Morgunblaðið - 06.06.2017, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.06.2017, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR Aldarminning MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2017 Hjarðarfelli þar sem sama ættin hefur bú- ið frá árinu 1805. Þau Guðbranda Þor- björg og Guðbjartur gengu í hjónaband í Ólafsvík þar sem Guðbjartur stundaði sjóinn og var eigandi hlutar í mótorbáti sem hann gerði út með öðrum. Vorið 1906 fluttu þau frá Ólafsvík og tóku við búinu á Hjarðarfelli og þar fæddist Gunn- ar, sjötta barn foreldra sinna en alls voru þau átta sem upp komust auk tveggja uppeldisbræðra. Gunnar stundaði nám við Hér- aðsskólann á Laugarvatni þaðan sem hann brautskráðist 1938 og þar lágu leiðir þeirra Ásthildar saman. Hann útskrifaðist síðan sem búfræðingur frá Hvanneyri 1939. Samkvæmt því sem Gunnar hefur skrifað um dvöl sína á þess- um menntasetrum fer ekki á milli mála að þar hefur hann notið sín og kunnað að meta návist við skólafólk og fræðimenn á sviði bú- vísinda enda stóð hugur hans til frekari menntunar á því sviði er- lendis en síðari heimsstyrjöldin kom í veg fyrir það. Hann bar ætíð hag Bændaskólans á Hvanneyri og Laugarvatnsstaðar mjög fyrir brjósti. Gunnar hóf búskap á Hjarðar- felli 1942 með Ásthildi konu sinni og var jafnframt símstöðvarstjóri tímabilið 1960 til 1980, en símstöð sveitarinnar var á Hjarðarfelli frá árinu 1912. Börn Gunnars og Ást- hildar eru Guðbjartur, bóndi og fv. oddviti á Hjarðarfelli; Högni, fv. bóndi á Hjarðarfelli; Sigríður, BA í frönsku og ensku, rithöfundur og húsmóðir, búsett í Frakklandi; Hallgerður, lögfræðingur í Stykk- ishólmi; Teitur, efnaverkfræðing- ur í Reykjavík, og Þorbjörg, bóka- safnsfræðingur á Egilsstöðum. Snæfellingar nutu forystuhæfi- leika Gunnars á ýmsum sviðum auk þess sem hann vann í þágu bændastéttarinnar á landsvísu. Hann lá ekki á liði sínu þar sem hann tók til hendinni, hvort sem var við ræktunarstörf eða við sókn og vörn í þágu bænda. Hann var um árabil formaður Búnaðar- og ræktunarsambands Snæfellinga þar sem hann beitti sér fyrir auk- inni ræktun, rekstri jarðvinnuvéla til jarðræktar í stórum stíl, var fulltrúi Snæfellinga á Búnaðar- þingi í þrjátíu og tvö ár og kjörinn heiðursfélagi Búnaðarfélags Ís- lands 1987. Hann var fulltrúi á að- alfundum Stéttarsambands bænda frá 1945 og kjörinn for- maður þess árið 1963 og gegndi því starfi í 18 ár eða til ársins 1981. Jafnframt formennsku í Stéttar- sambandinu var hann formaður Framleiðsluráðs landbúnaðarins 1963 til 1981 og framkvæmda- stjóri þess 1980 til 1987. Þessi verkefni á landsvísu voru ekki auðveld og oft stóð mikill styr um landbúnaðarkerfið og þá stefnu að verja íslenskan landbúnað með innflutningstakmörkunum, víð- tækri stjórnun á framleiðslunni og niðurgreiðslum sem vissulega voru fremur í þágu neytenda en bænda. Það kom jafnan skýrt fram að Gunnar taldi hagsmuni heimilanna fara saman við hags- muni bændastéttarinnar og átti gott samstarf við verkalýðshreyf- inguna. Gunnar á Hjarðarfelli, eins og hann var að jafnaði nefndur, tók þátt í margháttuðum félagsstörf- um í héraðinu. Hann sat í hrepps- nefnd Miklaholtshrepps 1961 til 1978, í sýslunefnd 1950 til 1982 og um árabil í stjórn Byggðasafns Snæfellinga þar sem hann beitti sér m.a. fyrir því að Norska húsið í Stykkishólmi var endurbyggt og gert að byggðasafni. Hann beitti sér fyrir stofnun sjúkrasamlags í Miklaholtshreppi sem var merki- legt framtak til heilla fyrir íbúa sveitarinnar og sat í sögunefnd sýslunnar sem stóð fyrir útgáfu héraðssögu. Í minningargrein sem Erlendur Halldórsson, odd- viti Miklaholtshrepps, skrifaði um Gunnar látinn segir hann frá því að við vígslu Langholtsréttar árið 1956 hafi Gunnar flutt ræðu og sagt m.a.: „næst byggjum við yfir börnin“. Og hann lét ekki þar við sitja heldur tók til við að fylkja fólkinu með sér í sveitunum sunn- anfjalls. Laugargerðisskóli reis undir öflugri stjórn Gunnars Guð- bjartssonar sem var formaður byggingarnefndar 1957-1965 og leiddi þar samhentan hóp fólks sem þráði góðan skóla fyrir börnin í sveitinni. Skólinn var byggður við heitar lindir í Laugargerði sem voru virkjaðar fyrir sundlaugina og skólahúsin. Erlendur, sem þekkti vel til mála, segir einnig í minningargreininni: „Er á engan hallað þótt kalla megi Gunnar föð- ur þess skóla.“ Gunnar tók virkan þátt í stjórn- málastarfi innan Framsóknar- flokksins og sat í miðstjórn flokks- ins í tuttugu ár. Hann sat á þingi um tíma sem varaþingmaður fyrir Vesturlandskjördæmi. Þar lét hann mjög til sín taka og beitti sér í þágu bændastéttarinnar og hinna dreifðu byggða jafnframt því að vinna að margvíslegum málum sem vörðuðu þjóðarhag. Hann valdi að sinna málefnum landbúnaðarins og fólksins í sveit- unum og var ekki vanþörf á. Það var áhugavert að fylgjast með því hversu Gunnar hafði mikil áhrif innan stjórnkerfisins og naut trausts og trúnaðar yfir öll flokka- mörk. Kom vel fram styrkur hans vegna yfirburðaþekkingar og vits- muna en hann var einnig harð- skeyttur í orðræðu og rökfastur. Stjórnmálamenn kunnu því ekki allir jafn vel þegar hann beitti sér fyrir þeim málum sem hann hafði helgað starfskrafta sína. En það gerði hann af mikilli eindrægni og þekkingu en um leið var hann viðkvæmur fyrir því sem hann taldi vera ósanngjarna gagnrýni á landbúnaðinn. Um viðureign Gunnars við stjórnkerfið má víða finna athyglisvert efni. Það fer ekki á milli mála að málflutningur hans vakti hvívetna eftirtekt enda var hvergi slegið af og Gunnar byggði málflutning sinn á vel ígrunduðum rökum og töl- fræði sem lá einstaklega vel fyrir honum enda var hann mjög tal- naglöggur. Það var ekki ónýtt fyrir Snæfellinga að eiga slíkan mann í þeirri forystusveit sem vann í þágu hinna dreifðu byggða og raunar landsins alls. Gunnar sat í fjölmörgum nefndum og stjórnum, bæði á landsvísu og fyrir Vestlendinga. Fór ekki á milli mála að hann naut þess að fylgja málum fram og sjá árang- ur verka sinna verða að veruleika í þágu lands og þjóðar. Í tilefni þess að heil öld er liðin frá fæð- ingu Gunnars Guðbjartssonar vil ég minnast þessa merka Íslend- ings sem ég var svo lánsamur að eiga að tengdaföður. Blessuð sé minning Gunnars á Hjarðarfelli. Sturla Böðvarsson, Stykkishólmi. Gunnar Guð- bjartsson, bóndi á Hjarðarfelli í Mikla- holtshreppi, formað- ur Stéttarsambands bænda og fram- kvæmdastjóri Framleiðsluráðs landbúnaðarins, fæddist á Hjarðar- felli 6. júní 1917 og eru því liðin 100 ár frá fæðingu þess mæta manns. Eiginkona Gunnars var Ásthildur Teitsdóttir frá Ey- vindartungu í Laugardal, Árnes- sýslu, dóttir Sigríðar Jónsdóttur og Teits Eyjólfssonar sem þar bjuggu. Gunnar var sonur hjónanna Guðbröndu Þorbjargar Guð- brandsdóttur húsfreyju og Guð- bjarts Kristjánssonar, bónda og hreppstjóra, sem bjuggu nær all- an sinn búskap á Hjarðarfelli. Guðbranda Þorbjörg var fædd í Klettakoti á Búðum í Staðarsveit en ólst upp hjá foreldrum sínum í Ólafsvík þar sem faðir hennar var verslunarmaður. Guðbjartur Kristjánsson, faðir Gunnars, fæddist að Miðhrauni í Miklaholtshreppi en ólst upp á Gunnar Guðbjartsson ✝ Rós Péturs-dóttir fæddist 6. júní 1925 á Hjaltastað í Hjaltastaða- þinghá. Hún lést á dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund 30. maí 2017. Foreldrar Rós- ar voru Guðlaug Sigmundsdóttir frá Gunnhildar- gerði í Hróarstungu, f. 19. apríl 1895, d. 26. október 1988, og Pétur Sigurðsson, f. 8. janúar 1888, d. 24. febrúar 1955. Börn þeirra hjóna eru 1) Sigríður Pétursdóttir, f. 18. ágúst 1918, d. 8. mars 1968. 2) Sigrún Pétursdóttir, f. 13. mars 1920, d. 19. apríl 1971. 3) Inga Margrét Pétursdóttir Langholt, f. 8. maí 1921, d. 29. júlí 2014. 4) Ragnhildur Pétursdóttir, f. 6. september 1922, d. 24. mars 2012. 5) Ein- ar Pétursson, f. 2. nóvember 1923, d. 5. október 2012. 6) Rós Pétursdóttir, f. 6. júní 1925, d. 30. maí 2017. 7) Bergur Eysteinn Pétursson, f. 8. desember 1926, d. 13. sept- ember 1970. 8) Bryndís Pét- ursdóttir, f. 22. september 1928. Árið 1954 giftist Rós Magn- f. 5. desember 1960. Börn þeirra 1) María Dís Gunn- arsdóttir, f. 2. október 1989. Sambýlismaður Þröstur Marel Valsson, f. 12. maí 1989. Dótt- ir Maríu Dísar frá fyrri sam- búð: Emilía Ýr Guðmunds- dóttir, f. 22. júní 2010. 2) Rós Gunnarsdóttir, f. 24. júní 1999. Tveggja ára gömul var Rós tekin í fóstur af föðursystur sinni Margréti, sem ól hana upp ásamt manni sínum, Pétri Einarssyni, fyrst á Vattarnesi en síðar í Reykjavík, hjá Mar- gréti bjó hún uns hún gekk í hjúskap. Rós gekk í Versl- unarskólann, lauk verslunar- skólaprófi árið 1943. Eftir það starfaði hún hjá Ingvari Vilhjálmssyni útgerðarmanni og Eggerti Claessen hrl. Árið 1951 réði Rós sig til starfa hjá Ríkisútvarpinu sem auglýsingastjóri og gegndi því starfi til ársins 1977. Árið 1978 hóf hún störf hjá Sjó- klæðagerðinni, þar sem hún vann til ársins 1993 er hún fór á eftirlaun. Magnús og Rós áttu heimili í Hafnarfirði að Arnarhrauni 26, í Reykja- vík að Dunhaga 19 og í Skaftahlíð 34. Þau bjuggu síð- ustu tvö búskaparár sín á Eyrarbakka. Er sjón Rósar fór að daprast lá leið þeirra hjóna á Grund árið 2000 þar sem Magnús andaðist árið 2014 og Rós bjó til dánardags. Útför Rósar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 6. júní 2017, og hefst athöfnin klukk- an 13. úsi J. Jóhannssyni frá Gufuskálum á Snæfellsnesi, f. 28. nóvember 1922, d. 25. ágúst 2014. Dætur þeirra eru: 1) Margrét Magn- úsdóttir, f. 28. maí 1955. Maki Val- geir Pálsson, f. 14. febrúar 1953. Börn þeirra: 1) Heiðdís Valgeirs- dóttir, f. 7. október 1982. Maki Erling Tómasson, f. 10 nóvember 1978. Börn þeirra: a) Valgeir Heiðar, f. 28.júní 2009, b) Hlíf, 12. nóvember 2011, og c) Margrét Lilja, f. 24. nóvember 2015. 2) Inga Rós Valgeirsdóttir, f. 11. nóv- ember 1984. Maki Brynjar Smári Bjarnason, f. 24. ágúst 1984. Börn þeirra: a) Jóel Freyr, f. 24. október 2014, og b) Ylfa Rán, f. 17. nóvember 2016. 2) Sigríður Magn- úsdóttir, f. 7. apríl 1958. Maki Jón Sigurðsson, f. 31. ágúst 1953. Börn þeirra: 1) Aðal- heiður Kristín Jónsdóttir, f. 12. júní 1986. Maki Brynjar Magnússon, f. 29. janúar 1986. 2) Magnús Jóel Jónsson, f. 5. október 1989. 3) Guðlaug Magnúsdóttir, f. 14. júlí 1962. Maki Gunnar Gísli Guðnason, Það er ástæða fyrir því að jörðin er kvenkennd og kölluð móðir jörð. Mæður eru mik- ilvægustu persónurnar í lífi hverrar manneskju, í það minnsta mín móðir. Ég er svo heppin, ég hef átt minn eigin klett. Mamma mín, þú varst kletturinn í lífi mínu. Klettur- inn sem ávallt var til staðar er á þurfti að halda. Oft svarf brimið úr klettinum mínum en hann stóð alltaf fastur og traustur eftir. Þannig varst þú, elsku mamma mín, þú stóðst af þér öldurót lífsins. Stundum sigldi ég út í klettinn minn og kvartaði yfir öldurótinu í mínu lífi en þá fór kletturinn minn með mig hinum megin við sig og sýndi mér hvernig aldan gutlaði þeim megin. Þannig varst þú, elsku mamma mín, þegar ég bar upp við þig vanda- mál sem lífið færði mér dróst þú fram hina hliðina á málinu. Þú varst einstaklega dugleg kona. Ung valdir þú það að vinna úti. Á þeim árum var ekki algengt að konur gerðu það. Þú fórst frá Hafnarfirði í strætó á hverjum morgni og komst til baka með strætó, klyfjuð inn- kaupum sem þurfti að bera í bú fyrir fimm manna fjölskyldu. Aldrei heyrði ég þig kvarta. Þú ólst okkur systurnar upp í því að hjálpa til á heimilinu og þannig stýrðir þú heimilishald- inu eins og verkstjóri. Allt gekk þetta upp vegna þess að þú varst svo skipulögð, ákveðin og dugleg. Þú lagðir mikið upp úr því að búa okkur fjölskyldunni fallegt og gott heimili. Þegar þú varst búin að vinna alla vik- una fóru flestar helgar hjá þér í að þvo þvotta, þrífa og baka. Þér fannst líka gaman að eign- ast falleg föt og oftar en ekki saumaðir þú þau sjálf. Seinni árin man ég eftir mörgum ferð- um okkar inn í Verðlista, á göngugrindinni, til að kaupa á þig föt því þú vildir vera fín á Grund. Öldurót lífsins meitlaði frá þér sjónina hægt og bítandi en þú varst einstaklega æðru- laus og ég heyrði þig aldrei kvarta yfir því, þvert á móti sagðir þú, ég er svo heppin, mér líður vel, á Grund hef ég allt sem ég þarf, ég hef nóg að hlusta á og ég þarf ekki að kvarta yfir neinu. Þannig varst þú, elsku mamma mín, stóðst eins og klettur upp úr hverri rauninni sem lífið færði þér. Starfsfólkið á Grund minntist oft á það við mig hvað þú værir sjálfstæð og dugleg, þú vildir helst aldrei biðja um aðstoð því starfsfólkið hefði örugglega nóg að gera við að sinna öðrum. Ég held að það hafi varla liðið sá dagur síðan ég fluttist að heim- an að við höfum ekki annað hvort sést eða heyrst í síma. Ef ég hringdi ekki í þig á kvöldin, hringdir þú í mig. Þú varst besti vinur minn í lífinu, elsku mamma mín, og fyrir það er ég endalaust þakklát. Þú áttir líka einstaklega falleg samskipti við manninn minn, Gunnar Gísla, sem hefur alla tíð þótt svo vænt um þig og borið óendanlega mikla virðingu fyrir þér. Ég sé kapp þitt, dugnað og jákvæðni til lífsins lifa áfram í dætrum mínum, sem hafa verið svo heppnar að fá að umgangast þig mikið og læra af þessum frábæru mannkostum þínum. Elsku mamma mín, kletturinn minn, nú hefur öldurótið í kringum þig lægt og það sem leikur í kringum þig núna er fallegar minningar mínar og tár. Þakka þér fyrir allt, ég sakna þín og elska þig. Þín Guðlaug (Gulla). Nær hálfur fimmti áratugur er síðan ég fór að venja komur mínar á heimili Rósar tengda- móður minnar og fann aldrei annað en ég væri aufúsugestur. Heimilið var myndarlegt og fagurlega búið, enda lagði hún alla tíð mikla rækt við það og hlúði vel að sínu heimilisfólki. Oft skildi maður ekki vinnu- þrekið þegar hún sinnti störf- um húsmóðurinnar af glæsi- brag auk þess að vinna fullan vinnudag utan heimilis. Elju- semi var henni í blóð borin og útsjónarsemi. Einatt var aðdá- unarvert að sjá hverju hún gat komið í verk á engri stund, hvort sem var í matargerð, við- haldi á heimilinu ellegar saumaskap. Þegar komið er að leiðarlok- um í lífi tengdamömmu leita á hugann margar góðar endur- minningar þar sem maður naut samvista með henni og Magn- úsi tengdapabba, hvort sem var á heimili þeirra, fjölskylduboð- um eða ferðalögum með þeim um landið. Þau Rós og Magnús nutu þess að ferðast um landið; fyrst með dætrunum, síðan bættust tengdasynirnir við og loks barnabörnin. Magnús var Snæfellingur og á Snæfellsnesi þekkti hann hverja þúfu. Þang- að lá leið þeirra nánast á hverju sumri meðan heilsa ent- ist. Oft voru börnin með í för, en ósjaldan fóru þau hjónin tvö ein, m.a. til silungsveiða í vötn- unum sem Vatnaleið er kennd við. Rós átti á hinn bóginn ræt- ur sínar að rekja austur á Hér- að og þangað var einnig oft far- ið. Þótt hún hafi ung að árum flust þaðan til Reykjavíkur fór ekki á milli að hún átti taugar til Austurlands. Hún naut þess að ferðast um æskuslóðirnar fyrir austan og margar ánægju- legar ferðirnar höfum við Mar- grét og dætur átt með henni um þær slóðir. Tengdamamma var hávaxin, glæsileg, skarpgreind og stál- minnug. Hún fylgdist vel með öllum þjóðmálum og var vel að sér í því sem var í fréttum. Þótt hún væri blind orðin hin síð- ustu ár lét hún það ekki aftra sér frá að hlusta á fréttir í sjónvarpi á kvöldin auk þess sem spurningaþættir í útvarpi og sjónvarpi voru í miklu eft- irlæti og að fá að glíma við spurningar sem þar komu fram. Hún gat verið ákveðin og föst fyrir en var þó yfirveguð og jarðbundin. Þegar þess þurfti tjáði hún skoðanir sínar af hreinskilni en að karpa um hluti var henni ekki gefið. Ætíð var gaman að sitja með henni og skrafa um landsins gagn og nauðsynjar og var hún ævin- lega vel að sér í málefnum líð- andi stundar. Í nærfellt tvo áratugi bjó hún við blindu og smám saman fóru fætur einnig að gefa sig. Heilsubrestinum tók hún af miklu æðruleysi og aldrei heyrðist hún kvarta. Hún fór þá lítið nema helst í heimsóknir til sinna nánustu. Sínu góða minni hélt hún til síðasta dags og naut þess þá að rifja upp gamlar ferðaminningar, en ferðalögin voru henni í fersku minni. Þannig fannst henni allajafna gaman að rifja upp ljúfa ferð sem við Margrét og dætur fórum með henni og Magnúsi um Evrópu fyrir um aldarfjórðungi, en sú ferð var henni afar minnisstæð. Við leiðarlok þakka ég kærri tengdamóður góð kynni og ynd- islega samleið allt frá fyrstu kynnum. Megi minning mætrar konu lifa um ókomin ár. Valgeir Pálsson. Aldnir útverðir veraldar minnar falla einn af öðrum. Þeir hafa verið merkisberar stórfjölskyldunnar og mér leið- arhnoða um lífsvegi. Rós Pét- ursdóttir, móðursystir mín, sem andaðist 30. maí sl., var einn þessara útvarða og er nú skarð fyrir skildi. Mér þótti Rós vera myndug- ur og stór persónuleiki, en um leið gædd þeim hæfileika að skelfa ekki eða hrella á nokk- urn hátt, heldur bauð hún þvert á móti inngöngu í sitt víðfeðma andrými þar sem hreinskiptni og velvild ríktu, auk fulls jarð- sambands. Þá var ákaflega gott og heilsubætandi að hlæja með henni og húmorinn gat hvort tveggja verið laufléttur eða sót- svartur og beittur. Maður var eins og nýhreinsaður og lukku- legur eftir að hlæja með henni. Ræði ég við börnin mín um æðruleysi hef ég tekið Rós sem gott dæmi þar um. Hún var ein af örfáum manneskjum sem ég heyrði aldrei harma hlutinn sinn og má það teljast merki um mikinn innri styrk, því hún átti sitt andstreymi og síst minna en annarra. Það var gott að þekkja og þykja vænt um Rós frænku og fá hennar hjartanlegu móttökur og einlægan áhuga á högum manns og hugsunum. Hún var eins og fólk á að vera. Snorri Hjartarson sagði í ljóði sínu Ferð: En handan við fjöllin og handan við áttirnar og nóttina rís turn ljóssins þar sem tíminn sefur. Inn í frið hans og draum er förinni heitið. Veri hún frænka mín kært kvödd á eilífðarinnar vegi. Ég votta fjölskyldunni ein- læga samúð. Steinunn Ásmundsdóttir. Rós Pétursdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.