Morgunblaðið - 06.06.2017, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2017
www.gilbert.is
SJÓN ER SÖGU RÍKARI !SIF NART 1948
Frábært
verð á glerjum
Einfókus gler
Verð frá kr. 16.900,-
Margskipt gler
Verð frá kr. 41.900,-
Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is
iGreen V5.06.02M
umgjörð
kr. 11.900,-
Með iGreen umgjörðum getur þú útbúið
þá litasamsetningu sem þú vilt.
Líflegir litir!
Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is
Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga
DeWALT BORVÉL
DCD795M1 Kolalaus 18V (4.0Ah)
ÚTSALA
Lifandi tónlist mbl.is/tonleikar
Skólaslit verða í grunnskólum lands-
ins í byrjun næstu viku. Skólabörn
halda þá í langþráð sumarfrí og við
tekur ýmiss konar frístundastarf,
bæði á vegum sveitarfélaga og ann-
arra félagasamtaka. Reykjavíkur-
borg býður upp á fjölbreytt úrval
námskeiða en vinsælust eru nám-
skeið íþróttafélaganna. Þau bjóða
flest upp á námskeið í vinsælustu
boltaíþróttunum; fótbolta, handbolta
og körfubolta.
KR starfrækir í sumar knatt-
spyrnuskóla fyrir krakka á aldrinum
6-11 ára. Hvert námskeið er tvær
vikur og fá þátttakendur þjálfun í
ýmsum tækniæfingum og öðrum
leikjum með boltann. Bojana Besic,
umsjónarmaður námskeiðsins, á von
á um 400 þátttakendum í sumar.
Íþróttafélögin standa einnig fyrir
sundnámskeiðum í flestum laugum
borgarinnar og er yfirleitt um
tveggja vikna námskeið að ræða.
Ekki bara boltaleikir
Margir muna eftir smíðavöllunum
sem starfræktir voru um alla borg
áður fyrr, en nokkur ár eru síðan
þeir lögðu upp laupana í borginni. Á
Seltjarnarnesi lifir smíðavöllurinn
hins vegar góðu lífi við Valhúsa-
skóla. Þar gefst börnum, átta ára og
eldri, tækifæri til að smíða sína eigin
kofa undir styrkri leiðsögn leiðbein-
enda og segir Baldur Pálsson, svið-
stjóri fræðslusviðs Seltjarnarness,
smíðavöllinn njóta mikilla vinsælda.
Til viðbótar við það heldur bærinn
úti leikjanámskeiði, ævintýranám-
skeiði og svokölluðu „survivor-
námskeiði“ fyrir 10-13 ára börn. Þá
mun Bókasafn Seltjarnarness
standa fyrir ritsmiðju í samstarfi við
Þorgrím Þráinsson rithöfund þar
sem markmiðið er að þjálfa börn í
ritlist og virkja ímyndunaraflið.
Háskóli Íslands býður nemendum
í 6.-10. bekk upp á Háskóla unga
fólksins. Um er að ræða vikunám-
skeið, 12.-16. júní. Nemendur velja
fimm námskeið af um fjörutíu sem í
boði eru. Af nógu er að taka, en með-
al vinsælla námskeiða eru stærð-
fræði, skurðlækningar, eldfjalla-
námskeið, dýralífsfræði og listfræði.
Kristín Ása Einarsdóttir, skólastjóri
Háskóla unga fólksins, segir um 350
fróðleiksfúsa krakka taka þátt ár-
lega.
Sívinsælar sumarbúðir
KFUM heldur úti kristilegum
sumarbúðum á nokkrum stöðum á
landinu. Stærstu búðirnar eru í
Vatnaskógi í Hvalfjarðarsveit, en
Ársæll Aðalbergsson framkvæmda-
stjóri á von á um 2.500 börnum í
sumar. Þau yngstu eru 8 ára gömul
en elstu krakkarnir, í unglinga-
flokki, eru á aldrinum 14-17 ára.
Lögð er áhersla á fjölbreytta dag-
skrá, útiveru og leiki. Fyrsta nám-
skeið sumarsins er gauraflokkur, en
hann er ætlaður 10-12 ára drengjum
með athyglisbrest, ofvirkni eða
skyldar raskanir. Sá flokkur hefur
verið í boði í tíu ár og segir Ársæll
vel hafa tekist til en viðurkennir að
það geti verið krefjandi. Hápunktur
sumarsins verður svo fjölskyldu-
mótið, sem er útihátíð sem haldin
verður um verslunarmannahelgina.
agunnar@mbl.is
Fjölbreytt sumarstarf
fyrir börn víða um land
Íþróttanámskeið vinsæl Smíðavöllur á Seltjarnarnesi
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Sumar Sumarfríið er handan við hornið og spennandi verkefni fram undan.
Urður Egilsdóttir
urdur@mbl.is
„Við höfum verið að fá inn fleiri
dýr með skógarmítil síðustu tvö
ár en áður. Fyrr í vikunni kom á
stofuna til okkar hundur sem
hafði verið bitinn af skógarmítli í
garðinum hjá sér hér í bænum,“
segir Aðalbjörg Jónsdóttir, dýra-
læknir hjá Dýralæknaþjónustu
Eyjafjarðar.
„Áður höfðu flest tilfellin verið
hjá dýrum sem voru fyrir utan
Akureyrarbæ, í háu grasi eða ná-
lægt trjágróðri,“ segir Aðalbjörg
og bætir við að enn hafi henni
ekki borist dýr sem hafi veikst af
biti. „Það er þó nauðsynlegt að
vera vakandi fyrir þeirri hættu.“
Getur leitt til heilabólgu
og lyme-sjúkdómsins
Skógarmítill, sem er liðfætla,
er svokölluð smitferja (e. vector)
sem ber smit milli spendýra og
fugla. Hann getur verið varasam-
ur mönnum því hann getur borið
bakteríur og veirur sem valda
heilabólgu eða Lyme-sjúkdómi.
Ekki er hægt að bólusetja við
Lyme-sjúkdómi en til eru bóluefni
gegn mítilborinni heilabólgu.
Að sögn Þórólfs Guðnasonar
sóttvarnalæknis er varla hægt að
segja að mítillinn sé landlægur þó
hann finnist hér af og til. „Inn-
lent smit af mítilborinni heila-
bólgu hefur ekki greinst. Mér
finnst því ekki vera tímabært að
hefja hér bólusetningu.“
Í Evrópu er sjúkdóminn eink-
um að finna í Austurríki, Þýska-
landi, Suður- og Mið-Svíþjóð,
Frakklandi, Sviss, Noregi, Dan-
mörku, Póllandi Rússlandi og víð-
ar.
Skógarmítillinn
getur verið skæður
Dýr eru oftar bitin hér á landi
Skordýr Tilvikum þar sem dýr eru
bitin hefur fjölgað síðustu ár.