Morgunblaðið - 06.06.2017, Side 14

Morgunblaðið - 06.06.2017, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2017 Handfræsi tennur - Dósaborar fyrir ti b málma flísar Þjónusta við tréiðnaðinn í yfir 30 ár MEIRI HRAÐI - LENGRI ENDING Flísaborar Demantsborar m ur, og Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur • Sími 564 1212 • asborg.is Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Ég hefði sleppt honum hvort sem er,“ sagði knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson brosandi þegar flugan hafði losnað úr laxinum sem hann hafði togast á við í rúmar tutt- ugu mínútur. Svo mikil var spennan á línunni að flugan skaust langt upp á bakka og lenti á milli okkar tveggja fjölmiðlamanna sem höfðum fylgst með viðureigninni og eltum Gylfa og laxinn talsvert niður frá veiðistaðnum Brotinu, þar sem hann tók fluguna, og niður fyrir næsta veiðistað fyrir neðan. Þetta var silfurbjartur stórlax, sá fyrsti sem tók flugu í Norðurá þetta sumarið, og eftir að hafa séð hann koma upp á yfirborðið höfðum við giskað á að hann kynni að vera yfir 90 cm langur. En laxinn var ekki mældur að þessu sinni. Og erfitt að trúa að atvinnumanninum með sitt keppnisskap hafi staðið á sama, að sjá laxinn synda á braut þegar leið- sögumaður hans, Einar Sigfússon, sölustjóri árinnar, var að búa sig undir að sporðtaka fiskinn. En Gylfi og Einar gengu aftur upp með bakkanum að Brotinu og skömmu síðar sáum við hvar Gylfi var aftur kominn út í ána að kasta og fljótlega tók annar lax. Eftir tals- verð tog og góð ráð af bakkanum landaði aukaspyrnusérfræðingurinn nýgenginni og lúsugri hrygnu sem Einar mældi og kvað upp úr um að væri 87 cm löng. Henni var síðan sleppt og þá var bros Gylfa ólíkt gleðiríkara en þegar sá fyrri slapp. „Þetta var nú ekki í fyrsta skipti sem ég veiði. Ég hef farið tvisvar eða þrisvar í laxveiði áður, en ég var svolítið ryðgaður í köstunum í byrjun,“ sagði Gylfi þegar hann var kominn upp á bakkann og tók við hamingjuóskum. Einhverjir vildu bera veiðina saman við knattspyrnu og ein spurningin var hvort það væri betra að vinna Englendinga en að landa laxi. Gylfi svaraði brosandi að á þessari stundu væri líklega rétt að velja laxinn. „Við höfðum séð einn eða tvo laxa og tveimur eða þremur mínútum seinna kom fyrri takan. Þá var ég farinn að láta flug- una reka, eftir að hafa strippað hana fyrst, og kom hann strax,“ sagði hann. Nýbygging vígð við Rjúpnaás Um miðjan dag í gær kvað Einar Sigfússon veiðina í Norðurá fyrstu tvo dagana hafa verið betri en hann átti von á. 33 löxum hafði verið land- að og flestir voru rígvænir; Anna Sigþórsdóttir eiginkona hans hafði meðal annars landað einum 102 cm löngum í Laugakvörn. „Það var mikil glíma og hörð,“ sagði Einar. Smálax hefur þegar gert vart við sig. „Fjórir hafa veiðst, en þeir eru 66 til 69 cm, mjög vænir og vel haldnir, rétt eins og tveggja ára lax- inn. Við höfum orðið vör við fiska á öllu svæðinu frá Stekknum og upp að Laxfossi. Við höfum líka misst um 30 laxa, fiska sem menn hafa verið með á í tvær til tuttugu mín- útur.“ Áður en veiðin hófst á laugardag var ný álma við veiðihúsið á Rjúpna- ási formlega tekin í notkun með blessunarorðum séra Jóns Ásgeirs Sigurvinssonar, sem einnig er veiði- vörður við ána. Í álmunni eru fjór- tán afar vel búin herbergi með baði á tveimur hæðum, auk góðrar að- stöðu fyrir starfsfólk. Þá var setu- stofa stækkuð. Í eldra húsinu austan við aðalbygginguna verður nú svefn- aðstaða og setustofa starfsfólks. Tíu á fyrstu vakt í Blöndu Veiðin hófst í Blöndu í gærmorg- un og fór einnig vel af stað. Tíu löx- um var landað á morgunvaktinni, öllum um 84 til 87 cm löngum. Höskuldur Birkir Erlingsson, sem fylgdist með af bakkanum, sagði laxana hafa tekið bæði flugu og maðk. Þá sluppu margir eftir snarp- ar viðureignir og þar á meðal einn sem Vala Árnadóttir setti í og þau Árni Baldursson faðir hennar tog- uðust á við í meira en klukkustund. „Þessi var stór, mjög stór,“ sagði Árni eftir að laxinn hafði losað sig. Þá hafa laxar veiðst í Skjálfanda- fljóti, fjölmargir við Urriðafoss í Þjórsá, og á Brennu, ármótum Þverár og Hvítár í Borgarfirði. Magnús Magnússon bóndi á Hamra- endum landaði þar sannkölluðum stórlaxi, 104 cm löngum. „Það var mikil glíma og hörð“  Laxveiðin byrjar vel  33 á tveimur dögum í Norðurá Morgunblaðið/Einar Falur Yfirvegaður Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson leiðir fyrsta lax sinn í sumar á land við Brotið í Norðurá. Einar Sigfússon fylgist með. Nýbygging Ný álma með 14 vel búnum herbergjum fyrir veiðimenn og góðri vinnuaðstöðu fyrir starfsfólk var tekin í notkun við Norðurá. Katrín Lilja Kolbeinsdóttir katrinlilja@mbl.is Skákfélagið Hrókurinn stóð í síðustu viku fyrir Air Iceland Connect-hátíð í Nuuk, höfuðborg Grænlands. Ell- efu Hróksmenn héldu til borgar- innar eftir að Hrafn Jökulsson, for- seti Hróksins, og Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri AIC, undirrituðu samstarfssamning milli fyrirtækis- ins og félagsins. Í ferðinni voru tveir grunnskólar heimsóttir þar sem 1. bekkingar fengu reiðhjólahjálma að gjöf, en alls fá um 240 1. bekkingar víðs vegar um Grænland slíka hjálma. Því næst lá leið Hróksmanna í Kofoeds Skole, sem er athvarf fyrir heimilislausa og einstæðinga í Nuuk. Voru gestir þar gladdir með vegleg- um gjöfum frá Intersport, Ellingsen, Henson og Jóa Útherja. Þá var Pitu-heimilið heimsótt, en þar dvelja börn sem ekki geta verið hjá fjölskyldum sínum. Voru þeim færðar gjafir frá IKEA, Intersport, Nóa Siríus og prjónahópi Gerðu- bergs. Miðvikudaginn 31. maí var svo komið að Air Iceland Connect- mótinu þar sem kornungur græn- lenskur drengur, Mikael Mikiiki, sigraði með glæsibrag. Hann hlaut 6,5 af þeim sjö vinningum sem í boði voru og var að móti loknu boðið að koma og æfa skák á Íslandi. Hátíðin heppnaðist vel, en Reykja- víkurborg studdi hátíðina fjárhags- lega, auk þess sem fjölmörg fyrir- tæki lögðu hönd á plóg. Air Iceland Connect-verkefnið er þriðja verk- efni Hróksins á Grænlandi á þessu ári og stendur til að félagið haldi áfram að heimsækja fleiri staði í landinu á næstu mánuðum. Gleði Gænlensku krakkarnir voru ánægðir með nýju hjálmana sína. Íslensk skák á Grænlandi  Vel heppnuð ferð íslensks skákfélags

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.