á Hengilssvæðinu; Nesjavallavirkjun, sem
tekin var í notkun 1990, og Hellisheiðarvirkjun
en fyrstu aflvélar hennar voru ræstar 2006. Í
báðum virkjununum er hvorttveggja unnið raf-
magn fyrir fyrirtæki og heimili og heitt vatn í
hitaveituna á höfuðborgarsvæðinu. Lítið hefur
verið borað á Hengilssvæðinu síðustu árin með-
al annars vegna aðhalds í rekstri hjá ON.
Nota rafmagn í stað dísilolíu
Bora sjö holur á Hengilssvæðinu Spara yfir milljón lítra af olíu með rafmagni
Ljósmynd/Jarðboranir
Jarðborinn Týr við boranir á Hengilssvæðinu.
Björgunarsveitir
víða að úr Rang-
árvallasýslu voru
kallaðar út síð-
degis í gær til að-
stoðar konu sem
slasaðist í Stakk-
holtsgjá, sem er
við veginn á leið-
inni í Þórsmörk.
Konan var með
áverka á höfði og
því var talsverður viðbúnaður
hafður. Björgunarmenn komust
fljótt á staðinn og báru konuna á
börum í sjúkrabíl, sem flutti hana
svo áfram til aðhlynningar á slysa-
deild.
Slasaðist á höfði
í Stakkholtsgjá
við Þórsmörk
Aðstoð Björgunar-
sveitarmaður.
Allur gangur er á því hvernig opin-
berar stofnanir haga upplýsingagjöf
sinni. Sumar leggja mikið upp úr því
að veita almenningi innsýn í störf sín
og nýta til þess hina ýmsu samfélags-
miðla. Sem dæmi má nefna lögregl-
una á höfuðborgarsvæðinu, en hún
heldur meðal annars úti einni vinsæl-
ustu Facebook-síðu landsins, með um
85.000 fylgjendur.
Aðrar rækja þetta hlutverk verr.
Þegar farið er á heimasíðu Ríkis-
sáttasemjara blasir við einföld stilli-
mynd og einu upplýsingarnar eru
heimilisfang og símanúmer stofn-
unarinnar. Elísabet Ólafsdóttir, skrif-
stofustjóri Ríkissáttasemjara, segir
að fyrri síða stofnunarinnar hafi verið
tekin niður fyrir um hálfu ári og vinna
standi yfir við gerð nýrrar. Með nýju
síðunni verður upplýsingagjöf stór-
bætt og segir Elísabet að ný árs-
skýrsla stofnunarinnar bíði til að
mynda nýju síðunnar, en hún verður
ekki gefin út á pappír.
Lítið upplýsingaflæði
Héraðssaksóknari tók til starfa í
byrjun síðasta árs. Hlutverk hans er
að miklu leyti að sjá um mál sem áður
voru á borði ríkissaksóknara og gefur
hann út ákærur í flestum mála-
flokkum. Heimasíða stofnunarinnar,
hersak.is, er nútímaleg í útliti en upp-
lýsingastreymi ekki upp á marga
fiska. Engar fréttir af starfsemi sak-
sóknara er til að mynda að finna á síð-
unni. Ólafur Þ. Hauksson héraðs-
saksóknari boðar betrumbætur. Nú
um mánaðamótin tók einmitt til
starfa skjalastjóri stofnunarinnar og
mun hann meðal annars sjá um
heimasíðuna. Þangað á Ólafur von á
að nýjustu fregnir af starfseminni
skili sér, svo sem um ákærur.
Fleiri stofnanir stefna að endur-
bótum á vefsíðu. Í samtali við
Morgunblaðið segir Páll Winkel fang-
elsismálastjóri að nýs vefs sé að
vænta hjá Fangelsismálastofnun á
næstu mánuðum. Hann segist full-
meðvitaður um að núverandi vefsíða
sé ekki mjög aðgengileg. Fram til
ársins 2003 gaf stofnunin út árs-
skýrslur sem finna má á heimasíðu
hennar. Þar var að finna ýmsar töl-
fræðilegar upplýsingar, svosem um
fjölda fanga, gæsluvarðhaldsúr-
skurði, hversu margir sinna sam-
félagsþjónustu í stað fangelsisrefs-
ingar og þar fram eftir götunum. Með
tilkomu heimasíðunnar upp úr alda-
mótum var farið að setja þessar upp-
lýsingar beint inn á heimasíðuna og
því var ákveðið að hætta að gefa þær
út í heild í formi ársskýrslu. Ekki
stendur til að hefja útgáfu þeirra að
nýju.
agunnar@mbl.is
Nýrra vefsíðna
að vænta
Stofnanir ríkisins standa sig misvel
Fátt Ekki er miklar upplýsingar að
sækja á heimasíðu Ríkissáttasemjara.