Morgunblaðið - 06.06.2017, Síða 8

Morgunblaðið - 06.06.2017, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2017 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager og á leiðinni Sími 4 80 80 80 2017 Ford F-350 Lariat 6,7L Diesel , 440 Hö, 925 ft of torque með upphituð/loftkæld sæti, heithúðaðan pall, fjarstart og trappa í hlera, Driver altert-pakki og Trailer tow camera system. VERÐ 9.290.000 2017 Suburban LTZ Perluhvítur Suburban LTZ, Cocoa Dune að innan. Keyrður 12 þús. km. 7 manna bíll með 4 kapteinsstólar, Blu Ray spilari með tvo skjái, sóllúga og fl. 5,3L V8, 355 hö. VERÐ 12.990.000 2017 Chevrolet Silverado High Country Nýja 6.6L Duramax Diesel vélin, 445 HÖ, vel útbúinn bíll t.d. upp- hitað stýri, BOSE hátalaraker- fi, upphituð og loftkæld sæti og heithúðaður pallur. Einnig til hvítur. VERÐ 9.590.000 2017 GMC Denali Með sóllúgu, heithúðaðan pall, hita í styri og fl. Nýja 6,6L Duramax Diesel vélin 445 hö. Einnig til hvítur og Dark Slate. VERÐ 9.890.000 Ath að myndin er af sambærilegum bíl Sajid Javid er sveitarstjórnar-málaráðherra í ríkisstjórn Theresu May. Hann er líka sonur pakistanskra innflytjenda og mús- limi. Javid ritaði grein í The Times í gær og sagði þar að breskir múslimar yrðu að gera meira en bara fordæma ódæði á borð við þau hryðjuverk sem dun- ið hafa á Bretlandi á síðustu mánuðum, nú síðast á Lund- únabrúnni á laugardag.    Við höfum allt of oft séð að sumir ílandinu okkar hafna okkar sameiginlegu gildum,“ sagði Javid og vísar til hryðjuverkamannanna, sem hafi alist upp í Bretlandi. „Við tölum um nokkur skemmd epli, en staðreyndin er sú að vandamálið er umtalsvert að stærð.“    Javid segir einnig: „Eftir hverjahryðjuverkaárás rísa margir vel meinandi upp og segja að þetta hafi ekkert með íslam að gera. Að ódæðismennirnir sé ekki sannir múslimar. Þetta er vitaskuld rétt, en sem múslimi segi ég að við þurfum að spyrja okkur krefjandi spurn- inga.“    Hann segir sjálfsagt að breskirmúslimar fordæmi aðgerð- irnar, en þeir þurfi að ganga lengra. Þeir verði að takast á við vandann. Fólk verði að benda á öfgasjónarmið þar sem það verði vart við þau. Þetta kunni að vera óþægilegt, en ekki sé lengur hægt að víkja sér undan óþægilegum samræðum og samfélag múslima verði að bera sér- stakar byrðar í þessu sambandi.    Hann tekur fram að hann telji aðsjálfsögðu ekki að múslimar beri ábyrgð á hryðjuverkamönn- unum. En hann telur bersýnilega að múslimar séu í einstakri stöðu til að takast á við vandann. Sajid Javid Þetta þarf að ræða fordómalaust STAKSTEINAR Veður víða um heim 5.6., kl. 18.00 Reykjavík 13 skýjað Akureyri 10 skýjað Nuuk 1 heiðskírt Þórshöfn 10 léttskýjað Ósló 16 rigning Kaupmannahöfn 17 heiðskírt Stokkhólmur 17 skúrir Helsinki 10 rigning Lúxemborg 20 heiðskírt Brussel 21 heiðskírt Dublin 12 rigning Glasgow 15 skúrir London 15 skúrir París 22 heiðskírt Amsterdam 20 léttskýjað Hamborg 21 heiðskírt Berlín 21 skúrir Vín 24 léttskýjað Moskva 12 rigning Algarve 24 heiðskírt Madríd 26 heiðskírt Barcelona 24 léttskýjað Mallorca 23 léttskýjað Róm 25 léttskýjað Aþena 25 heiðskírt Winnipeg 22 léttskýjað Montreal 14 rigning New York 17 þoka Chicago 21 léttskýjað Orlando 28 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 6. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:10 23:44 ÍSAFJÖRÐUR 2:14 24:50 SIGLUFJÖRÐUR 1:53 24:36 DJÚPIVOGUR 2:28 23:25 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Frægur rútubíll af Snæfellsnesi gengur nú í endurnýjun lífdaga og stofnaður hefur verið áhugamanna- hópur um verkefnið. Austur í Þor- lákshöfn er nú komin Benz-rúta úr eigu Helga Péturssonar, sérleyfis- hafa á Snæfellsnesi. Sú er árgerð 1965 og var notuð fram undir alda- mót en var þá lagt og stóð í áraraðir undir hlöðuvegg við bæinn Gröf í Eyja- og Miklaholtshreppi, hvaðan Helgi var. Blasti rútan þá við veg- farendum á Snæfellsnesi og var nánast hluti af landslaginu. Verður gert til góða Í vetur sem leið fól Haukur Helgason Péturssonar nýjum mönn- um gripinn til varðveislu og endur- bóta. „Það er ómögulegt að láta bíl- inn grotna niður. Haukur lét okkur fá rútuna með því fororði að henni yrði gert til góða og það ætlum við svo sannarlega að gera,“ segir Þor- grímur Leifsson, framkvæmdastjóri Frostfisks í Þorlákshöfn. Bíllinn stendur nú við vinnsluhús Frostfisks í Þorlákshöfn og þangað hafa áhugasamir stundum mætt og gripið í ýmis verk. „Yfirbyggingin, sem við ætlum að taka af grind bíls- ins, er ónýt svo við þurfum nýja. Ýmsu öðru þarf að breyta svo og fækka sætunum svo rútan verði rýmri. Jú, auðvitað kostar það nokkuð en það mun allt reddast,“ segir Þorgrímur. Það eru brott- fluttir Ólafsvíkingar, sem kalla sig Svíkinga, sem hafa endurbótaverk- efnið með höndum. Ólsarar þessir eru allir stuðningsmenn knatt- spyrnuliðs Víkings fyrir vestan en fluttir suður og af því sprettur nafn- ið Svíkingar. Föst á Fróðárheiði Hin fræga rúta Helga Péturs- sonar bar númerið P 100 en svo heitir líka síða á Facebook þar sem helstu upplýsingar um þetta verk- efni eru. „Það eiga margir Snæfell- ingar minningar um rútuna. Ég var sem strákur á leiðinni vestur með móður minni þegar rútubílstjórinn lenti í vitlausu veðri á Fróðárheiði og þar sátum við föst heila nótt. Einnig mætti tína til sögur af sveitaballaferðum og fleiru slíku og fólk sem kom vestur til þess að vinna í fiski tók alltaf rútu Helga Péturssonar, sem að vissu leyti er menningarsaga Snæfellsness,“ segir Þorgrímur. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þorlákshöfn Þorgrímur Leifsson við rútuna sem lengi stóð við Gröf í Eyja- og Miklaholtshreppi og varð nánast hluti af landslaginu á Snæfellsnesinu. Rútunni bjargað  Frægur bíll Helga Péturssonar í endurgerð  P 100 af Snæfellsnesi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.